„Síðustu árin hefur þetta verið meiri herkænska. Auðvitað er maður alltaf að brýna alla sína hnífa og vopn sem og að setja þetta saman,“ segir Gunnar en hann hefur lært meira.
„Ég þekki líkama minn aðeins betur. Æfingarnar með Unnari hafa opnað augu mín fyrir því hvernig ég jafna mig og hvernig þreytustig er mismunandi. Það hefur bætt miklu við og líka komið mér í miklu betra form.“
Bardagi Gunnars og Gilbert Burns fer fram næstkomandi laugardagskvöld á besta tíma í beinni á Stöð 2 Sport.