Talsmaður Ólafs segir ákvörðun MDE vera viðurkenning á alvarlegum athugasemdum við málsmeðferð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. september 2019 12:55 Talsmaður Ólafs segir að málið sé mikilvægt fyrir réttarkerfið í heild. Fréttablaðið/Vilhelm Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ákveðið að taka fyrir kæru Ólafs Ólafssonar, fjárfestis sem var einn af aðaleigendum Kaupþings, vegna fjármálaumsvifa tveggja hæstaréttardómara, þeirra Markúsar Sigurbjörnssonar, þáverandi forseta dómsins og Árna Kolbeinssonar í aðdraganda hrunsins.Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti, greindi frá þessu í morgun. Blaðið hefur undir höndum bréf frá MDE til íslenska ríkisins þar sem lagðar eru fyrir þrjár spurningar um meðferð málsins og óskað eftir því að málsaðilar nái sáttum í málinu sem gætu þá meðal annars grundvallast á skaða – og miskabótum vegna dóms í svonefndu Al-Thani máli fyrir 2. Desember. Nái málsaðilar ekki sáttum mun dómurinn taka málið til efnislegrar meðferðar. Sjá nánar: Hlutabréfaeign dómara til meðferðar hjá MDE Ekki náðist í Ólaf Ólafsson við gerð fréttarinnar en talsmaður hans Björgvin Guðmundsson, meðeigandi KOM, segir ákvörðun MDE sýna að tilefni sé til að taka málið fyrir. „Þótt í því felist í sjálfu sér engin afstaða réttarins til málsins á þessu stigi er það ákveðin viðurkenning á þeim alvarlegu athugasemdum sem Ólafur setur fram í kærunni og sýna fram á fjárhagslega hagsmuni dómara í málum sem þeir dæmdu í,“ segir Björgvin. Krafa Ólafs, sem og allra annarra landsmanna, sé að vera dæmdur af óvilhöllum dómstólum. „Þar sem ekki er tilefni til að efast um hæfi dómara eins og í umræddu máli.“ Björgvin segir mál Ólafs vera mikilvægt fyrir réttarkerfið í heild sinni. „Þar sem almenningur þarf að geta treyst því að dómarar gæti að hæfi sínu og að hlutleysi dómsins sé tryggt.“ Dómstólar Hrunið Tengdar fréttir Sjöunda niðurstaða MDE um brot á réttlátri málsmeðferð Fimm dómar hafa fallið hjá Mannréttindadómstól Evrópu um brot íslenska ríkisins á ákvæði um réttláta málsmeðferð fyrir óvilhöllum dómstól. Tvær dómsáttir hafa verið gerðar að auki. 5. júní 2019 08:00 Kaupþingsmenn vilja endurupptöku Al-Thani málsins eftir niðurstöðu MDE Magnús Guðmundsson, einn sakborninga í Al-Thani málinu, segir það liggja beint við að óska eftir endurupptöku málsins. 4. júní 2019 14:30 Hæstaréttardómari vanhæfur í Al-Thani málinu Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að Árni Kolbeinsson hæstaréttardómari hafi verið verið vanhæfur í Al-Thani málinu. Íslenska ríkið þarf að greiða Sigurði Einarssyni, Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Ólafi Ólafssyni tvö þúsund evrur í bætur. 4. júní 2019 08:45 Hlutabréfaeign dómara til meðferðar hjá MDE Mannréttindadómstóll Evrópu hefur tekið fjárfestingarumsvif tveggja hæstaréttardómara í aðdraganda falls bankanna til meðferðar. Biðlar til málsaðila að leita sátta. Náist það ekki fer málið áfram fyrir dómstólnum. 25. september 2019 06:00 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ákveðið að taka fyrir kæru Ólafs Ólafssonar, fjárfestis sem var einn af aðaleigendum Kaupþings, vegna fjármálaumsvifa tveggja hæstaréttardómara, þeirra Markúsar Sigurbjörnssonar, þáverandi forseta dómsins og Árna Kolbeinssonar í aðdraganda hrunsins.Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti, greindi frá þessu í morgun. Blaðið hefur undir höndum bréf frá MDE til íslenska ríkisins þar sem lagðar eru fyrir þrjár spurningar um meðferð málsins og óskað eftir því að málsaðilar nái sáttum í málinu sem gætu þá meðal annars grundvallast á skaða – og miskabótum vegna dóms í svonefndu Al-Thani máli fyrir 2. Desember. Nái málsaðilar ekki sáttum mun dómurinn taka málið til efnislegrar meðferðar. Sjá nánar: Hlutabréfaeign dómara til meðferðar hjá MDE Ekki náðist í Ólaf Ólafsson við gerð fréttarinnar en talsmaður hans Björgvin Guðmundsson, meðeigandi KOM, segir ákvörðun MDE sýna að tilefni sé til að taka málið fyrir. „Þótt í því felist í sjálfu sér engin afstaða réttarins til málsins á þessu stigi er það ákveðin viðurkenning á þeim alvarlegu athugasemdum sem Ólafur setur fram í kærunni og sýna fram á fjárhagslega hagsmuni dómara í málum sem þeir dæmdu í,“ segir Björgvin. Krafa Ólafs, sem og allra annarra landsmanna, sé að vera dæmdur af óvilhöllum dómstólum. „Þar sem ekki er tilefni til að efast um hæfi dómara eins og í umræddu máli.“ Björgvin segir mál Ólafs vera mikilvægt fyrir réttarkerfið í heild sinni. „Þar sem almenningur þarf að geta treyst því að dómarar gæti að hæfi sínu og að hlutleysi dómsins sé tryggt.“
Dómstólar Hrunið Tengdar fréttir Sjöunda niðurstaða MDE um brot á réttlátri málsmeðferð Fimm dómar hafa fallið hjá Mannréttindadómstól Evrópu um brot íslenska ríkisins á ákvæði um réttláta málsmeðferð fyrir óvilhöllum dómstól. Tvær dómsáttir hafa verið gerðar að auki. 5. júní 2019 08:00 Kaupþingsmenn vilja endurupptöku Al-Thani málsins eftir niðurstöðu MDE Magnús Guðmundsson, einn sakborninga í Al-Thani málinu, segir það liggja beint við að óska eftir endurupptöku málsins. 4. júní 2019 14:30 Hæstaréttardómari vanhæfur í Al-Thani málinu Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að Árni Kolbeinsson hæstaréttardómari hafi verið verið vanhæfur í Al-Thani málinu. Íslenska ríkið þarf að greiða Sigurði Einarssyni, Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Ólafi Ólafssyni tvö þúsund evrur í bætur. 4. júní 2019 08:45 Hlutabréfaeign dómara til meðferðar hjá MDE Mannréttindadómstóll Evrópu hefur tekið fjárfestingarumsvif tveggja hæstaréttardómara í aðdraganda falls bankanna til meðferðar. Biðlar til málsaðila að leita sátta. Náist það ekki fer málið áfram fyrir dómstólnum. 25. september 2019 06:00 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Sjá meira
Sjöunda niðurstaða MDE um brot á réttlátri málsmeðferð Fimm dómar hafa fallið hjá Mannréttindadómstól Evrópu um brot íslenska ríkisins á ákvæði um réttláta málsmeðferð fyrir óvilhöllum dómstól. Tvær dómsáttir hafa verið gerðar að auki. 5. júní 2019 08:00
Kaupþingsmenn vilja endurupptöku Al-Thani málsins eftir niðurstöðu MDE Magnús Guðmundsson, einn sakborninga í Al-Thani málinu, segir það liggja beint við að óska eftir endurupptöku málsins. 4. júní 2019 14:30
Hæstaréttardómari vanhæfur í Al-Thani málinu Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að Árni Kolbeinsson hæstaréttardómari hafi verið verið vanhæfur í Al-Thani málinu. Íslenska ríkið þarf að greiða Sigurði Einarssyni, Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Ólafi Ólafssyni tvö þúsund evrur í bætur. 4. júní 2019 08:45
Hlutabréfaeign dómara til meðferðar hjá MDE Mannréttindadómstóll Evrópu hefur tekið fjárfestingarumsvif tveggja hæstaréttardómara í aðdraganda falls bankanna til meðferðar. Biðlar til málsaðila að leita sátta. Náist það ekki fer málið áfram fyrir dómstólnum. 25. september 2019 06:00