Rauk á dyr til að mótmæla Þórhildi Sunnu Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2019 10:08 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir fráleitt að málefni ríkislögreglustjóra hafi verið tekið fyrir í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins í morgun. Málið sé á höndum dómsmálaráðherra og það sé hans að leysa úr því en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, var kölluð á fund nefndarinnar í morgun. Brynjar vék af fundinum áður en Áslaug kom fyrir nefndina. „Þetta hefur ekkert með ráðherrann að gera, þó mönnum þætti það mjög skemmtileg frétt,“ segir Brynjar.Sjá einnig: Dómsmálaráðherra kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í fyrramálið „Ég var að mótmæla því að formaður nefndarinnar [Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata] ákveður að halda fund af þessu tagi án þess að tala við kóng né prest og aðra nefndarmenn í þessu,“ segir Brynjar. „Fyrir utan það að ég ætla ekki að vera þátttakandi í einhverju pólitísku sjónarspili einstakra nefndarformanna eða alþingismanna.“ Brynjar segir málið eiga heima hjá dómsmálaráðherra. „Það er hluti framkvæmdavaldsins að leysa þessi mál og að þingið sé að skipta sér af því á þessu stigi málsins er algjörlega fráleitt að mínu mati,“ segir Brynjar. „Þess vegna lít ég á þetta sem pólitískt sjónarspil, sem ég ætla ekki að taka þátt í.“ Alþingi Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19 Skoðar sameiningu Ríkislögreglustjóra og LRH og gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn Meðal þess sem er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins til þess að leysa úr þeim deilum sem geysa á milli ríkislögreglustjóra og lögreglunnar í landinu er að hvort sameina ætti embætti Ríkislögreglustjóra og embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn á málinu. 24. september 2019 19:27 Dómsmálaráðherra verði að grípa til aðgerða Lögreglustjórar og Landssamband lögreglumanna lýsa yfir vantrausti á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir dómsmálaráðherra verða að bregðast við. 24. september 2019 06:00 Hissa að Haraldur steig ekki sjálfur til hliðar Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna, er hissa á tíðindum dagsins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ráðherra verði að útskýra betur hvernig hvernig lögreglan geti verið starfhæf á meðan nefnd á hennar vegum vinni að einhvers konar skipulagsbreytingum. 24. september 2019 13:45 Tvær kvartanir vegna eineltis af hálfu ríkislögreglustjórans Tvö mál er varða einelti ríkislögreglustjóra í garð sérsveitarmanna hafa borist dómsmálaráðuneyti. Fréttablaðið hefur bréf sem dómsmálaráðherra sendi lögreglustjórum undir höndum þar sem hún segir rétt að lögreglan verðirekin sem ein heild. Ríkislögreglustjóra boðin starfslok í sumar, sem ekki varð af. 25. september 2019 06:00 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir fráleitt að málefni ríkislögreglustjóra hafi verið tekið fyrir í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins í morgun. Málið sé á höndum dómsmálaráðherra og það sé hans að leysa úr því en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, var kölluð á fund nefndarinnar í morgun. Brynjar vék af fundinum áður en Áslaug kom fyrir nefndina. „Þetta hefur ekkert með ráðherrann að gera, þó mönnum þætti það mjög skemmtileg frétt,“ segir Brynjar.Sjá einnig: Dómsmálaráðherra kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í fyrramálið „Ég var að mótmæla því að formaður nefndarinnar [Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata] ákveður að halda fund af þessu tagi án þess að tala við kóng né prest og aðra nefndarmenn í þessu,“ segir Brynjar. „Fyrir utan það að ég ætla ekki að vera þátttakandi í einhverju pólitísku sjónarspili einstakra nefndarformanna eða alþingismanna.“ Brynjar segir málið eiga heima hjá dómsmálaráðherra. „Það er hluti framkvæmdavaldsins að leysa þessi mál og að þingið sé að skipta sér af því á þessu stigi málsins er algjörlega fráleitt að mínu mati,“ segir Brynjar. „Þess vegna lít ég á þetta sem pólitískt sjónarspil, sem ég ætla ekki að taka þátt í.“
Alþingi Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19 Skoðar sameiningu Ríkislögreglustjóra og LRH og gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn Meðal þess sem er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins til þess að leysa úr þeim deilum sem geysa á milli ríkislögreglustjóra og lögreglunnar í landinu er að hvort sameina ætti embætti Ríkislögreglustjóra og embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn á málinu. 24. september 2019 19:27 Dómsmálaráðherra verði að grípa til aðgerða Lögreglustjórar og Landssamband lögreglumanna lýsa yfir vantrausti á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir dómsmálaráðherra verða að bregðast við. 24. september 2019 06:00 Hissa að Haraldur steig ekki sjálfur til hliðar Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna, er hissa á tíðindum dagsins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ráðherra verði að útskýra betur hvernig hvernig lögreglan geti verið starfhæf á meðan nefnd á hennar vegum vinni að einhvers konar skipulagsbreytingum. 24. september 2019 13:45 Tvær kvartanir vegna eineltis af hálfu ríkislögreglustjórans Tvö mál er varða einelti ríkislögreglustjóra í garð sérsveitarmanna hafa borist dómsmálaráðuneyti. Fréttablaðið hefur bréf sem dómsmálaráðherra sendi lögreglustjórum undir höndum þar sem hún segir rétt að lögreglan verðirekin sem ein heild. Ríkislögreglustjóra boðin starfslok í sumar, sem ekki varð af. 25. september 2019 06:00 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19
Skoðar sameiningu Ríkislögreglustjóra og LRH og gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn Meðal þess sem er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins til þess að leysa úr þeim deilum sem geysa á milli ríkislögreglustjóra og lögreglunnar í landinu er að hvort sameina ætti embætti Ríkislögreglustjóra og embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn á málinu. 24. september 2019 19:27
Dómsmálaráðherra verði að grípa til aðgerða Lögreglustjórar og Landssamband lögreglumanna lýsa yfir vantrausti á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir dómsmálaráðherra verða að bregðast við. 24. september 2019 06:00
Hissa að Haraldur steig ekki sjálfur til hliðar Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna, er hissa á tíðindum dagsins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ráðherra verði að útskýra betur hvernig hvernig lögreglan geti verið starfhæf á meðan nefnd á hennar vegum vinni að einhvers konar skipulagsbreytingum. 24. september 2019 13:45
Tvær kvartanir vegna eineltis af hálfu ríkislögreglustjórans Tvö mál er varða einelti ríkislögreglustjóra í garð sérsveitarmanna hafa borist dómsmálaráðuneyti. Fréttablaðið hefur bréf sem dómsmálaráðherra sendi lögreglustjórum undir höndum þar sem hún segir rétt að lögreglan verðirekin sem ein heild. Ríkislögreglustjóra boðin starfslok í sumar, sem ekki varð af. 25. september 2019 06:00