Einn af tíu stærstu samningum Völku Helgi Vífill Júliusson skrifar 25. september 2019 07:30 „Með skurðarvélinni fundum við syllu þar sem við erum einfaldlega best í heimi,“ segir Helgi Hjálmarsson, stofnandi Völku FBL/Stefán Valka hefur selt norska sjávarútvegsfyrirtækinu Båtsfjordbruket sjálfvirka vinnslulínu fyrir um fjórar milljónir evra, jafnvirði um 547 milljóna króna. Um er að ræða tvöfalda vinnslulínu til þess að snyrta, skera, dreifa og pakka fullunnum fiskafurðum. „Við höfum vaxið hratt á undanförnum árum en þetta er einn af tíu stærstu samningum sem við höfum gert,“ segir Helgi Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Völku, í samtali við Markaðinn. „Við vonumst til þess að samningurinn leiði til enn frekari sölu á næstu árum því Båtsfjordbruket tilheyrir sjávarútvegssamstæðunni Insula. Í þessum rekstri þarf að byggja upp gott samstarf við viðskiptavini og gæta þess að tækin skili því sem lofað var. Takist það koma viðskiptavinir aftur og aftur. Þannig var málum háttað þegar ritað var undir stærsta samning Völku til þessa sem var við Samherja. Upphaflega keypti fyrirtækið af okkur einn pökkunarflokkara en svo keypti það æ fleiri vélar af okkur. Loks var samið um að reisa stóra fiskvinnslu á Dalvík auk uppfærslu á vinnslunni hjá Útgerðarfélagi Akureyringa,“ segir hann.30 til 40 prósenta vöxtur Tekjur Völku jukust um 80 prósent á milli ára og námu 2,3 milljörðum króna árið 2018. Hagnaðurinn óx úr 28 milljónum króna í 144 milljónir. Helgi segir að vöxturinn stefni í 30 til 40 prósent í ár. Vöxturinn á milli áranna 2016 og 2017 var frekar lítill vegna tafa í framleiðslu og því megi segja að vöxtur fyrir tvö ár hafi komið fram á síðasta ári. „Valka er enn tiltölulega lítið fyrirtæki á markaðnum, hér starfa um hundrað manns. Stefnt er á að vaxa um 20 til 30 prósent á ári á næstu árum. Eftirspurn eftir vörum okkar er mikil og við erum að leitast við að auka framleiðsluna eins hratt og hægt er. Lykiláhersla hjá okkur er að byggja upp þjónustuna hraðar en aðra þætti svo við getum ávallt tryggt góða þjónustu,“ segir Helgi. „Valka, sem stofnað var árið 2003, hefur vaxið hratt frá árinu 2012 þegar við kynntum nýjar skurðarvélar til leiks. Fram að þeim tíma voru sveiflur upp og niður í tekjum. Með skurðarvélinni fundum við syllu þar sem við erum einfaldlega best í heimi. Það er mikil eftirspurn eftir henni enda fer krafan um beinlausan fisk sífellt vaxandi. Enn fremur hefur launakostnaður farið vaxandi á okkar lykilmörkuðum, sem eru Ísland og Noregur. Til þess að reka fiskvinnslu á þessum svæðum þurfa fyrirtækin að tæknivæðast. Annars verða þau ekki samkeppnishæf. Það má því segja að við séum að tryggja undirstöður fiskvinnslu í landinu. Við höfum sömuleiðis þróað mikið af búnaði í kringum skurðarvélina sem við seljum til viðbótar með hverri vél,“ segir hann. Strandhögg í Noregi 2008 Valka samdi við umboðsmann í Noregi á árunum 2008-2013 og stofnaði eigið útibú þar í landi árið 2014. „Fiskvinnsla er umsvifamikil í Noregi en engu að síður senda Norðmenn mikinn fisk úr landi til frekari vinnslu vegna hás launakostnaðar. Það eru því mikil tækifæri til staðar þar. Það er óumhverfisvænt að frysta heilan fisk, senda til Kína til frekari vinnslu og flytja aftur til Evrópu til sölu. Okkar markmið er að stuðla að aukinni umhverfisvernd með því að framleiða tæki svo hægt sé vinna fiskinn í meira mæli þar sem veiðin fer fram þrátt fyrir hærra launastig,“ segir Helgi. Fjármagnað með hlutafé Hlutafé Völku var aukið um 325 milljónir króna árið 2018 og 153 milljónir króna árið áður. „Hlutafé hefur verið aukið eftir því sem það þarf að binda meira fé í rekstrinum samhliða vexti. Það krefst fjármagns að vaxa en sjóðstreymið hefur verið jákvætt um nokkurra ára skeið. Reksturinn hefur verið fjármagnaður með hlutafé í stað lánsfjár. Það hvíla engar vaxtaberandi skuldir á Völku sem merkir að fyrirtækið stendur sterkum fótum,“ segir Helgi. Eigið fé fyrirtækisins var einn milljarður króna við árslok og eiginfjárhlutfallið 64 prósent. Í upphafi árs 2018 seldu Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Frumtak 37 prósenta hlut í félaginu að mestu til annarra hluthafa og svo kom Ice Tech ehf., fjárfestingarfélag í eigu Samherja, inn í hluthafahópinn í lok þess árs er það keypti 20 prósenta hlut. Helgi á 16 prósenta hlut, Vogabakki sem er í eigu Árna Haukssonar og Hallbjörns Karlssonar á um 15 prósenta hlut og Fossar sem er í eigu Sigurbjörns Þorkelssonar á um 12 prósenta hlut. Fjórmenningarnir voru saman í verkfræðinámi við Háskóla Íslands. „Allir fjárfestarnir horfa til langs tíma. Það er góð staða til að halda áfram að efla fyrirtækið,“ segir Helgi. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tækni Tengdar fréttir Dótturfélag Samherja í eigendahóp Völku Ice Tech ehf, dótturfélag Samherja, hefur gengið frá kaupum á um 20 prósenta eignarhluta í Völku ehf. af Vortindi ehf. 4. janúar 2019 13:25 Seldu þriðjungs hlut í Völku Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og framtakssjóðurinn Frumtak hafa selt 37 prósenta hlut sinn í hátæknifyrirtækinu Völku ehf. 13. mars 2018 06:00 Reisir 1,3 milljarða vinnslu í Rússlandi Valka mun setja upp fullkomnustu fiskvinnslu Rússlands. Ríkisstjórn landsins ákvað að taka 20 prósent aflaheimilda af öllum útgerðum og til þess að hvetja þær til tæknivæðingar fá þær útgerðir sem fjárfesta í nýjum skipum eða verksmiðjum að skipta þeim hluta á milli sín. 14. nóvember 2018 09:00 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Valka hefur selt norska sjávarútvegsfyrirtækinu Båtsfjordbruket sjálfvirka vinnslulínu fyrir um fjórar milljónir evra, jafnvirði um 547 milljóna króna. Um er að ræða tvöfalda vinnslulínu til þess að snyrta, skera, dreifa og pakka fullunnum fiskafurðum. „Við höfum vaxið hratt á undanförnum árum en þetta er einn af tíu stærstu samningum sem við höfum gert,“ segir Helgi Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Völku, í samtali við Markaðinn. „Við vonumst til þess að samningurinn leiði til enn frekari sölu á næstu árum því Båtsfjordbruket tilheyrir sjávarútvegssamstæðunni Insula. Í þessum rekstri þarf að byggja upp gott samstarf við viðskiptavini og gæta þess að tækin skili því sem lofað var. Takist það koma viðskiptavinir aftur og aftur. Þannig var málum háttað þegar ritað var undir stærsta samning Völku til þessa sem var við Samherja. Upphaflega keypti fyrirtækið af okkur einn pökkunarflokkara en svo keypti það æ fleiri vélar af okkur. Loks var samið um að reisa stóra fiskvinnslu á Dalvík auk uppfærslu á vinnslunni hjá Útgerðarfélagi Akureyringa,“ segir hann.30 til 40 prósenta vöxtur Tekjur Völku jukust um 80 prósent á milli ára og námu 2,3 milljörðum króna árið 2018. Hagnaðurinn óx úr 28 milljónum króna í 144 milljónir. Helgi segir að vöxturinn stefni í 30 til 40 prósent í ár. Vöxturinn á milli áranna 2016 og 2017 var frekar lítill vegna tafa í framleiðslu og því megi segja að vöxtur fyrir tvö ár hafi komið fram á síðasta ári. „Valka er enn tiltölulega lítið fyrirtæki á markaðnum, hér starfa um hundrað manns. Stefnt er á að vaxa um 20 til 30 prósent á ári á næstu árum. Eftirspurn eftir vörum okkar er mikil og við erum að leitast við að auka framleiðsluna eins hratt og hægt er. Lykiláhersla hjá okkur er að byggja upp þjónustuna hraðar en aðra þætti svo við getum ávallt tryggt góða þjónustu,“ segir Helgi. „Valka, sem stofnað var árið 2003, hefur vaxið hratt frá árinu 2012 þegar við kynntum nýjar skurðarvélar til leiks. Fram að þeim tíma voru sveiflur upp og niður í tekjum. Með skurðarvélinni fundum við syllu þar sem við erum einfaldlega best í heimi. Það er mikil eftirspurn eftir henni enda fer krafan um beinlausan fisk sífellt vaxandi. Enn fremur hefur launakostnaður farið vaxandi á okkar lykilmörkuðum, sem eru Ísland og Noregur. Til þess að reka fiskvinnslu á þessum svæðum þurfa fyrirtækin að tæknivæðast. Annars verða þau ekki samkeppnishæf. Það má því segja að við séum að tryggja undirstöður fiskvinnslu í landinu. Við höfum sömuleiðis þróað mikið af búnaði í kringum skurðarvélina sem við seljum til viðbótar með hverri vél,“ segir hann. Strandhögg í Noregi 2008 Valka samdi við umboðsmann í Noregi á árunum 2008-2013 og stofnaði eigið útibú þar í landi árið 2014. „Fiskvinnsla er umsvifamikil í Noregi en engu að síður senda Norðmenn mikinn fisk úr landi til frekari vinnslu vegna hás launakostnaðar. Það eru því mikil tækifæri til staðar þar. Það er óumhverfisvænt að frysta heilan fisk, senda til Kína til frekari vinnslu og flytja aftur til Evrópu til sölu. Okkar markmið er að stuðla að aukinni umhverfisvernd með því að framleiða tæki svo hægt sé vinna fiskinn í meira mæli þar sem veiðin fer fram þrátt fyrir hærra launastig,“ segir Helgi. Fjármagnað með hlutafé Hlutafé Völku var aukið um 325 milljónir króna árið 2018 og 153 milljónir króna árið áður. „Hlutafé hefur verið aukið eftir því sem það þarf að binda meira fé í rekstrinum samhliða vexti. Það krefst fjármagns að vaxa en sjóðstreymið hefur verið jákvætt um nokkurra ára skeið. Reksturinn hefur verið fjármagnaður með hlutafé í stað lánsfjár. Það hvíla engar vaxtaberandi skuldir á Völku sem merkir að fyrirtækið stendur sterkum fótum,“ segir Helgi. Eigið fé fyrirtækisins var einn milljarður króna við árslok og eiginfjárhlutfallið 64 prósent. Í upphafi árs 2018 seldu Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Frumtak 37 prósenta hlut í félaginu að mestu til annarra hluthafa og svo kom Ice Tech ehf., fjárfestingarfélag í eigu Samherja, inn í hluthafahópinn í lok þess árs er það keypti 20 prósenta hlut. Helgi á 16 prósenta hlut, Vogabakki sem er í eigu Árna Haukssonar og Hallbjörns Karlssonar á um 15 prósenta hlut og Fossar sem er í eigu Sigurbjörns Þorkelssonar á um 12 prósenta hlut. Fjórmenningarnir voru saman í verkfræðinámi við Háskóla Íslands. „Allir fjárfestarnir horfa til langs tíma. Það er góð staða til að halda áfram að efla fyrirtækið,“ segir Helgi.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tækni Tengdar fréttir Dótturfélag Samherja í eigendahóp Völku Ice Tech ehf, dótturfélag Samherja, hefur gengið frá kaupum á um 20 prósenta eignarhluta í Völku ehf. af Vortindi ehf. 4. janúar 2019 13:25 Seldu þriðjungs hlut í Völku Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og framtakssjóðurinn Frumtak hafa selt 37 prósenta hlut sinn í hátæknifyrirtækinu Völku ehf. 13. mars 2018 06:00 Reisir 1,3 milljarða vinnslu í Rússlandi Valka mun setja upp fullkomnustu fiskvinnslu Rússlands. Ríkisstjórn landsins ákvað að taka 20 prósent aflaheimilda af öllum útgerðum og til þess að hvetja þær til tæknivæðingar fá þær útgerðir sem fjárfesta í nýjum skipum eða verksmiðjum að skipta þeim hluta á milli sín. 14. nóvember 2018 09:00 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Dótturfélag Samherja í eigendahóp Völku Ice Tech ehf, dótturfélag Samherja, hefur gengið frá kaupum á um 20 prósenta eignarhluta í Völku ehf. af Vortindi ehf. 4. janúar 2019 13:25
Seldu þriðjungs hlut í Völku Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og framtakssjóðurinn Frumtak hafa selt 37 prósenta hlut sinn í hátæknifyrirtækinu Völku ehf. 13. mars 2018 06:00
Reisir 1,3 milljarða vinnslu í Rússlandi Valka mun setja upp fullkomnustu fiskvinnslu Rússlands. Ríkisstjórn landsins ákvað að taka 20 prósent aflaheimilda af öllum útgerðum og til þess að hvetja þær til tæknivæðingar fá þær útgerðir sem fjárfesta í nýjum skipum eða verksmiðjum að skipta þeim hluta á milli sín. 14. nóvember 2018 09:00