Afkomendum Sævars boðnar 240 milljónir í bætur Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. september 2019 20:03 Frá endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti í fyrra. Vísir/vilhelm Ríkislögmaður bauð afkomendum Sævars Ciesielski um 240 milljónir krónur í bætur í vor fyrir ranga sakfellingu í Geirfinnsmálinu. Þetta herma heimildir Ríkisútvarpsins. Þá hafi fimm sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verið samtals boðnar um 760 milljónir í bætur. Sakborningarnir fimm, áðurnefndur Sævar auk Kristjáns Viðars Júlíussonar, Tryggva Rúnars Leifssonar, Guðjóns Skarphéðinssonar og Alberts Klahn Skaftasonar, voru sýknaðir í málunum í Hæstarétti í fyrra.Sjá einnig: Ríkislögmaður segir áhrif sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum á framvindu máls hafa áhrif á bætur Guðjón hefur einn sakborninganna stefnt ríkinu fyrir ólöglega frelsissviptingu í 1.792 daga og harðræði í löngu gæsluvarðhaldi. Hann krefst bóta upp á 1,3 milljarða króna. Í kvöldfréttum RÚV var greint frá því að ríkislögmaður hefði boðið afkomendum Sævars um 240 milljónir króna í bætur, eins og áður segir. Þá hafi Kristjáni Viðari verið boðnar um 200 milljónir, afkomendum Tryggva Rúnars um 160 milljónir, Guðjóni 140 milljónir og Alberti 20 milljónir. Þá kemur jafnframt fram í frétt RÚV að tilboð af hálfu ríkisins í málinu hafi öll ýmist verið munnleg eða lögð fram á pappírum sem ekki mátti taka afrit af. Ekki hefur áður verið greint frá því hversu háar bætur hafa verið boðnar sakborningunum fimm og afkomendum þeirra. Þó er ljóst að samkomulag hefur ekki náðst á milli þeirra og sérstakrar sáttanefndar sem skipuð var af forsætisráðherra. Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir helgi að bilið hefði verið of mikið til að semja. Upphæðirnar sem ríkið bauð hafi ekki verið í samræmi við dómafordæmi og þá fylgi ríkið ekki „reglum hins siðaða samfélags“ í málinu. Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Sakar forsætisráðherra um hvítþvott vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir forsætisráðherra harðlega vegna framgöngu ríkisins gagnvart sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. september 2019 17:23 Ríkislögmaður segir áhrif sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum á framvindu máls hafa áhrif á bætur Andri Árnason, settur ríkislögmaður, segir taka þurfi mið af því hvort einstaklingur sem sýknaður hefur verið hafi á einhvern hátt stuðlað að því að rangur dómur hafi verið upp kveðinn þegar bætur eru ákvarðaðar. 23. september 2019 23:14 Kannast ekki við afskipti ráðamanna af dómurum "Ég þekki ekki dæmi um að ráðamenn hér á landi hafi haft afskipti af dómurum“ 24. september 2019 06:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Sjá meira
Ríkislögmaður bauð afkomendum Sævars Ciesielski um 240 milljónir krónur í bætur í vor fyrir ranga sakfellingu í Geirfinnsmálinu. Þetta herma heimildir Ríkisútvarpsins. Þá hafi fimm sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verið samtals boðnar um 760 milljónir í bætur. Sakborningarnir fimm, áðurnefndur Sævar auk Kristjáns Viðars Júlíussonar, Tryggva Rúnars Leifssonar, Guðjóns Skarphéðinssonar og Alberts Klahn Skaftasonar, voru sýknaðir í málunum í Hæstarétti í fyrra.Sjá einnig: Ríkislögmaður segir áhrif sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum á framvindu máls hafa áhrif á bætur Guðjón hefur einn sakborninganna stefnt ríkinu fyrir ólöglega frelsissviptingu í 1.792 daga og harðræði í löngu gæsluvarðhaldi. Hann krefst bóta upp á 1,3 milljarða króna. Í kvöldfréttum RÚV var greint frá því að ríkislögmaður hefði boðið afkomendum Sævars um 240 milljónir króna í bætur, eins og áður segir. Þá hafi Kristjáni Viðari verið boðnar um 200 milljónir, afkomendum Tryggva Rúnars um 160 milljónir, Guðjóni 140 milljónir og Alberti 20 milljónir. Þá kemur jafnframt fram í frétt RÚV að tilboð af hálfu ríkisins í málinu hafi öll ýmist verið munnleg eða lögð fram á pappírum sem ekki mátti taka afrit af. Ekki hefur áður verið greint frá því hversu háar bætur hafa verið boðnar sakborningunum fimm og afkomendum þeirra. Þó er ljóst að samkomulag hefur ekki náðst á milli þeirra og sérstakrar sáttanefndar sem skipuð var af forsætisráðherra. Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir helgi að bilið hefði verið of mikið til að semja. Upphæðirnar sem ríkið bauð hafi ekki verið í samræmi við dómafordæmi og þá fylgi ríkið ekki „reglum hins siðaða samfélags“ í málinu.
Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Sakar forsætisráðherra um hvítþvott vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir forsætisráðherra harðlega vegna framgöngu ríkisins gagnvart sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. september 2019 17:23 Ríkislögmaður segir áhrif sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum á framvindu máls hafa áhrif á bætur Andri Árnason, settur ríkislögmaður, segir taka þurfi mið af því hvort einstaklingur sem sýknaður hefur verið hafi á einhvern hátt stuðlað að því að rangur dómur hafi verið upp kveðinn þegar bætur eru ákvarðaðar. 23. september 2019 23:14 Kannast ekki við afskipti ráðamanna af dómurum "Ég þekki ekki dæmi um að ráðamenn hér á landi hafi haft afskipti af dómurum“ 24. september 2019 06:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Sjá meira
Sakar forsætisráðherra um hvítþvott vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir forsætisráðherra harðlega vegna framgöngu ríkisins gagnvart sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. september 2019 17:23
Ríkislögmaður segir áhrif sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum á framvindu máls hafa áhrif á bætur Andri Árnason, settur ríkislögmaður, segir taka þurfi mið af því hvort einstaklingur sem sýknaður hefur verið hafi á einhvern hátt stuðlað að því að rangur dómur hafi verið upp kveðinn þegar bætur eru ákvarðaðar. 23. september 2019 23:14
Kannast ekki við afskipti ráðamanna af dómurum "Ég þekki ekki dæmi um að ráðamenn hér á landi hafi haft afskipti af dómurum“ 24. september 2019 06:00