Þjóðleikhúsið leitar að börnum til að taka þátt í Kardemommubænum Stefán Árni Pálsson skrifar 24. september 2019 16:30 Sýningin verður frumsýnd í apríl á næsta ári. Fréttablaðið/Vilhelm Þjóðleikhúsið heldur áheyrnarprufur fyrir krakka á aldrinum 9-17 ára dagana 12. – 15. október en skráning í prufurnar hófst í gær. Kardemommubærinn er afmælissýning Þjóðleikhússins sem fagnar 70 ára afmæli sínu á þessu leikári en frumsýnt verður í apríl. Leikstjóri er Ágústa Skúladóttir og meðal leikara í sýningunni eru Örn Árnason í hlutverki Bastíans bæjarfógeta, en Örn hefur þegar leikið alla ræningjana í fyrri uppsetningum. Steinunn Ólína leikur Soffíu frænku og með hlutverk ræningjanna fara Sveppi, Hallgrímur Ólafsson og Oddur Júlíusson. Tónlistarstjóri er Karl Olgeirsson og danshöfundur er Chantelle Carey. Í áheyrnarprufunum er leitað að börnum og unglingum með mikla færni í leik, söng og dansi. Annars vegar börnum á aldrinum 9-13 ára til að fara með tvö stór og krefjandi hlutverk, Kamillu og Tomma, og hins vegar börnum og unglingum á aldrinum 9-17 ára til að leika dýr og íbúa í hinum litríka Kardemommubæ. Skráningarfrestur er til og með 1. október. Skráning fer fram hér. Yfirumsjón með prufunum hafa þrír af listrænum stjórnendum sýningarinnar, þau Ágústa Skúladóttir leikstjóri, Chantelle Carey danshöfundur og Karl Olgeirsson tónlistarstjóri, en þau hafa öll mikla reynslu af stjórnun viðamikilla leiksýninga með dansi og söng. Ágústa Skúladóttir hefur sett upp mikinn fjölda barna- og fjölskyldusýninga, meðal annars Dýrin í Hálsaskógi, Línu Langsokk og Grímuverðlaunasýningarnar Klaufa og kóngsdætur og Í skugga Sveins. Karl Olgeirsson hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi og var meðal annars hljómsveitarstjóri í We Will Rock You og Slá í gegn, og fékk Grímuverðlaunin fyrir hljóðmynd í Einræðisherranum. Chantelle Carey fékk meðal annars Grímuverðlaunin fyrir Bláa hnöttinn og Slá í gegn. Krakkar Leikhús Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Fleiri fréttir Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Þjóðleikhúsið heldur áheyrnarprufur fyrir krakka á aldrinum 9-17 ára dagana 12. – 15. október en skráning í prufurnar hófst í gær. Kardemommubærinn er afmælissýning Þjóðleikhússins sem fagnar 70 ára afmæli sínu á þessu leikári en frumsýnt verður í apríl. Leikstjóri er Ágústa Skúladóttir og meðal leikara í sýningunni eru Örn Árnason í hlutverki Bastíans bæjarfógeta, en Örn hefur þegar leikið alla ræningjana í fyrri uppsetningum. Steinunn Ólína leikur Soffíu frænku og með hlutverk ræningjanna fara Sveppi, Hallgrímur Ólafsson og Oddur Júlíusson. Tónlistarstjóri er Karl Olgeirsson og danshöfundur er Chantelle Carey. Í áheyrnarprufunum er leitað að börnum og unglingum með mikla færni í leik, söng og dansi. Annars vegar börnum á aldrinum 9-13 ára til að fara með tvö stór og krefjandi hlutverk, Kamillu og Tomma, og hins vegar börnum og unglingum á aldrinum 9-17 ára til að leika dýr og íbúa í hinum litríka Kardemommubæ. Skráningarfrestur er til og með 1. október. Skráning fer fram hér. Yfirumsjón með prufunum hafa þrír af listrænum stjórnendum sýningarinnar, þau Ágústa Skúladóttir leikstjóri, Chantelle Carey danshöfundur og Karl Olgeirsson tónlistarstjóri, en þau hafa öll mikla reynslu af stjórnun viðamikilla leiksýninga með dansi og söng. Ágústa Skúladóttir hefur sett upp mikinn fjölda barna- og fjölskyldusýninga, meðal annars Dýrin í Hálsaskógi, Línu Langsokk og Grímuverðlaunasýningarnar Klaufa og kóngsdætur og Í skugga Sveins. Karl Olgeirsson hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi og var meðal annars hljómsveitarstjóri í We Will Rock You og Slá í gegn, og fékk Grímuverðlaunin fyrir hljóðmynd í Einræðisherranum. Chantelle Carey fékk meðal annars Grímuverðlaunin fyrir Bláa hnöttinn og Slá í gegn.
Krakkar Leikhús Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Fleiri fréttir Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira