Hissa að Haraldur steig ekki sjálfur til hliðar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 24. september 2019 13:45 Snorri Magnússon er formaður Landsambands lögreglumanna. Hann treystir ekki Haraldi í embætti ríkislögreglustjóra. Vísir Ríkislögreglustjóri situr áfram í embætti þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjórum á landinu og landssambands lögrgelumanna. Þetta segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, sem átti fund með Haraldi í morgun. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ráðherra verði að útskýra hvernig lögreglan geti starfað áfram við þetta ástand. Hún íhugar að kalla ráðherra á fund stjórnskipunar og eftirlitsnefndar. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Vesturlandi, greindi í gær frá því að átta af níu lögreglustjórum landsins treystu ekki Haraldi lengur í starfi. Ríkislögreglustjóri væri óstarfhæfur. Landssamband lögreglumanna samþykkti einnig vantraust á Harald á fundi sínum í gær.Ríkisstjórnin kom saman til fundar í Stjórnarráðinu í morgun þar sem málefni ríkislögreglustjóra voru meðal annars rædd. Að fundi loknum ræddi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir við fréttamenn.„Ég átti fund með ríkislögreglustjóra í morgun. Ég bind vonir við að það samtal muni halda áfram. Ég hef nú þegar sett af stað vinnu í ráðuneytinu sem fór af stað strax í síðustu viku. Það var sent bréf til lögreglustjóra, ríkislögreglustjóra, lögreglumanna og annarra hluteigandi og sé fram á að þeirri vinnu miði hratt áfram og muni ljúka hratt,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Hún vildi ekki tjá sig um hvað kom fram á fundi þeirra Haraldar í morgun. Var hún spurð að því hvort Haraldi væri stætt í embætti í ljósi vantraustsyfirlýinga. „Fyrst og fremst þarf að tryggja að löggæsla virki í landinu þrátt fyrir vantraustsyfirlýsingar,“ sagði Áslaug Arna. Eins og staðan væri nú myndi hann sitja áfram í embætti.Þórhildur Sunna Ævarsdótir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.Vísir/VilhelmÞórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ráðherra verði að útskýra betur hvernig hvernig lögreglan geti verið starfhæf á meðan nefnd á hennar vegum vinni að einhvers konar skipulagsbreytingum. „Mér finnst það nokkuð skýrt af hálfu lögreglustjóra og almennra lögreglumanna að Haraldi er ekki stætt að sitja áfram. Ég veit ekki hvaða skipulagsbreytingar ættu að breyta þeirri stöðu.“ Hún íhugar að kalla ráðherra á fund stjórnskipunar og eftirlitsnefndar. „Mér finnst að minnska kosti hún verður að skýra fyrir þinginu hvað standi til að gera í málefnum lögreglunnar núna og hvers vegna hún ætli ekkert að aðhafast í málinu fyrr en eftir nokkrar vikur.“ Málið sé þess eðlis að ekki sé hægt að bíða. „Mér finnst einsýnt að þetta kallar á viðbrögð hér og nú og það þýðir ekki að bíða eftir niðurstöðum einhverrar nefndar.“ Snorri Magnússon, formaður landssambands lögreglumanna, er hissa á ákvörðun dómsmálaráðherra. „Það er erfitt að sjá fyrir sér að þetta muni slá á þá ólgu sem er í lögreglunni í dag.“ Snorri segist gera sér grein fyrir því að strangar reglur gildi um setningar og skipanir embættismánna. Hann sé hissa á því að Haraldur víki ekki sjálfur. „Í ljósi tíðinda gærdagsins er ég hissa á því. Þetta er ákvörðun sem liggur fyrir núna, ráðherra er búin að taka. Við verðum bara að sjá hvað kemur út úr því.“Að neðan má sjá viðtal fréttastofu við Snorra Magnússon í kvöldfréttum í gær. Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fleiri fréttir Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Sjá meira
Ríkislögreglustjóri situr áfram í embætti þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjórum á landinu og landssambands lögrgelumanna. Þetta segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, sem átti fund með Haraldi í morgun. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ráðherra verði að útskýra hvernig lögreglan geti starfað áfram við þetta ástand. Hún íhugar að kalla ráðherra á fund stjórnskipunar og eftirlitsnefndar. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Vesturlandi, greindi í gær frá því að átta af níu lögreglustjórum landsins treystu ekki Haraldi lengur í starfi. Ríkislögreglustjóri væri óstarfhæfur. Landssamband lögreglumanna samþykkti einnig vantraust á Harald á fundi sínum í gær.Ríkisstjórnin kom saman til fundar í Stjórnarráðinu í morgun þar sem málefni ríkislögreglustjóra voru meðal annars rædd. Að fundi loknum ræddi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir við fréttamenn.„Ég átti fund með ríkislögreglustjóra í morgun. Ég bind vonir við að það samtal muni halda áfram. Ég hef nú þegar sett af stað vinnu í ráðuneytinu sem fór af stað strax í síðustu viku. Það var sent bréf til lögreglustjóra, ríkislögreglustjóra, lögreglumanna og annarra hluteigandi og sé fram á að þeirri vinnu miði hratt áfram og muni ljúka hratt,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Hún vildi ekki tjá sig um hvað kom fram á fundi þeirra Haraldar í morgun. Var hún spurð að því hvort Haraldi væri stætt í embætti í ljósi vantraustsyfirlýinga. „Fyrst og fremst þarf að tryggja að löggæsla virki í landinu þrátt fyrir vantraustsyfirlýsingar,“ sagði Áslaug Arna. Eins og staðan væri nú myndi hann sitja áfram í embætti.Þórhildur Sunna Ævarsdótir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.Vísir/VilhelmÞórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ráðherra verði að útskýra betur hvernig hvernig lögreglan geti verið starfhæf á meðan nefnd á hennar vegum vinni að einhvers konar skipulagsbreytingum. „Mér finnst það nokkuð skýrt af hálfu lögreglustjóra og almennra lögreglumanna að Haraldi er ekki stætt að sitja áfram. Ég veit ekki hvaða skipulagsbreytingar ættu að breyta þeirri stöðu.“ Hún íhugar að kalla ráðherra á fund stjórnskipunar og eftirlitsnefndar. „Mér finnst að minnska kosti hún verður að skýra fyrir þinginu hvað standi til að gera í málefnum lögreglunnar núna og hvers vegna hún ætli ekkert að aðhafast í málinu fyrr en eftir nokkrar vikur.“ Málið sé þess eðlis að ekki sé hægt að bíða. „Mér finnst einsýnt að þetta kallar á viðbrögð hér og nú og það þýðir ekki að bíða eftir niðurstöðum einhverrar nefndar.“ Snorri Magnússon, formaður landssambands lögreglumanna, er hissa á ákvörðun dómsmálaráðherra. „Það er erfitt að sjá fyrir sér að þetta muni slá á þá ólgu sem er í lögreglunni í dag.“ Snorri segist gera sér grein fyrir því að strangar reglur gildi um setningar og skipanir embættismánna. Hann sé hissa á því að Haraldur víki ekki sjálfur. „Í ljósi tíðinda gærdagsins er ég hissa á því. Þetta er ákvörðun sem liggur fyrir núna, ráðherra er búin að taka. Við verðum bara að sjá hvað kemur út úr því.“Að neðan má sjá viðtal fréttastofu við Snorra Magnússon í kvöldfréttum í gær.
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fleiri fréttir Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Sjá meira