„Þessi vantrauststillaga getur varla verið út af einhverjum bílabanka eða fatapeningum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. september 2019 10:43 Sigríður Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra ræddi meðal annars málefni lögreglunnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. vísir/vilhelm Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að ástandið sem upp sé komið innan lögreglunnar sé ekki gott. Hún segist ekki telja að vantrauststillögur átta af níu lögreglustjórum og Landsambands lögreglumanna í garð Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, sé aðeins til komið vegna deilna um bílamiðstöð ríkislögreglustjóra og fatamál lögreglumanna. „Þetta er ekki gott. Það er ekki gott að svona fréttir berist að menn séu að lýsa vantrausti og þessi innanhúsátök. Ég get ekki tjáð mig meira um það enda veit ég ekkert meira um þetta en þið,“ sagði Sigríður í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Aðspurð hvort hún hefði orðið vör við þessi mál innan lögreglunnar á meðan hún gegndi embætti svaraði Sigríður því játandi. „Auðvitað eru alls konar mál sem koma upp. Það hafa verið fluttar fréttir af þessum bílabanka, það er búið að vera margra ára ágreiningur lögregluembættanna úti á landi við ríkislögreglustjóraembættið sem rekur bílabankann. Ég einmitt vakti nú máls á því að menn ættu að fara í eitthvað fyrirkomulag en þennan bílabanka en ég hins vegar fékk engin svör þegar ég var í ráðuneytinu hvaða aðrar leiðir væri hægt að fara og ég hef ekki heyrt, það er búið að taka ákvörðun um að leggja bílabankann niður, gott og vel, en ég hef ekki heyrt hvaða aðrar leiðir á að fara í þeim efnum sem myndu hugnast mönnum úti á landi betur,“ sagði Sigríður og bætti við að hún héldi að það þyrfti að koma á meiri festu varðandi lögreglubílana, til dæmis hvað varðar staðlaðan búnað.Klippa: Sigríður Andersen um ástandið í lögreglunniRáðherra þarf að taka á málinu „En þessi vantrauststillaga getur varla verið út af einhverjum bílabanka eða fatapeningum. Það þætti mér nú ansi djúpt árina tekið með slíku. Þannig að mér finnst nú kannski vanta í þennan fréttaflutning fjölmiðlanna að þeir skýri það fyrir lesendum af hverju þetta vantraust er lagt fram en ég geri nú ráð fyrir því að ráðherrann skoði það. Það þarf að minnsta kosti að liggja fyrir af hverju vantraustið nákvæmlega er.“ Spurð út í það hvort Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, þyrfti ekki að taka á málinu sagði Sigríður að sjálfsögðu þyrfti að gera það. „Það þarf einhvern veginn að svara því hvað eigi að gera við svona vantraust. Þetta er ekki gott ástand og það er ekki gott að menn endi svona mál í fjölmiðlum og með þessum hætti.“ Fréttastofa ræddi við Áslaugu Örnu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun og spurði hana út í stöðu Haraldar ríkislögreglustjóra í ljósi vantraustsyfirlýsinganna sem bárust í gær. Sagði hún að Haraldur muni ekki stíga til hliðar þrátt fyrir vantraustsyfirlýsingu lögreglustjóra. Vinna væri í gangi í gangi í ráðuneytinu varðandi málefni lögreglunnar og ætti hún ekki að taka meira en tvær vikur. Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Sjá meira
Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að ástandið sem upp sé komið innan lögreglunnar sé ekki gott. Hún segist ekki telja að vantrauststillögur átta af níu lögreglustjórum og Landsambands lögreglumanna í garð Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, sé aðeins til komið vegna deilna um bílamiðstöð ríkislögreglustjóra og fatamál lögreglumanna. „Þetta er ekki gott. Það er ekki gott að svona fréttir berist að menn séu að lýsa vantrausti og þessi innanhúsátök. Ég get ekki tjáð mig meira um það enda veit ég ekkert meira um þetta en þið,“ sagði Sigríður í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Aðspurð hvort hún hefði orðið vör við þessi mál innan lögreglunnar á meðan hún gegndi embætti svaraði Sigríður því játandi. „Auðvitað eru alls konar mál sem koma upp. Það hafa verið fluttar fréttir af þessum bílabanka, það er búið að vera margra ára ágreiningur lögregluembættanna úti á landi við ríkislögreglustjóraembættið sem rekur bílabankann. Ég einmitt vakti nú máls á því að menn ættu að fara í eitthvað fyrirkomulag en þennan bílabanka en ég hins vegar fékk engin svör þegar ég var í ráðuneytinu hvaða aðrar leiðir væri hægt að fara og ég hef ekki heyrt, það er búið að taka ákvörðun um að leggja bílabankann niður, gott og vel, en ég hef ekki heyrt hvaða aðrar leiðir á að fara í þeim efnum sem myndu hugnast mönnum úti á landi betur,“ sagði Sigríður og bætti við að hún héldi að það þyrfti að koma á meiri festu varðandi lögreglubílana, til dæmis hvað varðar staðlaðan búnað.Klippa: Sigríður Andersen um ástandið í lögreglunniRáðherra þarf að taka á málinu „En þessi vantrauststillaga getur varla verið út af einhverjum bílabanka eða fatapeningum. Það þætti mér nú ansi djúpt árina tekið með slíku. Þannig að mér finnst nú kannski vanta í þennan fréttaflutning fjölmiðlanna að þeir skýri það fyrir lesendum af hverju þetta vantraust er lagt fram en ég geri nú ráð fyrir því að ráðherrann skoði það. Það þarf að minnsta kosti að liggja fyrir af hverju vantraustið nákvæmlega er.“ Spurð út í það hvort Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, þyrfti ekki að taka á málinu sagði Sigríður að sjálfsögðu þyrfti að gera það. „Það þarf einhvern veginn að svara því hvað eigi að gera við svona vantraust. Þetta er ekki gott ástand og það er ekki gott að menn endi svona mál í fjölmiðlum og með þessum hætti.“ Fréttastofa ræddi við Áslaugu Örnu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun og spurði hana út í stöðu Haraldar ríkislögreglustjóra í ljósi vantraustsyfirlýsinganna sem bárust í gær. Sagði hún að Haraldur muni ekki stíga til hliðar þrátt fyrir vantraustsyfirlýsingu lögreglustjóra. Vinna væri í gangi í gangi í ráðuneytinu varðandi málefni lögreglunnar og ætti hún ekki að taka meira en tvær vikur.
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Sjá meira