Dómsmálaráðherra verði að grípa til aðgerða Ari Brynjólfsson skrifar 24. september 2019 06:00 Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri „Átta af níu lögreglustjórum landsins bera ekki lengur traust til ríkislögreglustjóra,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Vesturlandi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands. „Þetta er búið að vera í gerjun í einhvern tíma. Ég lít svo á að ríkislögreglustjóri sé óstarfhæfur.“ Landssamband lögreglumanna samþykkti einnig vantraust á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra á fundi sínum í gær. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir niðurstöðu fundarins óháða ákvörðun lögreglustjóra. „Það var búið að taka þá ákvörðun áður en nokkur vissi um viðbrögð þeirra. Þetta er algjörlega sjálfstæð ákvörðun,“ segir Snorri. „Það er búin að vera óánægja lengi innan lögreglunnar og ólga innan stéttarinnar með ýmislegt gagnvart embætti ríkislögreglustjóra.“ Snorri tiltekur ekki einstök mál sem ástæðu vantraustsyfirlýsingarinnar. „Þetta er sambland ýmissa mála. Gagnvart lögreglumönnum var það þetta viðtal ríkislögreglustjóra í Morgunblaðinu kornið sem fyllti mælinn endanlega.“Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndarÓlafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, var eini lögreglustjórinn sem lýsti ekki yfir vantrausti á Harald. „Málið er í ákveðnum farvegi, á meðan svo er, þá kýs ég ekki að tjá mig um það,“ segir Ólafur Helgi. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir stöðuna grafalvarlega. „Þessar vantraustsyfirlýsingar eru fordæmalaus staða sem gerir það að verkum dómsmálaráðherra hlýtur að þurfa að velta því fyrir sér hvort hagsmunir lögreglunnar í heild vegi ekki þyngra en hagsmunir Haraldar Johannessen,“ segir Þórhildur Sunna. „Mér finnst útilokað að jafn margir háttsettir embættismenn og raun ber vitni grípi til þess örþrifaráðs að lýsa yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra án þess að eitthvað alvarlegt liggi þar að baki sem verður að skoða mjög vel ofan í kjölinn.“ Boltinn sé nú í höndum dómsmálaráðherra. „Nú þýðir ekkert að skipa einhverja nefnd til að hugsa málið. Dómsmálaráðherra verður að svara til hvaða aðgerða hún ætlar að grípa án tafar til að leysa úr þessari stöðu.“ Ekki náðist í Harald Johannessen ríkislögreglustjóra við vinnslu fréttarinnar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra gaf ekki kost á viðtali. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Viðtalið var kornið sem fyllti mælinn Viðtal Harald Johannessen við Morgunblaðið á dögunum var kornið sem fyllti mælinn sem varð til þess að formannafundur Landssambands lögreglumanna ákvað að lýsa yfir vantrausti á hendur ríkislögreglustjóra. Formaður félagsins fær ekki séð hvernig Haraldur getur setið áfram í embætti. 23. september 2019 18:50 Formannafundur Landssambands lögreglumanna lýsir einnig yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra Formannafundur Landssambands lögreglumanna hefur bæst í hóp þeirra sem lýsa yfir vantrausti á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. Í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla nú síðdegis er skorað á Harald að stíga til hliðar. 23. september 2019 17:54 Lögreglustjórar lýsa yfir vantrausti á Harald Átta af níu lögreglustjórum lýsa yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra. 23. september 2019 17:04 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta öryggis-og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Sjá meira
„Átta af níu lögreglustjórum landsins bera ekki lengur traust til ríkislögreglustjóra,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Vesturlandi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands. „Þetta er búið að vera í gerjun í einhvern tíma. Ég lít svo á að ríkislögreglustjóri sé óstarfhæfur.“ Landssamband lögreglumanna samþykkti einnig vantraust á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra á fundi sínum í gær. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir niðurstöðu fundarins óháða ákvörðun lögreglustjóra. „Það var búið að taka þá ákvörðun áður en nokkur vissi um viðbrögð þeirra. Þetta er algjörlega sjálfstæð ákvörðun,“ segir Snorri. „Það er búin að vera óánægja lengi innan lögreglunnar og ólga innan stéttarinnar með ýmislegt gagnvart embætti ríkislögreglustjóra.“ Snorri tiltekur ekki einstök mál sem ástæðu vantraustsyfirlýsingarinnar. „Þetta er sambland ýmissa mála. Gagnvart lögreglumönnum var það þetta viðtal ríkislögreglustjóra í Morgunblaðinu kornið sem fyllti mælinn endanlega.“Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndarÓlafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, var eini lögreglustjórinn sem lýsti ekki yfir vantrausti á Harald. „Málið er í ákveðnum farvegi, á meðan svo er, þá kýs ég ekki að tjá mig um það,“ segir Ólafur Helgi. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir stöðuna grafalvarlega. „Þessar vantraustsyfirlýsingar eru fordæmalaus staða sem gerir það að verkum dómsmálaráðherra hlýtur að þurfa að velta því fyrir sér hvort hagsmunir lögreglunnar í heild vegi ekki þyngra en hagsmunir Haraldar Johannessen,“ segir Þórhildur Sunna. „Mér finnst útilokað að jafn margir háttsettir embættismenn og raun ber vitni grípi til þess örþrifaráðs að lýsa yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra án þess að eitthvað alvarlegt liggi þar að baki sem verður að skoða mjög vel ofan í kjölinn.“ Boltinn sé nú í höndum dómsmálaráðherra. „Nú þýðir ekkert að skipa einhverja nefnd til að hugsa málið. Dómsmálaráðherra verður að svara til hvaða aðgerða hún ætlar að grípa án tafar til að leysa úr þessari stöðu.“ Ekki náðist í Harald Johannessen ríkislögreglustjóra við vinnslu fréttarinnar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra gaf ekki kost á viðtali.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Viðtalið var kornið sem fyllti mælinn Viðtal Harald Johannessen við Morgunblaðið á dögunum var kornið sem fyllti mælinn sem varð til þess að formannafundur Landssambands lögreglumanna ákvað að lýsa yfir vantrausti á hendur ríkislögreglustjóra. Formaður félagsins fær ekki séð hvernig Haraldur getur setið áfram í embætti. 23. september 2019 18:50 Formannafundur Landssambands lögreglumanna lýsir einnig yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra Formannafundur Landssambands lögreglumanna hefur bæst í hóp þeirra sem lýsa yfir vantrausti á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. Í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla nú síðdegis er skorað á Harald að stíga til hliðar. 23. september 2019 17:54 Lögreglustjórar lýsa yfir vantrausti á Harald Átta af níu lögreglustjórum lýsa yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra. 23. september 2019 17:04 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta öryggis-og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Sjá meira
Viðtalið var kornið sem fyllti mælinn Viðtal Harald Johannessen við Morgunblaðið á dögunum var kornið sem fyllti mælinn sem varð til þess að formannafundur Landssambands lögreglumanna ákvað að lýsa yfir vantrausti á hendur ríkislögreglustjóra. Formaður félagsins fær ekki séð hvernig Haraldur getur setið áfram í embætti. 23. september 2019 18:50
Formannafundur Landssambands lögreglumanna lýsir einnig yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra Formannafundur Landssambands lögreglumanna hefur bæst í hóp þeirra sem lýsa yfir vantrausti á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. Í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla nú síðdegis er skorað á Harald að stíga til hliðar. 23. september 2019 17:54
Lögreglustjórar lýsa yfir vantrausti á Harald Átta af níu lögreglustjórum lýsa yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra. 23. september 2019 17:04