Ráðherra vill aðgerðir til að vernda lundann Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. september 2019 06:00 Náttúrufræðistofnun segir lundann í bráðri hættu. Fréttablaðið/Stefán Innan umhverfisráðuneytisins eru nú til skoðunar aðgerðir til að sporna við fækkun lundans og annarra svartfuglategunda á grundvelli núverandi laga. Heildarendurskoðun á villidýralögum verður gerð í vor. „Ég óskaði eftir frekari gögnum um stofnstærðir svartfugla til að meta aðgerðir byggðar á núverandi löggjöf. Það er nú í skoðun í ráðuneytinu,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. „Sumt er á valdi okkar að stýra en til dæmis er erfiðara að bregðast við áhrifum loftslagsbreytinga á fæðuframboð svartfugla. Ég tel að það þurfi að grípa til einhverra aðgerða hvað varðar svartfugla og sérstaklega lundann sem flokkast í mikilli hættu.“ Samkvæmt válista Náttúrufræðistofnunar, sem birtur var haustið 2018, er lundinn metinn í bráðri hættu. Ekkert stig er fyrir ofan nema útdauði. Stærð lundastofnsins hefur farið niður á við undanfarna áratugi og er lundinn mikið veiddur til sölu á veitingastöðum. Árið 2017 var teista friðuð fyrir skotveiðum en hún er aðeins metin í hættu en ekki bráðri hættu.Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Fréttablaðið/AntonVinna er hafin við heildarendurskoðun á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum og hyggst Guðmundur leggja fram frumvarp í vor. Endurskoðunin var boðuð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar árið 2017. Fyrirhugaðar breytingar verða að einhverju leyti byggðar á viðamikilli skýrslu frá árinu 2013. Samkvæmt núverandi löggjöf er meginreglan að villt dýr séu friðuð og heimild til veiða séu undantekningar. Guðmundur segir að ekki verði hróflað við þessari reglu. „Með löggjöfinni verður sjálfbær nýting og sjálfbærar veiðar leiðarljósið,“ segir hann. „Það verður að vera góður vísindalegur grundvöllur fyrir nýtingu og veiðum. Því er mikilvægt að ráðast í að vinna stjórnunar- og nýtingaráætlanir fyrir alla þá stofna sem eru nýttir.“ Slíkt mat lægi til ákvörðunar um veiðar og nýtingu, friðun, sölubann eða aðrar aðgerðir. Lundaveiðar eru hlunnindaveiðar og það hefur flækt málin hvað varðar verndunaraðgerðir. Friðunarákvæði laganna mega ekki vera þeirri nýtingu til fyrirstöðu heldur aðeins sölu og skotveiðum. Guðmundur segir að þetta atriði verði skoðað við endurskoðun laganna. Telur hann langsótt að landeigendur gætu átt rétt á skaðabótum vegna þessa. „Hér er verið að ræða um auðlindanýtingu sem byggir á vísindum. Útgerðarmenn geta til dæmis ekki átt skaðabótakröfu vegna aflastýringar fiskistofna,“ segir Guðmundur. „Ef til kæmi almenn og gegnsæ takmörkun á vísindalegum grunni til verndar náttúrunni þá sé ég ekki að það gangi gegn sjónarmiðum um eignarrétt.“ Birtist í Fréttablaðinu Dýr Umhverfismál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
Innan umhverfisráðuneytisins eru nú til skoðunar aðgerðir til að sporna við fækkun lundans og annarra svartfuglategunda á grundvelli núverandi laga. Heildarendurskoðun á villidýralögum verður gerð í vor. „Ég óskaði eftir frekari gögnum um stofnstærðir svartfugla til að meta aðgerðir byggðar á núverandi löggjöf. Það er nú í skoðun í ráðuneytinu,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. „Sumt er á valdi okkar að stýra en til dæmis er erfiðara að bregðast við áhrifum loftslagsbreytinga á fæðuframboð svartfugla. Ég tel að það þurfi að grípa til einhverra aðgerða hvað varðar svartfugla og sérstaklega lundann sem flokkast í mikilli hættu.“ Samkvæmt válista Náttúrufræðistofnunar, sem birtur var haustið 2018, er lundinn metinn í bráðri hættu. Ekkert stig er fyrir ofan nema útdauði. Stærð lundastofnsins hefur farið niður á við undanfarna áratugi og er lundinn mikið veiddur til sölu á veitingastöðum. Árið 2017 var teista friðuð fyrir skotveiðum en hún er aðeins metin í hættu en ekki bráðri hættu.Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Fréttablaðið/AntonVinna er hafin við heildarendurskoðun á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum og hyggst Guðmundur leggja fram frumvarp í vor. Endurskoðunin var boðuð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar árið 2017. Fyrirhugaðar breytingar verða að einhverju leyti byggðar á viðamikilli skýrslu frá árinu 2013. Samkvæmt núverandi löggjöf er meginreglan að villt dýr séu friðuð og heimild til veiða séu undantekningar. Guðmundur segir að ekki verði hróflað við þessari reglu. „Með löggjöfinni verður sjálfbær nýting og sjálfbærar veiðar leiðarljósið,“ segir hann. „Það verður að vera góður vísindalegur grundvöllur fyrir nýtingu og veiðum. Því er mikilvægt að ráðast í að vinna stjórnunar- og nýtingaráætlanir fyrir alla þá stofna sem eru nýttir.“ Slíkt mat lægi til ákvörðunar um veiðar og nýtingu, friðun, sölubann eða aðrar aðgerðir. Lundaveiðar eru hlunnindaveiðar og það hefur flækt málin hvað varðar verndunaraðgerðir. Friðunarákvæði laganna mega ekki vera þeirri nýtingu til fyrirstöðu heldur aðeins sölu og skotveiðum. Guðmundur segir að þetta atriði verði skoðað við endurskoðun laganna. Telur hann langsótt að landeigendur gætu átt rétt á skaðabótum vegna þessa. „Hér er verið að ræða um auðlindanýtingu sem byggir á vísindum. Útgerðarmenn geta til dæmis ekki átt skaðabótakröfu vegna aflastýringar fiskistofna,“ segir Guðmundur. „Ef til kæmi almenn og gegnsæ takmörkun á vísindalegum grunni til verndar náttúrunni þá sé ég ekki að það gangi gegn sjónarmiðum um eignarrétt.“
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Umhverfismál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira