

Þú sagðir þetta Katrín
Eftir að fjallað var um greinargerðina í fréttunum birtist þessi útskýring á vef ráðuneytisins: „Að gefnu tilefni vill forsætisráðuneytið árétta að ríkislögmaður annast vörn í einkamálum sem höfðuð eru gegn ríkinu og hefur almennt forræði á kröfugerð og framsetningu hennar.“
Með þessu var látið eins og ríkislögmaður væri einhver embættismaður í mikilli fjarlægð frá ríkinu. Það var látið eins og ríkislögmaður skrifaði greinargerðina sem sína eigin persónulegu hugleiðingu án allra tengsla við afstöðu ríkisins. Það var látið eins og ríkislögmaður hefði algerlega upp á eigin spýtur ákveðið hvaða röksemdum og fullyrðingum hann tefldi fram. Það er alls ekki þannig. Þvert á móti þá er þetta allt saman skrifað í þínu nafni. Þú hefur verið með þetta mál á þinni könnu og þessi greinargerð er skrifuð af ríkislögmanni fyrir þína hönd. Það var í rauninni þú Katrín sem sagðir þetta allt saman. Förum aðeins yfir hvað þú sagðir við Guðjón Skarphéðinsson:
Þú sagðir honum að hann hefði ekki verið beittur ólögmætri þvingun eða neins konar harðræði. Þú sagðir honum að hann hefði ekki sætt ómannúðlegri meðferð, pyntingum eða annarri vanvirðandi meðferð. Þú sagðir Guðjóni að ekki yrði ráðið af dagbókum hans að hann hefði sérstaklega gert athugasemdir við húsnæðið sem slíkt „en þó virðast hafa verið vandamál með loftræstingu“. Þú sagðir við Guðjón að hann hefði sjálfur valdið eða stuðlað að öllum þeim aðgerðum sem hann var beittur.
Þú sagðir við Guðjón að gamli dómurinn frá 1980 hefði enn fullt sönnunargildi um málsatvik. Þau málsatvik fela í sér að Guðjón hafi orðið Geirfinni Einarssyni að bana. Þú sagðir þetta í alvöru við Guðjón Skarphéðinsson núna í september 2019. Þú sagðir að hann yrði að sýna fram á að málsatvikum hafi ekki verið rétt lýst í gamla dóminum. Þú tókst sérstaklega fram að Guðjón gæti ekki notað sýknudóm Hæstaréttar frá haustinu 2018 til þess að sýna fram á eitt eða neitt og að hvorki skýrsla starfshóps um Guðmundar- og Geirfinnsmál né álit endurupptökunefndar væru nothæf sönnunargögn. Þú krefst þess að dómstólar komist að þeirri endanlegu niðurstöðu í málinu að Guðjón skuli ekki fá neinar bætur en hann eigi þess í stað að greiða málskostnað til ríkisins.
Ég á satt að segja bágt með að trúa því að þú hafir ekki vitað hvað stóð í greinargerð ríkisins og ekki haft neitt um það að segja. Mig langar samt að láta þig njóta vafans og trúa því að þetta sé virkilega misskilningur um það hvernig ríkislögmaður átti að taka til varna í málinu. Um leið langar mig að trúa því að þegar þú áttar þig á því hvað þú sagðir við Guðjón þá munir þú mögulega draga eitthvað til baka. Ef ekki þá ert þú að halda fram fullyrðingum um þetta mál sem enginn hefur leyft sér að halda fram í mörg ár, ef ekki tugi ára. Þær fullyrðingar eru líka í fullkominni andstöðu við önnur ummæli sem þú hefur látið falla um þessi mál.
Rétt er að taka fram að lokum að ég er mjög tengdur tveimur lögmönnum sem fara með þessi mál. Það má alveg lesa þessa grein í því ljósi. En þú sagðir þetta samt allt Katrín.
Höfundur er lögmaður
Skoðun

Hverjir eiga Ísland?
Jón Baldvin Hannibalsson skrifar

Komum náminu á Höfn í höfn
Halla Hrund Logadóttir skrifar

Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn
Sigríður Gunnarsdóttir skrifar

Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Tollar – Fyrir hverja?
Valdimar Birgisson skrifar

Þau eru fá en þörfin er stór
Sif Huld Albertsdóttir skrifar

Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri
Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar

Leiðin til helvítis
Jón Pétur Zimsen skrifar

Eitruð kvenmennska
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Hinn nýi íslenski aðall
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri
Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar

Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað
Sæþór Randalsson skrifar

Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga
Sólrún María Ólafsdóttir skrifar

Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði?
Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar

Þegar rykið hefur sest
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Búum til réttlátt lífeyriskerfi
Hrafn Magnússon skrifar

Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur…
Stefán Pálsson skrifar

Hin raunverulega byggðastefna
Jón Þór Kristjánsson skrifar

Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi
Ó. Ingi Tómasson skrifar

Rúmir 30 milljarðar í fangelsi
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Sérstök staða orkusveitarfélaga!
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna
Elín Íris Fanndal skrifar

Drögum úr fordómum í garð Breiðholts
Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar

Er almenningur rusl?
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Líffræðilega ómögulegt
Björn Ólafsson skrifar

Veiðigjaldið stendur undir kostnaði
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Minn gamli góði flokkur
Hólmgeir Baldursson skrifar

Hve lengi tekur sjórinn við?
Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar

Orkan okkar, börnin og barnabörnin
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar