Lögreglustjórar lýsa yfir vantrausti á Harald Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Jakob Bjarnar skrifa 23. september 2019 17:04 Átta af níu lögreglustjórum lýstu nú rétt í þessu yfir vantrausti á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. Þetta kemur fram í viðtali fréttastofu við Úlfar Lúðvíksson sem er formaður Lögreglustjórafélags Íslands en hann er lögreglustjóri á Vesturlandi. Landssamband lögreglumanna lýsir sömuleiðis yfir vantrausti. „Átta af níu lögreglustjórum landsins vantreysta ríkislögreglustjóra,“ segir Úlfar. „Viðtal sem tekið var við ríkislögreglustjóra fyrir rúmri viku síðan er eitthvað sem lögreglustjórar sætta sig ekki við þegar við erum að tala um ríkislögreglustjóra þjóðarinnar.“ „Að okkar mati talar hann mjög óábyrgt, hann talar um spillingu og gefur sitt lítið af hverju í ljós. Hann talar um að segja frá einhverju sem enginn veit hvað er. Ég tek það fram að lögreglustjórar þekkja ekki þessa umræðu, [hann hefur] aldrei rætt þetta við okkur svo að ég viti.“Samskiptaleysi og djúpstæður vandi innan lögreglunnar Lögreglan á Íslandi hefur aldrei fyrr staðið frammi fyrir svo djúpstæðum vanda. Vantraust af þessari stærðargráðu er fordæmalaus á Íslandi. Úlfar telur þó vert að taka fram að hann tali ekki sem slíkur fyrir hönd félagsins en í Lögreglustjórafélaginu eru fleiri. Hann talar fyrir hönd átta af níu lögreglustjóra.Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, er eini lögreglustjóri landsins sem ekki vill lýsa yfir vantrausti á Harald Johannessen.VísirSá níundi er Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Í stuttu samtali við fréttastofu sagðist hann ekki taka þátt í yfirlýsingunni. Úlfar segir lögreglustjórana afar ósátta við störf Haralds og hafi sú óánægja staðið lengi. „Samskipti við ríkislögreglustjóra hafa í langan tíma ekki verið eins og við viljum sjá. Samskiptaleysi get ég talað um og vandinn er djúpstæður.“ Að sögn Úlfars er einnig að finna verulega óánægju meðal sérsveitarmanna með Harald. Úlfari skilst að Haraldi hafi boðist starfslokasamningur í sumar en hann ekki þegið. Úlfar er ómyrkur í máli en hann lítur svo á að ríkislögreglustjóri sé, eins og málum er nú skipað, óstarfhæfur. „Ég hef auðvitað vissu fyrir því að það er mikil óánægja meðal sérsveitamanna, það hefur komið fram í fjölmiðlum, mikil óánægja þannig að hann er að glíma við innri mál og satt best að segja þá lít ég svo á að ríkislögreglustjóri í dag sé óstarfhæfur. Þetta er búið að standa yfir í langan tíma og hann nýtur ekki nægilegs trausts. Hann er farinn að skyggja á starfsemi þess embættis sem hann gegnir,“ segir Úlfar.Segir ríkislögreglustjóra drepa málum á dreif „Við lögðum spilin á borðið á fundi með Áslaugu Örnu [Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra]. Ég lít svo á að ríkislögreglustjóri sé óstarfhæfur.“ Úlfar segir embætti ríkislögreglustjóra og embættisfærslur hans hafa verið til skoðunar hjá Ríkisendurskoðun.Haraldur Johanessen, ríkislögreglustjóri, fundaði með dómsmálaráðherra á mánudag um stöðuna innan lögreglunnar.Vísir/vilhelm„Það sem vakti sérstaka athygli mína var hvernig hann heldur að málum. Hann drepur málum á dreif í stað þess að fjalla um það sem gagnrýni beinist að víkur hann málum að skipulagi lögreglu í heild sinni og ég veit ekki til þess að það sé einhver sérstök eftirspurn eftir þeirri umræðu,“ segir Úlfar. Hann segist ekki hafa orðið var við það að málið hafi haft áhrif á störf lögreglu í landinu. Skipan löggæslumála á Íslandi sé góð og samstarf lögreglustjóra með miklum ágætum. Hvorki sé verið að kljást um fjármál né embætti. „Ég veit ekki til þess að einstaka lögreglustjórar hafi áhuga á embætti ríkislögreglustjóra,“ segir Úlfar.Haraldi boðinn starfslokasamningur Úlfar segist ekkert kannast um tal ríkislögreglustjóra um spillingu. Hann segir sjálfsagt mál og eðlilegt að krefja hann skýringa. „Þetta eru dylgjur, spilling innan lögreglunnar kemur upp af og til, við þekkjum það, en að dylgja með þessum hætti er óábyrgt og það er óábyrgt af þessum manni og á sér ekki fordæmi.“Mál ríkislögreglustjóra eru á borði Áslaugar Örnu, sem nýlega tók við sem dómsmálaráðherra.Vísir/VilhelmÞá segist Úlfar það skipta miklu máli að Haraldi hafi verið boðinn starfslokasamningur í sumar. „Það er auðvitað mikið mál og ef sú staða hefur verið uppi í sumar að ríkislögreglustjóra hefur verið boðinn starfslokasamningur þá segir það okkur að ráðuneytið, og ráðherra á þeim tíma, hafi ekki verið ánægt með hans störf.“Landsamband lögreglumanna lýsir einnig yfir vantrausti Formannafundur Landssambands lögreglumanna hefur bæst í hóp þeirra sem lýsa yfir vantrausti á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. Í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla nú síðdegis er skorað á Harald að stíga til hliðar. Í yfirlýsingunni segir að ljóst sé að ríkislögreglustjóri njóti ekki lengur trausts lögreglumanna í landinu. Því lýsi formannafundur landssambandsins yfir vantrausti á Harald. Yfirlýsingin var samþykkt á formannafundi félagsins sem haldinn var í dag.Fréttin var uppfærð klukkan 18:46. Alþingi Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Útilokar ekki vantrauststillögu á hendur ríkislögreglustjóra Stjórn Landsambands lögreglumanna fundaði með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra í morgun. Varaformaður landsambandsins segir að enn sé mikið kurr innan stéttarinnar. 23. september 2019 12:20 Þætti ekki óeðlilegt ef Haraldur viki Fyrrverandi lögreglumaður og núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokks, telur eðlilegt að ríkislögreglustjóri víki úr embætti vegna stöðunnar sem upp er komin. 18. september 2019 09:02 Ríkislögreglustjóri ætlar að koma lögreglumönnum í samstæðan fatnað Fatnaður lögreglumanna hefur verið eitt af aðal deilumálum embættisins við lögreglufélög og lögregluembætti frá því snemma á þessu ári en um langa hríð hafa embættin sjálf séð um innkaup fyrir lögreglumenn í sínu embætti og því engin stefna á landsvísu hvernig klæðnaður lögreglumanna skuli keyptur. 20. september 2019 23:53 Ríkislögreglustjóri verði að skýra orð sín um spillingu Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir það alvarlegt að æðsti yfirmaður lögreglunnar hér á landi tali um spillingu innan raða lögreglunnar. 22. september 2019 23:15 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Átta af níu lögreglustjórum lýstu nú rétt í þessu yfir vantrausti á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. Þetta kemur fram í viðtali fréttastofu við Úlfar Lúðvíksson sem er formaður Lögreglustjórafélags Íslands en hann er lögreglustjóri á Vesturlandi. Landssamband lögreglumanna lýsir sömuleiðis yfir vantrausti. „Átta af níu lögreglustjórum landsins vantreysta ríkislögreglustjóra,“ segir Úlfar. „Viðtal sem tekið var við ríkislögreglustjóra fyrir rúmri viku síðan er eitthvað sem lögreglustjórar sætta sig ekki við þegar við erum að tala um ríkislögreglustjóra þjóðarinnar.“ „Að okkar mati talar hann mjög óábyrgt, hann talar um spillingu og gefur sitt lítið af hverju í ljós. Hann talar um að segja frá einhverju sem enginn veit hvað er. Ég tek það fram að lögreglustjórar þekkja ekki þessa umræðu, [hann hefur] aldrei rætt þetta við okkur svo að ég viti.“Samskiptaleysi og djúpstæður vandi innan lögreglunnar Lögreglan á Íslandi hefur aldrei fyrr staðið frammi fyrir svo djúpstæðum vanda. Vantraust af þessari stærðargráðu er fordæmalaus á Íslandi. Úlfar telur þó vert að taka fram að hann tali ekki sem slíkur fyrir hönd félagsins en í Lögreglustjórafélaginu eru fleiri. Hann talar fyrir hönd átta af níu lögreglustjóra.Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, er eini lögreglustjóri landsins sem ekki vill lýsa yfir vantrausti á Harald Johannessen.VísirSá níundi er Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Í stuttu samtali við fréttastofu sagðist hann ekki taka þátt í yfirlýsingunni. Úlfar segir lögreglustjórana afar ósátta við störf Haralds og hafi sú óánægja staðið lengi. „Samskipti við ríkislögreglustjóra hafa í langan tíma ekki verið eins og við viljum sjá. Samskiptaleysi get ég talað um og vandinn er djúpstæður.“ Að sögn Úlfars er einnig að finna verulega óánægju meðal sérsveitarmanna með Harald. Úlfari skilst að Haraldi hafi boðist starfslokasamningur í sumar en hann ekki þegið. Úlfar er ómyrkur í máli en hann lítur svo á að ríkislögreglustjóri sé, eins og málum er nú skipað, óstarfhæfur. „Ég hef auðvitað vissu fyrir því að það er mikil óánægja meðal sérsveitamanna, það hefur komið fram í fjölmiðlum, mikil óánægja þannig að hann er að glíma við innri mál og satt best að segja þá lít ég svo á að ríkislögreglustjóri í dag sé óstarfhæfur. Þetta er búið að standa yfir í langan tíma og hann nýtur ekki nægilegs trausts. Hann er farinn að skyggja á starfsemi þess embættis sem hann gegnir,“ segir Úlfar.Segir ríkislögreglustjóra drepa málum á dreif „Við lögðum spilin á borðið á fundi með Áslaugu Örnu [Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra]. Ég lít svo á að ríkislögreglustjóri sé óstarfhæfur.“ Úlfar segir embætti ríkislögreglustjóra og embættisfærslur hans hafa verið til skoðunar hjá Ríkisendurskoðun.Haraldur Johanessen, ríkislögreglustjóri, fundaði með dómsmálaráðherra á mánudag um stöðuna innan lögreglunnar.Vísir/vilhelm„Það sem vakti sérstaka athygli mína var hvernig hann heldur að málum. Hann drepur málum á dreif í stað þess að fjalla um það sem gagnrýni beinist að víkur hann málum að skipulagi lögreglu í heild sinni og ég veit ekki til þess að það sé einhver sérstök eftirspurn eftir þeirri umræðu,“ segir Úlfar. Hann segist ekki hafa orðið var við það að málið hafi haft áhrif á störf lögreglu í landinu. Skipan löggæslumála á Íslandi sé góð og samstarf lögreglustjóra með miklum ágætum. Hvorki sé verið að kljást um fjármál né embætti. „Ég veit ekki til þess að einstaka lögreglustjórar hafi áhuga á embætti ríkislögreglustjóra,“ segir Úlfar.Haraldi boðinn starfslokasamningur Úlfar segist ekkert kannast um tal ríkislögreglustjóra um spillingu. Hann segir sjálfsagt mál og eðlilegt að krefja hann skýringa. „Þetta eru dylgjur, spilling innan lögreglunnar kemur upp af og til, við þekkjum það, en að dylgja með þessum hætti er óábyrgt og það er óábyrgt af þessum manni og á sér ekki fordæmi.“Mál ríkislögreglustjóra eru á borði Áslaugar Örnu, sem nýlega tók við sem dómsmálaráðherra.Vísir/VilhelmÞá segist Úlfar það skipta miklu máli að Haraldi hafi verið boðinn starfslokasamningur í sumar. „Það er auðvitað mikið mál og ef sú staða hefur verið uppi í sumar að ríkislögreglustjóra hefur verið boðinn starfslokasamningur þá segir það okkur að ráðuneytið, og ráðherra á þeim tíma, hafi ekki verið ánægt með hans störf.“Landsamband lögreglumanna lýsir einnig yfir vantrausti Formannafundur Landssambands lögreglumanna hefur bæst í hóp þeirra sem lýsa yfir vantrausti á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. Í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla nú síðdegis er skorað á Harald að stíga til hliðar. Í yfirlýsingunni segir að ljóst sé að ríkislögreglustjóri njóti ekki lengur trausts lögreglumanna í landinu. Því lýsi formannafundur landssambandsins yfir vantrausti á Harald. Yfirlýsingin var samþykkt á formannafundi félagsins sem haldinn var í dag.Fréttin var uppfærð klukkan 18:46.
Alþingi Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Útilokar ekki vantrauststillögu á hendur ríkislögreglustjóra Stjórn Landsambands lögreglumanna fundaði með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra í morgun. Varaformaður landsambandsins segir að enn sé mikið kurr innan stéttarinnar. 23. september 2019 12:20 Þætti ekki óeðlilegt ef Haraldur viki Fyrrverandi lögreglumaður og núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokks, telur eðlilegt að ríkislögreglustjóri víki úr embætti vegna stöðunnar sem upp er komin. 18. september 2019 09:02 Ríkislögreglustjóri ætlar að koma lögreglumönnum í samstæðan fatnað Fatnaður lögreglumanna hefur verið eitt af aðal deilumálum embættisins við lögreglufélög og lögregluembætti frá því snemma á þessu ári en um langa hríð hafa embættin sjálf séð um innkaup fyrir lögreglumenn í sínu embætti og því engin stefna á landsvísu hvernig klæðnaður lögreglumanna skuli keyptur. 20. september 2019 23:53 Ríkislögreglustjóri verði að skýra orð sín um spillingu Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir það alvarlegt að æðsti yfirmaður lögreglunnar hér á landi tali um spillingu innan raða lögreglunnar. 22. september 2019 23:15 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Útilokar ekki vantrauststillögu á hendur ríkislögreglustjóra Stjórn Landsambands lögreglumanna fundaði með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra í morgun. Varaformaður landsambandsins segir að enn sé mikið kurr innan stéttarinnar. 23. september 2019 12:20
Þætti ekki óeðlilegt ef Haraldur viki Fyrrverandi lögreglumaður og núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokks, telur eðlilegt að ríkislögreglustjóri víki úr embætti vegna stöðunnar sem upp er komin. 18. september 2019 09:02
Ríkislögreglustjóri ætlar að koma lögreglumönnum í samstæðan fatnað Fatnaður lögreglumanna hefur verið eitt af aðal deilumálum embættisins við lögreglufélög og lögregluembætti frá því snemma á þessu ári en um langa hríð hafa embættin sjálf séð um innkaup fyrir lögreglumenn í sínu embætti og því engin stefna á landsvísu hvernig klæðnaður lögreglumanna skuli keyptur. 20. september 2019 23:53
Ríkislögreglustjóri verði að skýra orð sín um spillingu Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir það alvarlegt að æðsti yfirmaður lögreglunnar hér á landi tali um spillingu innan raða lögreglunnar. 22. september 2019 23:15
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent