Thomas Cook fallið Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. september 2019 06:33 Konan veifar hér til vélar á vegum hins fallna Thomas Cook. Getty/ Anthony Devlin Eftir árangurslausar viðræður í nótt ákváðu lánadrottnar og hluthafar að leggja niður starfsemi ferðaþjónustufyrirtækisins Thomas Cook. Með því lauk 178 ára sögu fyrirtækisins. Reynt var að tryggja 200 milljóna punda innspýtingu á maraþonfundi um helgina, jafnvirði 30 milljarða króna, til þess að forða félaginu frá gjaldþroti. Í nótt varð hins vegar endanlega ljóst að það tækist ekki. Flugmálayfirvöld á Bretlandseyjum greindu frá því á öðrum tímanum í nótt að ferðaþjónusturisinn væri þegar búinn að leggja niður starfsemi og að öllum ferðum á vegum félagsins hefði verið aflýst. Framkvæmdastjóri Thomas Cook segir niðurstöðuna sorglega og nýtti hann tækifærið í samtali við þarlenda miðla til að biðja viðskiptavini og starfsmenn fyrirtækisins afsökunar. Starfsmennirnir eru um 22 þúsund talsins, þar af 9 þúsund í Bretlandi, og talið er að þeir munu allir missa vinnuna. Óttast er að rúmlega 600 þúsund ferðamenn séu strandaglópar vegna gjaldþrotsins en bresk stjórnvöld höfðu áður heitið því að flytja breska ferðamenn aftur til síns heima, færi svo að Thomas Cook færi í þrot. Þeir eru um 150 þúsund talsins og segja breskir fjölmiðlar því að nú fari í hönd umfangsmestu björgunaraðgerðir sem bresk stjórnvöld hafa staðið fyrir síðan í seinna stríði.Matterhorn-aðgerðin Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur þegar heitið því að öllum breskum strandaglópum verði komið á áfangastað sinn. Búið sé að leigja tugir flugvéla til verksins og flaug hluti þeirra af stað í gær. Viðskiptavinir Thomas Cook hafa verið hvattir til að breyta ekki ferðaáætlunum sínum þrátt fyrir gjaldþrotið. Þeim verði komið heim við fyrsta tækifæri, þeim að kostnaðarlausu. Björgunaraðgerðin gengur undir nafninu „Operation Matterhorn.“ Thomas Cook var ein stærsta ferðaskrifstofa í heimi og bauð meðal annars upp á ferðir til Evrópu, Karíbahafsins, Bandaríkjanna og Mið-Austurlanda. Þá hafa verið farnar ferðir á skemmtiferðaskipum til Íslands og Grænlands. Fjárhagsstaða Thomas Cook hefur lengi verið áhyggjuefni og námu skuldir félagsins um 265,5 milljörðum króna við gjaldþrotið. Nokkrir þættir hafa haft geigvænleg áhrif á reksturinn; má þar til að mynda nefna Brexit-áhyggjur, hátt verð þotueldsneytis og hótelherbergja. Þá varð fyrirtækið fyrir miklu höggi í sumar og fyrrasumar þegar miklar hitabylgjur riðu yfir og stór hluti viðskiptavina afbókaði. Bretland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Breska ríkið mun fljúga strandaglópum heim verði Thomas Cook gjaldþrota Yfirvöld í Bretlandi munu fljúga ferðamönnum á vegum Thomas Cook ferðaþjónustunnar aftur til Bretlands, ef ferðaþjónustan verður gjaldþrota. 22. september 2019 13:21 Talið að Thomas Cook verði gjaldþrota Líklegt er að ferðaþjónustufyrirtækið Thomas Cook sé á leið í gjaldþrotaferli. 22. september 2019 23:48 Hátt í 200 þúsund ferðalangar gætu orðið strandaglópar fari Thomas Cook á hausinn Ferðaþjónustan Thomas Cook er á barmi gjaldþrots. Meira en 150 þúsund breskir farþegar eru nú á ferðalagi á vegum ferðaþjónustunnar en þeir gætu strandað ef fyrirtækið fer á hausinn. 21. september 2019 13:28 Mest lesið Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Verðbólga heldur áfram að hjaðna Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Eftir árangurslausar viðræður í nótt ákváðu lánadrottnar og hluthafar að leggja niður starfsemi ferðaþjónustufyrirtækisins Thomas Cook. Með því lauk 178 ára sögu fyrirtækisins. Reynt var að tryggja 200 milljóna punda innspýtingu á maraþonfundi um helgina, jafnvirði 30 milljarða króna, til þess að forða félaginu frá gjaldþroti. Í nótt varð hins vegar endanlega ljóst að það tækist ekki. Flugmálayfirvöld á Bretlandseyjum greindu frá því á öðrum tímanum í nótt að ferðaþjónusturisinn væri þegar búinn að leggja niður starfsemi og að öllum ferðum á vegum félagsins hefði verið aflýst. Framkvæmdastjóri Thomas Cook segir niðurstöðuna sorglega og nýtti hann tækifærið í samtali við þarlenda miðla til að biðja viðskiptavini og starfsmenn fyrirtækisins afsökunar. Starfsmennirnir eru um 22 þúsund talsins, þar af 9 þúsund í Bretlandi, og talið er að þeir munu allir missa vinnuna. Óttast er að rúmlega 600 þúsund ferðamenn séu strandaglópar vegna gjaldþrotsins en bresk stjórnvöld höfðu áður heitið því að flytja breska ferðamenn aftur til síns heima, færi svo að Thomas Cook færi í þrot. Þeir eru um 150 þúsund talsins og segja breskir fjölmiðlar því að nú fari í hönd umfangsmestu björgunaraðgerðir sem bresk stjórnvöld hafa staðið fyrir síðan í seinna stríði.Matterhorn-aðgerðin Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur þegar heitið því að öllum breskum strandaglópum verði komið á áfangastað sinn. Búið sé að leigja tugir flugvéla til verksins og flaug hluti þeirra af stað í gær. Viðskiptavinir Thomas Cook hafa verið hvattir til að breyta ekki ferðaáætlunum sínum þrátt fyrir gjaldþrotið. Þeim verði komið heim við fyrsta tækifæri, þeim að kostnaðarlausu. Björgunaraðgerðin gengur undir nafninu „Operation Matterhorn.“ Thomas Cook var ein stærsta ferðaskrifstofa í heimi og bauð meðal annars upp á ferðir til Evrópu, Karíbahafsins, Bandaríkjanna og Mið-Austurlanda. Þá hafa verið farnar ferðir á skemmtiferðaskipum til Íslands og Grænlands. Fjárhagsstaða Thomas Cook hefur lengi verið áhyggjuefni og námu skuldir félagsins um 265,5 milljörðum króna við gjaldþrotið. Nokkrir þættir hafa haft geigvænleg áhrif á reksturinn; má þar til að mynda nefna Brexit-áhyggjur, hátt verð þotueldsneytis og hótelherbergja. Þá varð fyrirtækið fyrir miklu höggi í sumar og fyrrasumar þegar miklar hitabylgjur riðu yfir og stór hluti viðskiptavina afbókaði.
Bretland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Breska ríkið mun fljúga strandaglópum heim verði Thomas Cook gjaldþrota Yfirvöld í Bretlandi munu fljúga ferðamönnum á vegum Thomas Cook ferðaþjónustunnar aftur til Bretlands, ef ferðaþjónustan verður gjaldþrota. 22. september 2019 13:21 Talið að Thomas Cook verði gjaldþrota Líklegt er að ferðaþjónustufyrirtækið Thomas Cook sé á leið í gjaldþrotaferli. 22. september 2019 23:48 Hátt í 200 þúsund ferðalangar gætu orðið strandaglópar fari Thomas Cook á hausinn Ferðaþjónustan Thomas Cook er á barmi gjaldþrots. Meira en 150 þúsund breskir farþegar eru nú á ferðalagi á vegum ferðaþjónustunnar en þeir gætu strandað ef fyrirtækið fer á hausinn. 21. september 2019 13:28 Mest lesið Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Verðbólga heldur áfram að hjaðna Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Breska ríkið mun fljúga strandaglópum heim verði Thomas Cook gjaldþrota Yfirvöld í Bretlandi munu fljúga ferðamönnum á vegum Thomas Cook ferðaþjónustunnar aftur til Bretlands, ef ferðaþjónustan verður gjaldþrota. 22. september 2019 13:21
Talið að Thomas Cook verði gjaldþrota Líklegt er að ferðaþjónustufyrirtækið Thomas Cook sé á leið í gjaldþrotaferli. 22. september 2019 23:48
Hátt í 200 þúsund ferðalangar gætu orðið strandaglópar fari Thomas Cook á hausinn Ferðaþjónustan Thomas Cook er á barmi gjaldþrots. Meira en 150 þúsund breskir farþegar eru nú á ferðalagi á vegum ferðaþjónustunnar en þeir gætu strandað ef fyrirtækið fer á hausinn. 21. september 2019 13:28