Heimir Már Pétursson fréttamaður fær til sín Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmann í Víglínuna á Stöð 2 og Vísi klukkan 17:40.
Hann er verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar og segir ríkið sýna mikla óbilgirni gagnvart kröfum Guðjóns um bætur fyrir ólöglega frelsissviftingu í tæp fimm ár í tengslum við rannsókn á hvarfi Geirfinns Einarssonar árið 1974. Hæstiréttur sýknaði Guðjón og aðra fjóra sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í fyrra og hefur Guðjón stefnt ríkinu til greiðslu bóta upp á um 1,3 milljarða að meðtöldum dráttarvöxtum.
Til að ræða þessi mál, stöðu ríkislögreglustjóra, nefndamál Alþingis og fleira koma þær Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar og Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna einnig í Víglínuna.
Ekki missa af Víglínunni í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi klukkan 17:40.
Glæpir og refsing í Víglínunni á Stöð 2 í dag
Tryggvi Páll Tryggvason skrifar