Kaffireikningurinn hækkar í myrkrinu Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 21. september 2019 11:00 Óttarr með níðþungan doðrant og leiðist það ekki. „Haustveðrið gerir það að verkum að maður er meira inni við. Þegar dagurinn styttist og myrkrið þrengir sjóndeildarhringinn, þá leitar maður ósjálfrátt inn á við og lítur sér nær,“ segir Óttarr Proppé, verslunarstjóri í Bóksölu stúdenta. Óttarr segist ekki bara lesa bækur sér til skemmtunar eða til að afla sér fróðleiks. „Heldur ekki síður til að spegla sjálfan mig í þeim. Þess vegna jafnast fátt á við að endurlesa bók sem maður hefur lesið áður því maður er alltaf að breytast, maður er aldrei eins og þess vegna speglast maður heldur aldrei eins.“ Óttarr segir það lúxus að vinna í bókabúð. „Því maður er alltaf að detta um eitthvað nýtt á hverjum degi. Það hækkar líka kaffireikninginn. Haustið er sérhannað til að hella sér upp á kaffi og kíkja í góða bók. Ég mæli með nokkrum bókum sem hefur rekið á mínar fjörur undanfarið: Rachel Cusk er ensk skáldkona sem skrifar svo undursamlega um hversdaginn. Það gerist lítið í bókunum hennar og söguþráðurinn þvælist út og suður en það er alveg heillandi kunnugleiki yfir öllu. Ég raðlas þríleikinn Outline, Transit og Kudos í sumar,“ segir Óttarr og það er líklega óhætt að telja það góð meðmæli. Hann mælir einnig með því að lesa bók Naeal El Saadawi, Kona í hvarfpunkti, sem sé hrollvekjandi heillandi lýsing á valdleysi kvenna í Egyptalandi. „Og reyndar nauðsynleg hugvekja um hlutskipti hinna niðurníddu yfirhöfuð. The Palm Wine Drinkard eftir nígeríumanninn Amos Tutuola er ein af mínum uppáhaldsbókum. Eltingaleikurinn við fullkomna herramanninn á markaðnum sem endar í hauskúpuþorpinu er með allra fyndnustu lesningu sem ég hef komist í.Þrefaldur espressó Eiríks Eiríkur Stephensen þrumaði hressilega úr heiðskíru lofti í sumar með fyrstu bók sinni Boðun Guðmundar. Þetta er saga af yfirnáttúrulegum atburðum í vesturbæ Reykjavíkur. Sagan teygir öll mörk en er á sama tíma rökrétt og trúanleg. Þessi lestur var eins og velheppnaður bolli af þreföldum espressó. Múttan eftir frönsku glæpasagnadrottninguna Hannelore Cayre er annar gullmoli. Bráðfyndin og óvænt bók. Ég öfunda þá sem eiga þessar bækur eftir ólesnar. Þær eru samt allar í styttra lagi,“ segir Óttarr. Fyrir þá sem ætla sér að leggjast almennilega í lestrarhíði þá ráðleggur bóksalinn þeim uppfærslu á stærri kaffivél í leiðinni. „Í upphafi vetrar og með tilliti til komandi skammdegis er líka gott að huga að stærri verkum. Ég mæli sérstaklega með The Goldfinch sem aflaði Donnu Tartt Pulitzer-verðlauna árið 2014 og er að koma í bíó. Hún er 784 síður. Barokkþríleikur Neal Stephenson er meistarastykki sýndarheimspönkstílsins og telur 2.704 síður sem er ekki hægt að leggja frá sér. Ef þetta er ekki nóg er alltaf hægt að kíkja í Sögu Íslands í ellefu heillandi bindum en þá myndi ég ráðleggja uppfærslu i stærri kaffivél í leiðinni.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Lífið samstarf Giskaði sig í eina milljón Lífið Fleiri fréttir Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Sjá meira
„Haustveðrið gerir það að verkum að maður er meira inni við. Þegar dagurinn styttist og myrkrið þrengir sjóndeildarhringinn, þá leitar maður ósjálfrátt inn á við og lítur sér nær,“ segir Óttarr Proppé, verslunarstjóri í Bóksölu stúdenta. Óttarr segist ekki bara lesa bækur sér til skemmtunar eða til að afla sér fróðleiks. „Heldur ekki síður til að spegla sjálfan mig í þeim. Þess vegna jafnast fátt á við að endurlesa bók sem maður hefur lesið áður því maður er alltaf að breytast, maður er aldrei eins og þess vegna speglast maður heldur aldrei eins.“ Óttarr segir það lúxus að vinna í bókabúð. „Því maður er alltaf að detta um eitthvað nýtt á hverjum degi. Það hækkar líka kaffireikninginn. Haustið er sérhannað til að hella sér upp á kaffi og kíkja í góða bók. Ég mæli með nokkrum bókum sem hefur rekið á mínar fjörur undanfarið: Rachel Cusk er ensk skáldkona sem skrifar svo undursamlega um hversdaginn. Það gerist lítið í bókunum hennar og söguþráðurinn þvælist út og suður en það er alveg heillandi kunnugleiki yfir öllu. Ég raðlas þríleikinn Outline, Transit og Kudos í sumar,“ segir Óttarr og það er líklega óhætt að telja það góð meðmæli. Hann mælir einnig með því að lesa bók Naeal El Saadawi, Kona í hvarfpunkti, sem sé hrollvekjandi heillandi lýsing á valdleysi kvenna í Egyptalandi. „Og reyndar nauðsynleg hugvekja um hlutskipti hinna niðurníddu yfirhöfuð. The Palm Wine Drinkard eftir nígeríumanninn Amos Tutuola er ein af mínum uppáhaldsbókum. Eltingaleikurinn við fullkomna herramanninn á markaðnum sem endar í hauskúpuþorpinu er með allra fyndnustu lesningu sem ég hef komist í.Þrefaldur espressó Eiríks Eiríkur Stephensen þrumaði hressilega úr heiðskíru lofti í sumar með fyrstu bók sinni Boðun Guðmundar. Þetta er saga af yfirnáttúrulegum atburðum í vesturbæ Reykjavíkur. Sagan teygir öll mörk en er á sama tíma rökrétt og trúanleg. Þessi lestur var eins og velheppnaður bolli af þreföldum espressó. Múttan eftir frönsku glæpasagnadrottninguna Hannelore Cayre er annar gullmoli. Bráðfyndin og óvænt bók. Ég öfunda þá sem eiga þessar bækur eftir ólesnar. Þær eru samt allar í styttra lagi,“ segir Óttarr. Fyrir þá sem ætla sér að leggjast almennilega í lestrarhíði þá ráðleggur bóksalinn þeim uppfærslu á stærri kaffivél í leiðinni. „Í upphafi vetrar og með tilliti til komandi skammdegis er líka gott að huga að stærri verkum. Ég mæli sérstaklega með The Goldfinch sem aflaði Donnu Tartt Pulitzer-verðlauna árið 2014 og er að koma í bíó. Hún er 784 síður. Barokkþríleikur Neal Stephenson er meistarastykki sýndarheimspönkstílsins og telur 2.704 síður sem er ekki hægt að leggja frá sér. Ef þetta er ekki nóg er alltaf hægt að kíkja í Sögu Íslands í ellefu heillandi bindum en þá myndi ég ráðleggja uppfærslu i stærri kaffivél í leiðinni.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Lífið samstarf Giskaði sig í eina milljón Lífið Fleiri fréttir Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Sjá meira