Icelandair tilkynnti síðdegis að félagið hefði gert bráðabirgðasamkomulag við Boeing um bætur fyrir hluta þess tjóns sem það hefði orðið fyrir vegna kyrrsetningar MAX-vélanna. Upplýsingar um samkomulagið eru trúnaðarmál og munu viðræður við Boeing halda áfram um að fá heildartjónið bætt.
Sjá nánar hér: Icelandair og Boeing hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um bætur.
Ráðamenn Icelandair skýrðu frá því fyrr á árinu að þeir væru að skoða þrjá möguleika við endurskoðun flotastefnu félagsins: Í fyrsta lagi óbreyttan flota næstu fimm árin með nýju MAX-vélunum og halda lengur í gömlu 757 og 767-vélarnar. Í öðru lagi að fara fyrr úr 757 vélunum en taka Airbus A321 inn með MAX-vélunum. Og í þriðja lagi að skipta alfarið yfir í Airbus-vélar.

Forstjóri Icelandair, Bogi Nils Bogason, segir ástæðuna vera óvissuna vegna kyrrsetningar MAX-vélanna. En hvenær er líklegt að niðurstaða um nýja flotastefnu liggi fyrir?
„Ja, bara þegar við höfum svona skýrari mynd á MAX-málið, þá mun þessi ákvörðun verða tekin.“

„Nei, það er ekki hluti af þessari vinnu, sem við erum að vinna núna, hvorki að bíða eftir henni né í rauninni að skoða hana.“
Forstjóri Icelandair hafði raunar áður lýst því yfir að Airbus byði fram besta arftaka Boeing 757.
„Ja, þessi Airbus-vél, 321 LR og svo XLR, hún getur gert ansi margt í okkar leiðakerfi og við erum þessvegna að skoða hana mjög vel,“ segir Bogi Nils.

„Það er náttúrulega alltaf með hverjum deginum sem líður, án þess að við fáum einhverjar svona upplýsingar sem hönd er á festandi, þá getur verið að þetta tefjist enn lengra. En janúar er ennþá sú dagsetning sem við erum að miða við,“ segir Bogi.

Sjá hér: Má ekki veðja þjóðarbúinu á bætur Icelandair frá Boeing
„Að mínu mati voru þessi ummæli hans mjög ógætileg fyrir mann í hans stöðu á þessum vettvangi. Við höfum haft þá stefnu að vera með mjög sterka lausafjárstöðu og eiginfjárstöðu. Ef við kíkjum á efnahagsreikning félagsins í síðasta uppgjöri 30. júní þá er staðan sterk.
MAX-málið er náttúrlega að hafa mikil áhrif og við erum í viðræðum við Boeing hvað varðar bætur og þeim miðar ágætlega. En staðan er það sterk að við förum alveg í gegnum þetta leikandi,“ segir forstjóri Icelandair.
Hér má sjá frétt Stöðvar 2: