Heimir í viðræðum um nýjan samning í Færeyjum en "einn af möguleikunum er að koma heim“ Anton Ingi Leifsson skrifar 20. september 2019 11:30 Heimir Guðjónsson stýrði FH um margra ára skeið með frábærum árangri. vísir/ernir Heimir Guðjónsson, þjálfari HB í Færeyjum, er í viðræðum við liðið um nýjan samning en það gæti farið svo að hann þjálfi á Íslandi á næstu leiktíð. Heimir var í viðtali við Guðmund Hilmarsson á Morgunblaðinu í morgun en þjálfarinn öflugi er á leið með lið sitt í bikarúrslit á morgun. Á síðustu leiktíð tapaði HB í vítaspyrnukeppni eftir að hafa verið tveimur mönnum fleiri og marki yfir en þeir köstuðu frá sér sigrinum eins og Heimir segir sjálfur. „Við vorum ótrúlegir klaufar í bikarúrslitaleiknum í fyrra og hentum titlinum frá okkur síðustu metrunum. Vonandi höfum við lært af þeirri reynslu. Við er fara að mæta góðu og reynslumiklu liði þar sem margir leikmenn hafa unnið titla,“ sagði Heimir í viðtalinu. Mótherji morgundagsins er Víkingur frá Götu en Heimir sló einmitt Víkinga út úr forkeppni Meistaradeildarinnar er hann stýrði FH. „Ég reikna með hörkuleik tveggja jafnra liða. Við höfum mætt Víkingi þrisvar sinnum á tímabilinu og höfum unnið tvisvar og tapað einu sinni. Allt voru það hörkuleikir.“ Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Heimis. Margir hafa orðað hann við endurkomu í Pepsi Max-deildina en Heimir heldu öllu opnu. „Ég er búinn að vera ræða við stjórn HB um að gera nýjan samning og svo sjáum við til hvernig það gengur. Tímabilið er ennþá í gangi en þegar samningi lýkur þá veltur þú því fyrir þér hvaða möguleikar eru í stöðunni.“ „Einn af möguleikunum er að koma heim en á móti kemur þá hefur okkur fjölskyldunni liðið ákaflega vel hér í Færeyjum. Hér er gott að vera og deildin er alltaf að verða betri,“ sagði Heimir að lokum. Færeyski boltinn Íslendingar erlendis Pepsi Max-deild karla Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira
Heimir Guðjónsson, þjálfari HB í Færeyjum, er í viðræðum við liðið um nýjan samning en það gæti farið svo að hann þjálfi á Íslandi á næstu leiktíð. Heimir var í viðtali við Guðmund Hilmarsson á Morgunblaðinu í morgun en þjálfarinn öflugi er á leið með lið sitt í bikarúrslit á morgun. Á síðustu leiktíð tapaði HB í vítaspyrnukeppni eftir að hafa verið tveimur mönnum fleiri og marki yfir en þeir köstuðu frá sér sigrinum eins og Heimir segir sjálfur. „Við vorum ótrúlegir klaufar í bikarúrslitaleiknum í fyrra og hentum titlinum frá okkur síðustu metrunum. Vonandi höfum við lært af þeirri reynslu. Við er fara að mæta góðu og reynslumiklu liði þar sem margir leikmenn hafa unnið titla,“ sagði Heimir í viðtalinu. Mótherji morgundagsins er Víkingur frá Götu en Heimir sló einmitt Víkinga út úr forkeppni Meistaradeildarinnar er hann stýrði FH. „Ég reikna með hörkuleik tveggja jafnra liða. Við höfum mætt Víkingi þrisvar sinnum á tímabilinu og höfum unnið tvisvar og tapað einu sinni. Allt voru það hörkuleikir.“ Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Heimis. Margir hafa orðað hann við endurkomu í Pepsi Max-deildina en Heimir heldu öllu opnu. „Ég er búinn að vera ræða við stjórn HB um að gera nýjan samning og svo sjáum við til hvernig það gengur. Tímabilið er ennþá í gangi en þegar samningi lýkur þá veltur þú því fyrir þér hvaða möguleikar eru í stöðunni.“ „Einn af möguleikunum er að koma heim en á móti kemur þá hefur okkur fjölskyldunni liðið ákaflega vel hér í Færeyjum. Hér er gott að vera og deildin er alltaf að verða betri,“ sagði Heimir að lokum.
Færeyski boltinn Íslendingar erlendis Pepsi Max-deild karla Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira