Loforð Trump sagt tengjast Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2019 08:30 Þingmenn Demókrataflokksins fóru í síðustu viku fram á að Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna útvegaði þeim upprit af símtali Trump og Zelensky vegna rannsóknar þriggja þingnefnda á því hvort Trump og Giuliani hafi reynt að nota utanríkisstefnu Bandaríkjanna í pólitískum tilgangi. AP/Evan Vucci Hið meinta loforð sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á að hafa gefið öðrum þjóðarleiðtoga, snýr með einhverjum hætti að Úkraínu. Loforðið varð til þess að starfsmaður einnar af leyniþjónustum Bandaríkjanna, sem starfaði innan Hvíta hússins, tilkynnti atvikið og hefur það leitt til mikilla deila á milli þingmanna og Joseph Maguire, starfandi yfirmanns leyniþjónusta Bandaríkjanna, sem neitar að afhenda þinginu upplýsingar um kvörtun starfsmannsins. Innri endurskoðandi leyniþjónustanna, Michael Atkinson, mat tilkynninguna trúverðuga og sagði hana „aðkallandi áhyggjuefni“, sem er lagaleg skilgreining sem, við eðlilegar kringumstæður, þýddi að málið ætti að fara fyrir nefndir Bandaríkjaþing er snúa að málefnum leyniþjónustanna. Atkinson, sem skipaður var af Trump, var kallaður fyrir njósnamálanefnd fulltrúadeildarinnar í gær þar sem hann neitaði ítrekað að segja frá innihaldi kvörtunarinnar, þar sem honum væri það ekki heimilt.Sjá einnig: Meint loforð Trump til annars þjóðarleiðtoga dregur dilk á eftir sér Sérfræðingar deila um það hvort Maguire beri í raun að upplýsa þingið um innihald tilkynningar starfsmannsins.Samkvæmt New York Times er ekki ljóst hvernig Úkraína tengist málinu en samskipti Trump og Volodymyr Zelensky, nýs forseta Úkraínu, frá því í júlí eru þegar til skoðunar. Þá sagði Trump að samskipti Bandaríkjanna og Úkraínu gætu skánað til muna ef yfirvöld Úkraínu kláruðu rannsókn á spillingarmálum, sem hafi komið niður á samskiptum ríkjanna. Þetta kom fram í samantekt forsætisembættis Úkraínu sem opinberað var í júlí.Vilja að Úkraínumenn rannsaki BidenÁ sama tíma voru bandamenn Trump að þrýsta á ríkisstjórn Úkraínu að opna rannsókn sem gæti skaðað Joe Biden, pólitískan andstæðing Trump. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, viðurkenndi í gær að hann hefði beðið háttsetta embættismenn í Úkraínu að rannsaka Joe Biden. Þá sérstaklega að enduropna gamla rannsókn á fyrirtæki sem tengist syni Biden, Hunter Biden, sem var í stjórn stórs fyrirtækis í Úkraínu. Þingmenn Demókrataflokksins fóru í síðustu viku fram á að Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna útvegaði þeim upprit af símtali Trump og Zelensky vegna rannsóknar þriggja þingnefnda á því hvort Trump og Giuliani hafi reynt að nota utanríkisstefnu Bandaríkjanna í pólitískum tilgangi. Meðal annars snýr rannsóknin að því hvort Trump hafi reynt að hætta við stuðning sem Bandaríkin hafa veitt Úkraínu til að þvinga Úkraínumenn til hlýðni. Degi seinna var aðstoðin, sem fólst í 250 milljónum dala til þjálfunar hermanna og kaup búnaðs þeirra, send til Úkraínu.Hér má sjá viðtal Chris Cuomo við Giuliani í gær, þar sem lögmaðurinn móðgaði Cuomo ítrekað og lagði fram fjöldann allan af ásökunum sem byggja ekki á sterkum grunni, eins og Politifact hefur bent á, meðal annarra. Þar að neðan má sjá Cuomo fara stuttlega yfir ásakanir Giuliani í garð Joe Biden og sannleiksgildi þeirra.CNN's @ChrisCuomo: "Did you ask Ukraine to look into Joe Biden?"@RudyGiuliani: "Of course I did"President Trump's attorney says he had spoken with a Ukrainian official about Joe Biden's possible role in that government's dismissal of a prosecutor who investigated Biden's son. pic.twitter.com/hqmqtmx2VW— Cuomo Prime Time (@CuomoPrimeTime) September 20, 2019 CNN's @ChrisCuomo fact-checks President Trump's attorney Rudy Giuliani's claims about former VP Joe Biden https://t.co/boEwKZ97ER pic.twitter.com/Kq1tz3Ods0— Cuomo Prime Time (@CuomoPrimeTime) September 20, 2019 Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Fleiri fréttir NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Sjá meira
Hið meinta loforð sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á að hafa gefið öðrum þjóðarleiðtoga, snýr með einhverjum hætti að Úkraínu. Loforðið varð til þess að starfsmaður einnar af leyniþjónustum Bandaríkjanna, sem starfaði innan Hvíta hússins, tilkynnti atvikið og hefur það leitt til mikilla deila á milli þingmanna og Joseph Maguire, starfandi yfirmanns leyniþjónusta Bandaríkjanna, sem neitar að afhenda þinginu upplýsingar um kvörtun starfsmannsins. Innri endurskoðandi leyniþjónustanna, Michael Atkinson, mat tilkynninguna trúverðuga og sagði hana „aðkallandi áhyggjuefni“, sem er lagaleg skilgreining sem, við eðlilegar kringumstæður, þýddi að málið ætti að fara fyrir nefndir Bandaríkjaþing er snúa að málefnum leyniþjónustanna. Atkinson, sem skipaður var af Trump, var kallaður fyrir njósnamálanefnd fulltrúadeildarinnar í gær þar sem hann neitaði ítrekað að segja frá innihaldi kvörtunarinnar, þar sem honum væri það ekki heimilt.Sjá einnig: Meint loforð Trump til annars þjóðarleiðtoga dregur dilk á eftir sér Sérfræðingar deila um það hvort Maguire beri í raun að upplýsa þingið um innihald tilkynningar starfsmannsins.Samkvæmt New York Times er ekki ljóst hvernig Úkraína tengist málinu en samskipti Trump og Volodymyr Zelensky, nýs forseta Úkraínu, frá því í júlí eru þegar til skoðunar. Þá sagði Trump að samskipti Bandaríkjanna og Úkraínu gætu skánað til muna ef yfirvöld Úkraínu kláruðu rannsókn á spillingarmálum, sem hafi komið niður á samskiptum ríkjanna. Þetta kom fram í samantekt forsætisembættis Úkraínu sem opinberað var í júlí.Vilja að Úkraínumenn rannsaki BidenÁ sama tíma voru bandamenn Trump að þrýsta á ríkisstjórn Úkraínu að opna rannsókn sem gæti skaðað Joe Biden, pólitískan andstæðing Trump. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, viðurkenndi í gær að hann hefði beðið háttsetta embættismenn í Úkraínu að rannsaka Joe Biden. Þá sérstaklega að enduropna gamla rannsókn á fyrirtæki sem tengist syni Biden, Hunter Biden, sem var í stjórn stórs fyrirtækis í Úkraínu. Þingmenn Demókrataflokksins fóru í síðustu viku fram á að Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna útvegaði þeim upprit af símtali Trump og Zelensky vegna rannsóknar þriggja þingnefnda á því hvort Trump og Giuliani hafi reynt að nota utanríkisstefnu Bandaríkjanna í pólitískum tilgangi. Meðal annars snýr rannsóknin að því hvort Trump hafi reynt að hætta við stuðning sem Bandaríkin hafa veitt Úkraínu til að þvinga Úkraínumenn til hlýðni. Degi seinna var aðstoðin, sem fólst í 250 milljónum dala til þjálfunar hermanna og kaup búnaðs þeirra, send til Úkraínu.Hér má sjá viðtal Chris Cuomo við Giuliani í gær, þar sem lögmaðurinn móðgaði Cuomo ítrekað og lagði fram fjöldann allan af ásökunum sem byggja ekki á sterkum grunni, eins og Politifact hefur bent á, meðal annarra. Þar að neðan má sjá Cuomo fara stuttlega yfir ásakanir Giuliani í garð Joe Biden og sannleiksgildi þeirra.CNN's @ChrisCuomo: "Did you ask Ukraine to look into Joe Biden?"@RudyGiuliani: "Of course I did"President Trump's attorney says he had spoken with a Ukrainian official about Joe Biden's possible role in that government's dismissal of a prosecutor who investigated Biden's son. pic.twitter.com/hqmqtmx2VW— Cuomo Prime Time (@CuomoPrimeTime) September 20, 2019 CNN's @ChrisCuomo fact-checks President Trump's attorney Rudy Giuliani's claims about former VP Joe Biden https://t.co/boEwKZ97ER pic.twitter.com/Kq1tz3Ods0— Cuomo Prime Time (@CuomoPrimeTime) September 20, 2019
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Fleiri fréttir NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Sjá meira