Þýtur um á rafhlaupahjóli framhjá umferðarteppunni Birgir Olgeirsson skrifar 30. september 2019 20:00 Læknanemi sem hafði enga trú á rafhlaupahjólum þýtur nú framhjá umferðarteppunni á morgnana og hefur losað sig við einkabílinn. Rafhlaupahjólin njóta síaukinna vinsælda hér á landi. Reykjavíkurborg hefur sett reglur sem taka mið af vandræðum sem hafa skapast vegna rafhlaupahjólaleiga erlendis. Fyrsta rafhlaupahjólaleigan á Íslandi var opnuð fyrir helgi en þar geta viðskiptavinir leigt hlaupahjólin með farsímaforriti og skilið þau eftir hvar sem er innan þjónustusvæðis leigunnar.Rafhlaupahjólin njóta vaxandi vinsælda hér á landi.Vísir„Finnst þetta bráðsniðugt núna“ Borgarbúar hafa tekið þessum nýja fararmáta fagnandi. Ein þeirra er læknaneminn Aðalheiður Elín Lárusdóttir sem hafði enga trú á rafhlaupahjólinu þegar kærastinn keypti það. „Ég átti ekki þessa hugmynd heldur fannst kærasta mínum þetta svo bráðsniðug hugmynd. Ég hafði enga trú á þessu, fannst þetta bara bölvuð vitleysa. En við keyptum hjól í byrjun sumars, okkur langar í rafhjól en þau eru mikið dýrari, og svo hefur það eins og svo oft æxlast þannig að ég hef notað það mest. Við höfum notað þetta til að fara til vinnu og út í búð. Þetta er mjög þægilegt til að skutlast á. Ég er því búin að skipta um skoðun og finnst þetta bráðsniðugt núna,“ segir Aðalheiður. Hún segir reynsluna af því að nota rafhlaupahjól á höfuðborgarsvæðinu mjög góða. Veðrið í sumar var einstaklega gott og þeir hjólastíga sem eru komnir henta einstaklega vel fyrir þennan fararskjóta. „Gangbrautirnar tengja bæjarhluta mjög vel. Ef það er vont veður þá fer maður bara í regnbuxur. Mér finnst alveg fínt að vera á þessu í rigningu líka. Ég er búin að vera á þessu í öllum veðrum og vindum.“Losuðu sig við einkabílinn Og þau losuðu sig við einkabílinn eftir að rafhlaupahjólið var tekið í notkun. „Eftir að hafa deilt þessu hjóli í tvo mánuði þá ákváðum við að segja upp langtímaáskriftinni á bíl sem við höfðum í rekstrarleigu. Og við höfum ekki fundið þörfina til að endurskoða það eins og er.“Aðalheiður segist spara sér mikinn tíma í umferðinni með því að vera á rafhlaupahjóli.Hún segir þessa rafhlaupahjól geta hentað vel sem samgöngumáti níu mánuði ársins á Íslandi en myndi ekki treysta sér til að vera á því í hálku eða slæmri færð.Æðislegt að bruna framhjá röðinni Aðalheiður elskar hins vegar að geta brunað framhjá umferðarteppunni í borginni. „Maður er miklu fljótari. Ég hef verið að taka fram úr bílaröðinni sem myndast á Miklubraut. Það er alveg geggjað að þjóta framhjá henni og horfa á þá sem sitja þar fastir. Ég hef búið í Hafnarfirði og sótt nám í Reykjavík þannig að ég veit nákvæmlega hvernig það er að vera í þessari röð. Þannig að mér finnst alveg æðislegt að geta þotið framhjá henni.“Vinsældum fylgja vaxtaverki Vinsældunum fylgja þó vaxtarverkir. Lögreglan í Reykjavík handtók notanda rafhlaupahjóls um helgina grunaðan um ölvun þegar hann ók á erlendan ferðamann. 20.000 króna sekt bíður þeirra sem eru ölvaðir á hjólunum. Getur það haft áhrif á bótaþátt ef þeir lenda í slysum. Þessi hjól ná ekki meira en 25 kílómetra hraða á klukkustund en lögreglan hefur bent á að notendur þeirra eru gestir á göngustígum og þurfa að taka tillit til gangandi vegfarenda.Verklagsreglur um fjölda og umgengni Í Kaupmannahöfn var kvartað undan leigurafhlaupahjólum sem skilin voru eftir um borgina og tíðum slysum. Hefur Reykjavíkurborg sett verklagsreglur um leigur sem kveða á um fjölda og umgengni.Grétar Þór Ævarsson, verkefnisstjóri hjá samgöngusviði Reykjavíkurborgar.„Borgin fór þá leið að við ætlum að gera þjónustusamninga við þá aðila sem vilja veita þessa þjónustu. Þar er kveðið á að þau séu notuð. Við viljum tryggja að við séum ekki með of mörg hjól. Með því að gera kröfu um að þau séu notuð er verið að anna eftirspurn sem er erfitt að gera sér grein fyrir hver er í dag,“ segir Grétar Þór Ævarsson, verkefnastjóri á samgöngusviði Reykjavíkurborgar.Hjólin séu notuð að jafnaði tvisvar á dag Gerir Reykjavíkurborg þá kröfu að hvert hjól sem fyrirtæki bjóða í útleigu sé notað að jafnaði tvisvar á dag. Eru þó gerðar undanþágur ef notkun er mjög lítil ef veður er vont og færðin slæm. Í þjónustusamningnum eru gerðar kröfur um að fyrirtækin upplýsi notendur um rétta notkun á hjólunum og skilið sé rétt við þau.Vill upphitaða stíga Eins og Aðalheiður Elín kom inn á þá er erfitt að stjórna þessum rafhlaupahjólum í hálku og slæmri færð. Hildur Björnsdóttir lagði fram tillögu um upphitun göngu- og hjólastíga fyrr í vetur en þeirri tillögu var vísað í umsagnarferli.Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.„Ég lagði til að Reykjavíkurborg færi í stórsókn í upphitun göngu- og hjólastíga í borginni. Við glímum auðvitað við svolítið erfiða veðráttu, við þurfum að gera betur svo fólk geti nýtt sér stígana líka á veturna. Það er alveg sama hvernig við ferðumst, öll þurfum við að nota stígakerfið með einum eða öðrum hætti,“ segir Hildur.Sparnaður í upphituninni Hún telur þessa tillögu vel framkvæmanlega. „Hún gerir ráð fyrir því að við einblínum fyrst á þá stíga þar sem er hægt að nýta fráfallsvatn. Þar erum við með hreina íslenska orku sem fer annars til spillis og svo má auðvitað skoða aðrar tæknilausnir. Við spörum auðvitað heilmikinn pening á því að vera ekki lengur í snjóruðningi, söndun og sópun. Svo var samgöngusáttmálinn að tryggja okkur 8,2 milljarða í innviði fyrir gangandi og hjólandi. Fyrir mér er alveg rakið dæmi að ráðast í þessa fjárfestingu.“ Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Tuttugu þúsund króna sekt við því að stjórna rafhlaupahjóli undir áhrifum Ekkert lát virðist ætla að verða á vinsældum rafhlaupahjóla og hafa Íslendingar ekki farið varhluta af því. 30. september 2019 12:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Sjá meira
Læknanemi sem hafði enga trú á rafhlaupahjólum þýtur nú framhjá umferðarteppunni á morgnana og hefur losað sig við einkabílinn. Rafhlaupahjólin njóta síaukinna vinsælda hér á landi. Reykjavíkurborg hefur sett reglur sem taka mið af vandræðum sem hafa skapast vegna rafhlaupahjólaleiga erlendis. Fyrsta rafhlaupahjólaleigan á Íslandi var opnuð fyrir helgi en þar geta viðskiptavinir leigt hlaupahjólin með farsímaforriti og skilið þau eftir hvar sem er innan þjónustusvæðis leigunnar.Rafhlaupahjólin njóta vaxandi vinsælda hér á landi.Vísir„Finnst þetta bráðsniðugt núna“ Borgarbúar hafa tekið þessum nýja fararmáta fagnandi. Ein þeirra er læknaneminn Aðalheiður Elín Lárusdóttir sem hafði enga trú á rafhlaupahjólinu þegar kærastinn keypti það. „Ég átti ekki þessa hugmynd heldur fannst kærasta mínum þetta svo bráðsniðug hugmynd. Ég hafði enga trú á þessu, fannst þetta bara bölvuð vitleysa. En við keyptum hjól í byrjun sumars, okkur langar í rafhjól en þau eru mikið dýrari, og svo hefur það eins og svo oft æxlast þannig að ég hef notað það mest. Við höfum notað þetta til að fara til vinnu og út í búð. Þetta er mjög þægilegt til að skutlast á. Ég er því búin að skipta um skoðun og finnst þetta bráðsniðugt núna,“ segir Aðalheiður. Hún segir reynsluna af því að nota rafhlaupahjól á höfuðborgarsvæðinu mjög góða. Veðrið í sumar var einstaklega gott og þeir hjólastíga sem eru komnir henta einstaklega vel fyrir þennan fararskjóta. „Gangbrautirnar tengja bæjarhluta mjög vel. Ef það er vont veður þá fer maður bara í regnbuxur. Mér finnst alveg fínt að vera á þessu í rigningu líka. Ég er búin að vera á þessu í öllum veðrum og vindum.“Losuðu sig við einkabílinn Og þau losuðu sig við einkabílinn eftir að rafhlaupahjólið var tekið í notkun. „Eftir að hafa deilt þessu hjóli í tvo mánuði þá ákváðum við að segja upp langtímaáskriftinni á bíl sem við höfðum í rekstrarleigu. Og við höfum ekki fundið þörfina til að endurskoða það eins og er.“Aðalheiður segist spara sér mikinn tíma í umferðinni með því að vera á rafhlaupahjóli.Hún segir þessa rafhlaupahjól geta hentað vel sem samgöngumáti níu mánuði ársins á Íslandi en myndi ekki treysta sér til að vera á því í hálku eða slæmri færð.Æðislegt að bruna framhjá röðinni Aðalheiður elskar hins vegar að geta brunað framhjá umferðarteppunni í borginni. „Maður er miklu fljótari. Ég hef verið að taka fram úr bílaröðinni sem myndast á Miklubraut. Það er alveg geggjað að þjóta framhjá henni og horfa á þá sem sitja þar fastir. Ég hef búið í Hafnarfirði og sótt nám í Reykjavík þannig að ég veit nákvæmlega hvernig það er að vera í þessari röð. Þannig að mér finnst alveg æðislegt að geta þotið framhjá henni.“Vinsældum fylgja vaxtaverki Vinsældunum fylgja þó vaxtarverkir. Lögreglan í Reykjavík handtók notanda rafhlaupahjóls um helgina grunaðan um ölvun þegar hann ók á erlendan ferðamann. 20.000 króna sekt bíður þeirra sem eru ölvaðir á hjólunum. Getur það haft áhrif á bótaþátt ef þeir lenda í slysum. Þessi hjól ná ekki meira en 25 kílómetra hraða á klukkustund en lögreglan hefur bent á að notendur þeirra eru gestir á göngustígum og þurfa að taka tillit til gangandi vegfarenda.Verklagsreglur um fjölda og umgengni Í Kaupmannahöfn var kvartað undan leigurafhlaupahjólum sem skilin voru eftir um borgina og tíðum slysum. Hefur Reykjavíkurborg sett verklagsreglur um leigur sem kveða á um fjölda og umgengni.Grétar Þór Ævarsson, verkefnisstjóri hjá samgöngusviði Reykjavíkurborgar.„Borgin fór þá leið að við ætlum að gera þjónustusamninga við þá aðila sem vilja veita þessa þjónustu. Þar er kveðið á að þau séu notuð. Við viljum tryggja að við séum ekki með of mörg hjól. Með því að gera kröfu um að þau séu notuð er verið að anna eftirspurn sem er erfitt að gera sér grein fyrir hver er í dag,“ segir Grétar Þór Ævarsson, verkefnastjóri á samgöngusviði Reykjavíkurborgar.Hjólin séu notuð að jafnaði tvisvar á dag Gerir Reykjavíkurborg þá kröfu að hvert hjól sem fyrirtæki bjóða í útleigu sé notað að jafnaði tvisvar á dag. Eru þó gerðar undanþágur ef notkun er mjög lítil ef veður er vont og færðin slæm. Í þjónustusamningnum eru gerðar kröfur um að fyrirtækin upplýsi notendur um rétta notkun á hjólunum og skilið sé rétt við þau.Vill upphitaða stíga Eins og Aðalheiður Elín kom inn á þá er erfitt að stjórna þessum rafhlaupahjólum í hálku og slæmri færð. Hildur Björnsdóttir lagði fram tillögu um upphitun göngu- og hjólastíga fyrr í vetur en þeirri tillögu var vísað í umsagnarferli.Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.„Ég lagði til að Reykjavíkurborg færi í stórsókn í upphitun göngu- og hjólastíga í borginni. Við glímum auðvitað við svolítið erfiða veðráttu, við þurfum að gera betur svo fólk geti nýtt sér stígana líka á veturna. Það er alveg sama hvernig við ferðumst, öll þurfum við að nota stígakerfið með einum eða öðrum hætti,“ segir Hildur.Sparnaður í upphituninni Hún telur þessa tillögu vel framkvæmanlega. „Hún gerir ráð fyrir því að við einblínum fyrst á þá stíga þar sem er hægt að nýta fráfallsvatn. Þar erum við með hreina íslenska orku sem fer annars til spillis og svo má auðvitað skoða aðrar tæknilausnir. Við spörum auðvitað heilmikinn pening á því að vera ekki lengur í snjóruðningi, söndun og sópun. Svo var samgöngusáttmálinn að tryggja okkur 8,2 milljarða í innviði fyrir gangandi og hjólandi. Fyrir mér er alveg rakið dæmi að ráðast í þessa fjárfestingu.“
Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Tuttugu þúsund króna sekt við því að stjórna rafhlaupahjóli undir áhrifum Ekkert lát virðist ætla að verða á vinsældum rafhlaupahjóla og hafa Íslendingar ekki farið varhluta af því. 30. september 2019 12:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Sjá meira
Tuttugu þúsund króna sekt við því að stjórna rafhlaupahjóli undir áhrifum Ekkert lát virðist ætla að verða á vinsældum rafhlaupahjóla og hafa Íslendingar ekki farið varhluta af því. 30. september 2019 12:00