Færeyska félagið HB Þórshöfn hefur staðfest að Heimir Guðjónsson mun snúa aftur heim til Íslands þegar keppnistímabilinu líkur.
Heimir hefur verið í Færeyjum síðustu tvö ár en hann hefur verið sterklega orðaður við heimkomu á síðustu dögum og hefur því verið slegið upp að Heimir sé búinn að semja við Val.
Í tilkynningu frá HB þakkar félagið Heimi fyrir hans störf.
Hann varð færeyskur meistari með HB á sínu fyrsta tímabili með metfjölda stiga. Í ár stýrði hann HB til bikarmeistaratitils.
Heimir fór til Færeyja frá FH þar sem hann var aðalþjálfari í níu ár og vann fimm Íslandsmeistaratitla.
Þór Þorl.
Valur