VAR gaf Arsenal jöfnunarmark á Old Trafford Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 30. september 2019 21:00 vísir/getty Manchester United og Arsenal skildu jöfn í stórleik á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. United var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en tókst ekki að brjóta ísinn fyrr en á síðustu mínútu hálfleiksins. Markið var af glæsilegri gerðinni frá Scott McTominay. Hann skaut af löngu færi beint í samskeytin. Arsenal skoraði jöfnunarmark eftir um klukkutíma leik en það var dæmt af, aðstoðardómarinn flaggaði Pierre-Emerick Aubameyang rangstæðan. Myndbandsdómarinn ákvað hins vegar að skoða málið frekar og hann ákvað að gefa Arsenal markið því Aubameyang var langt frá því að vera fyrir innan. Hvorugt lið náði að koma sigurmarkinu inn og lauk leiknum því með 1-1 jafntefli. Manchester United er eftir leikinn í 10. sæti úrvalsdeildarinnar en Arsenal er í því fjórða. Enski boltinn
Manchester United og Arsenal skildu jöfn í stórleik á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. United var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en tókst ekki að brjóta ísinn fyrr en á síðustu mínútu hálfleiksins. Markið var af glæsilegri gerðinni frá Scott McTominay. Hann skaut af löngu færi beint í samskeytin. Arsenal skoraði jöfnunarmark eftir um klukkutíma leik en það var dæmt af, aðstoðardómarinn flaggaði Pierre-Emerick Aubameyang rangstæðan. Myndbandsdómarinn ákvað hins vegar að skoða málið frekar og hann ákvað að gefa Arsenal markið því Aubameyang var langt frá því að vera fyrir innan. Hvorugt lið náði að koma sigurmarkinu inn og lauk leiknum því með 1-1 jafntefli. Manchester United er eftir leikinn í 10. sæti úrvalsdeildarinnar en Arsenal er í því fjórða.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti