Gunnhildur: Veit eiginlega ekki hvað gerðist Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 9. október 2019 22:08 Gunnhildur í baráttunni í kvöld vísir/vilhelm Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrirliði Snæfells, var furðu brött eftir stórt tap gegn feiknasterku liði Vals, 110-75. „Æji, við vorum bara fljótar að missa hausinn. Í byrjun hélt ég að við værum að fara standa í þeim og við gerðum vel, svo fór þetta úr tveimur stigum í 17 og ég veit eiginlega ekki hvað gerðist eftir það,“ sagði hún, en Snæfell fór úr því að hafa nokkurra stiga forystu á fyrstu mínútunum í það að vera undir með 11 stigum í lok fyrsta leikhluta. „Við unnum þriðja leikhluta, það er allavega eitthvað jákvætt í þessu,“ sagði Gunnhildur og virtist ekkert vera að stressa sig á þessum fyrsta tapleik tímabilsins. Kristen McCarthy, bandarískur leikmaður Snæfells í fyrra og náin vinkona Gunnhildar, var ekki komin aftur til landsins þegar spurt var um hana, og er samkvæmt Gunnhildi að fara koma inn í nýju hlutverki. „Kristen kemur inn í þjálfarateymið,“ sagði hún um vinkonu sína sem fékk heilahristing á seinasta tímabili og hefur ekki spilað né æft síðan. „Hún er ekki einu sinni byrjuð að æfa að skjóta, búin að fá græna ljósið til að fara í flugvél. Það kæmi mér mjög á óvart ef að Kristen væri að fara spila með okkur í vetur,“ sagði Gunnhildur um Kristen McCarthy, sem var stundum kölluð Gunnarsdóttir vegna þess hve náin hún væri Gunnhildi og Berglindi. Fyrst að Berglind, systir Gunnhildar, er úti vegna skurðaðgerðar á öxl þá hafa ungar og efnilegar Snæfellsstelpur fengið góð tækifæri í síðasta leik og í þessum. Anna Soffía Lárúsdóttir átti frábæran fyrsta leik gegn Breiðablik en átti erfitt uppdráttar gegn Val. „Anna Soffía rokkaði lífið í síðasta leik og stundum er erfitt að reyna gera jafn vel í leik sem þessum. Hún fékk verðugt verkefni í dag að dekka Helenu og mér fannst hún standa sig vel,“ sagði Gunnhildur og bætti við að þær ungu í liðinu væru mjög duglegar og ættu margar mikið meira inni. Gunnhildur þurfti að spila eilítið takmarkaðar mínútur í dag vegna villuvandræða, en hún hafði fengið fjórar villur á sig snemma í þriðja leikhluta. „Kemur þetta eitthvað á óvart?“ spurði Gunnhildur létt í bragði en bætti við að hún yrði að vanda sig betur í næstu leikjum. „Ég verð bara að rífa mig í gang og passa mig að halda mér inni á vellinum,“ sagði hún að lokum áður en hún hélt inn í búningsklefa. Dominos-deild kvenna Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrirliði Snæfells, var furðu brött eftir stórt tap gegn feiknasterku liði Vals, 110-75. „Æji, við vorum bara fljótar að missa hausinn. Í byrjun hélt ég að við værum að fara standa í þeim og við gerðum vel, svo fór þetta úr tveimur stigum í 17 og ég veit eiginlega ekki hvað gerðist eftir það,“ sagði hún, en Snæfell fór úr því að hafa nokkurra stiga forystu á fyrstu mínútunum í það að vera undir með 11 stigum í lok fyrsta leikhluta. „Við unnum þriðja leikhluta, það er allavega eitthvað jákvætt í þessu,“ sagði Gunnhildur og virtist ekkert vera að stressa sig á þessum fyrsta tapleik tímabilsins. Kristen McCarthy, bandarískur leikmaður Snæfells í fyrra og náin vinkona Gunnhildar, var ekki komin aftur til landsins þegar spurt var um hana, og er samkvæmt Gunnhildi að fara koma inn í nýju hlutverki. „Kristen kemur inn í þjálfarateymið,“ sagði hún um vinkonu sína sem fékk heilahristing á seinasta tímabili og hefur ekki spilað né æft síðan. „Hún er ekki einu sinni byrjuð að æfa að skjóta, búin að fá græna ljósið til að fara í flugvél. Það kæmi mér mjög á óvart ef að Kristen væri að fara spila með okkur í vetur,“ sagði Gunnhildur um Kristen McCarthy, sem var stundum kölluð Gunnarsdóttir vegna þess hve náin hún væri Gunnhildi og Berglindi. Fyrst að Berglind, systir Gunnhildar, er úti vegna skurðaðgerðar á öxl þá hafa ungar og efnilegar Snæfellsstelpur fengið góð tækifæri í síðasta leik og í þessum. Anna Soffía Lárúsdóttir átti frábæran fyrsta leik gegn Breiðablik en átti erfitt uppdráttar gegn Val. „Anna Soffía rokkaði lífið í síðasta leik og stundum er erfitt að reyna gera jafn vel í leik sem þessum. Hún fékk verðugt verkefni í dag að dekka Helenu og mér fannst hún standa sig vel,“ sagði Gunnhildur og bætti við að þær ungu í liðinu væru mjög duglegar og ættu margar mikið meira inni. Gunnhildur þurfti að spila eilítið takmarkaðar mínútur í dag vegna villuvandræða, en hún hafði fengið fjórar villur á sig snemma í þriðja leikhluta. „Kemur þetta eitthvað á óvart?“ spurði Gunnhildur létt í bragði en bætti við að hún yrði að vanda sig betur í næstu leikjum. „Ég verð bara að rífa mig í gang og passa mig að halda mér inni á vellinum,“ sagði hún að lokum áður en hún hélt inn í búningsklefa.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum