Þegar prófessorinn gerði sig að „imbecillus“ Ole Anton Bieltvedt skrifar 10. október 2019 10:00 Nú er það svo, að menn verða að ganga gætilega um dyr illrar umræðu um aðra og fara varlega í það, að lítillækka og niðra aðra, enda sagði skáldið mikla „...svo oft leyndist strengur í brjósti sem brast við biturt andsvar gefið án saka...“ og áður var komið: „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“. Á hinn bóginn er það svo, að skáldvitringurinn miklu hafði „...án saka...“ með í sínum magnaða kveðskap, og fyrir því var auðvitað ástæða, og, auk þess, getur verið brýnt í málefnalegri umræðu, að forðast tæpitungu og kalla hlutinga sínum réttu nöfnum þó á latínu sé. Imbecillus er sem sagt latneskt orð. Í því felst ýmisleg neikvæð og skerðandi merking, bæði um gáfnafar, heilbrigða skynsemi, greiningarhæfni, en orðið nær líka til siðferðisskorts eða siðleysis. Stundum fer þetta allt saman í fari einnar persónu, en stundum ekki. Er orðið hér notað um það, sem undirritaður telur skort á greiningarhæfni og sterka hneigð til siðleysis, sem jaðrar við mannfyrirlitningu. Orðið er notað hér um stjórnmálaprófessor við Háskóla Íslands vegna Twitterfærslu hans 2. október, en færslan var þessi: „Greta Thunberg segir að hún tali fyrir komandi kynslóðir. Hvað hafa komandi kynslóðir gert fyrir okkur? Hvað höfum við gert fyrir komandi kynslóðir? Allt“. Stutt svör við spurningum prófessorsins eru þessi: Greta Thunberg er fyrst og fremst að tala fyrir sig og sína kynslóð, sem fædd var í þennan heim fyrir tilstuðlan okkar, hinna eldri. Um leið nær réttmæt umkvörtun hennar um virðingarleysi okkar, hinna eldri, ofnotkun, spillingu og skemmdarverka starfsemi okkar á þeirri einu jörð, sem við eigum, til möguleika og réttinda komandi kynslóða til góðs mannlífs á heilbrigðri og óspilltri jörð. Er þessi umkvörtun meira en sanngjörn og réttmæt. Framtak Gretu Thunberg er því stórkostlegt framlag – viðvörun og uppvakning – til okkar, sem flest hver höfum flotið sofandi að feigðarósi með líf og afkomu fjölskyldna okkar, þjóða okkar og mannkynsins alls; bara velt þessum krefjandi og erfiðu spurningum á undan okkur eða hjá okkur. Því miður höfum við mest hugsað um okkur sjálf - okkar maga, þægindi og vellíðan - og gleymt skyldum okkar og ábyrgð gagnvart börnum okkar og þeirra börnum. Samtök alþjóðlegra vísindamanna, Global Footprint Network, sem fylgjast gjörla með afkastagetu auðlinda jarðar, tilkynntu þann 29. júlí sl., að mannkynið væri búið að nýta að fullu - fyrirfram og með hömlulausri ofnotkun - allan endurnýjunarkraft auðlinda jarðarinnar fyrir allt árið 2019, þó að aðeins 7 mánuðir væru liðnir af árinu. Var 29. júlí í ár hinn svokallaði Earth Overshoot Day fyrir 2019.Ofnotkun manna á jörðinni og auðlindum hennar er slík, að 1,75 jarðir þyrfti til, til að halda jarðarbúum gangandi með þá lifnaðarhætti og þann lífsstíl, sem nú tíðkast, en honum verður ekki lýst, nema sem ofnotkun og rányrkju.Ef allt mannkynið myndi ofnota og arðræna jörðina með sama hætti og við Vesturlandabúar, þyrfti 3 jarðir til, til að halda þeim lifnaðarháttum gangandi.Hvernig „dirfist“ (orðalag Gretu) prófessorinn þá, að halda því fram, að okkar kynslóð sé að gefa komandi kynslóðum “allt“? Sér hann ekki, að eldri kynslóðin er að afhenda komandi kynslóðum hriplekt og sökkvandi skip til yfirtöku og lífsviðurværis?Hvernig ætti ófædd kynslóð að hafa getað gefið núverandi kynslóð eitthvað? Auk þess, erum það við, eldri kynslóðin, sem höfum fætt af okkur þá yngri, sem aftur fæðir af sér þá næstu - ekki hefur þetta blessaða fólk skapað sig sjálft, né heldur er það komið í heiminn af sjálfsdáðum - og berum við, eldri kynslóðin, því víðtæka og ríka ábyrgð á þeim og gagnvart þeim, svo og á því hlutskipti, sem við höfum skapað þeim og eftirlátum þeim, en ábyrgð þeirra gagnvart okkur er engin. Í stað þess að skilja og virða þennan augljósa sannleika, spyr prófessorinn með derringi og vandlætingartóni, hvað komandi kynslóðir hafi gert fyrir okkur; hvílíkur imbecillus! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Nú er það svo, að menn verða að ganga gætilega um dyr illrar umræðu um aðra og fara varlega í það, að lítillækka og niðra aðra, enda sagði skáldið mikla „...svo oft leyndist strengur í brjósti sem brast við biturt andsvar gefið án saka...“ og áður var komið: „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“. Á hinn bóginn er það svo, að skáldvitringurinn miklu hafði „...án saka...“ með í sínum magnaða kveðskap, og fyrir því var auðvitað ástæða, og, auk þess, getur verið brýnt í málefnalegri umræðu, að forðast tæpitungu og kalla hlutinga sínum réttu nöfnum þó á latínu sé. Imbecillus er sem sagt latneskt orð. Í því felst ýmisleg neikvæð og skerðandi merking, bæði um gáfnafar, heilbrigða skynsemi, greiningarhæfni, en orðið nær líka til siðferðisskorts eða siðleysis. Stundum fer þetta allt saman í fari einnar persónu, en stundum ekki. Er orðið hér notað um það, sem undirritaður telur skort á greiningarhæfni og sterka hneigð til siðleysis, sem jaðrar við mannfyrirlitningu. Orðið er notað hér um stjórnmálaprófessor við Háskóla Íslands vegna Twitterfærslu hans 2. október, en færslan var þessi: „Greta Thunberg segir að hún tali fyrir komandi kynslóðir. Hvað hafa komandi kynslóðir gert fyrir okkur? Hvað höfum við gert fyrir komandi kynslóðir? Allt“. Stutt svör við spurningum prófessorsins eru þessi: Greta Thunberg er fyrst og fremst að tala fyrir sig og sína kynslóð, sem fædd var í þennan heim fyrir tilstuðlan okkar, hinna eldri. Um leið nær réttmæt umkvörtun hennar um virðingarleysi okkar, hinna eldri, ofnotkun, spillingu og skemmdarverka starfsemi okkar á þeirri einu jörð, sem við eigum, til möguleika og réttinda komandi kynslóða til góðs mannlífs á heilbrigðri og óspilltri jörð. Er þessi umkvörtun meira en sanngjörn og réttmæt. Framtak Gretu Thunberg er því stórkostlegt framlag – viðvörun og uppvakning – til okkar, sem flest hver höfum flotið sofandi að feigðarósi með líf og afkomu fjölskyldna okkar, þjóða okkar og mannkynsins alls; bara velt þessum krefjandi og erfiðu spurningum á undan okkur eða hjá okkur. Því miður höfum við mest hugsað um okkur sjálf - okkar maga, þægindi og vellíðan - og gleymt skyldum okkar og ábyrgð gagnvart börnum okkar og þeirra börnum. Samtök alþjóðlegra vísindamanna, Global Footprint Network, sem fylgjast gjörla með afkastagetu auðlinda jarðar, tilkynntu þann 29. júlí sl., að mannkynið væri búið að nýta að fullu - fyrirfram og með hömlulausri ofnotkun - allan endurnýjunarkraft auðlinda jarðarinnar fyrir allt árið 2019, þó að aðeins 7 mánuðir væru liðnir af árinu. Var 29. júlí í ár hinn svokallaði Earth Overshoot Day fyrir 2019.Ofnotkun manna á jörðinni og auðlindum hennar er slík, að 1,75 jarðir þyrfti til, til að halda jarðarbúum gangandi með þá lifnaðarhætti og þann lífsstíl, sem nú tíðkast, en honum verður ekki lýst, nema sem ofnotkun og rányrkju.Ef allt mannkynið myndi ofnota og arðræna jörðina með sama hætti og við Vesturlandabúar, þyrfti 3 jarðir til, til að halda þeim lifnaðarháttum gangandi.Hvernig „dirfist“ (orðalag Gretu) prófessorinn þá, að halda því fram, að okkar kynslóð sé að gefa komandi kynslóðum “allt“? Sér hann ekki, að eldri kynslóðin er að afhenda komandi kynslóðum hriplekt og sökkvandi skip til yfirtöku og lífsviðurværis?Hvernig ætti ófædd kynslóð að hafa getað gefið núverandi kynslóð eitthvað? Auk þess, erum það við, eldri kynslóðin, sem höfum fætt af okkur þá yngri, sem aftur fæðir af sér þá næstu - ekki hefur þetta blessaða fólk skapað sig sjálft, né heldur er það komið í heiminn af sjálfsdáðum - og berum við, eldri kynslóðin, því víðtæka og ríka ábyrgð á þeim og gagnvart þeim, svo og á því hlutskipti, sem við höfum skapað þeim og eftirlátum þeim, en ábyrgð þeirra gagnvart okkur er engin. Í stað þess að skilja og virða þennan augljósa sannleika, spyr prófessorinn með derringi og vandlætingartóni, hvað komandi kynslóðir hafi gert fyrir okkur; hvílíkur imbecillus!
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar