Rebekah Vardy lak öllu um persónulega hagi Rooney-fjölskyldunnar í The Sun Stefán Árni Pálsson skrifar 9. október 2019 11:30 Wayne Rooney og Jamie Vardy hafa leikið saman með enska landsliðinu og þykir málið gríðarlega vandræðalegt fyrir Vardy-hjónin. vísir/getty Risamál er komið upp í breskum slúðurmiðlum og var það Coleen Rooney sem opnaði á málið með færslu á Twitter. Gríðarlega mikið hefur verið fjallað um Coleen Rooney og Wayne Rooney á slúðurmiðlinum The Sun og hafa þau tjáð sig töluvert um rangan fréttaflutning á sínum samfélagsmiðlum. Coleen er nú búin að finna út hver var að senda The Sun efni frá lífi hjónanna, sem búsett eru í Washington í dag. Wayne Rooney leikur þar með D.C. United í bandarísku MLS-deildinni. Í færslunni segist Coleen Rooney vera með persónulegan Instagram-reikning þar sem hún samþykkir aðeins vini og vandamenn. Hún segir að sig hafi grunað að einhver innan þess fylgjendahóps væri að leka upplýsingum og var með eina sérstaka konu í huga. Coleen ákvað því að „blokka“ alla nema umrædda manneskju og því gat hún ein séð færslurnar frá Coleen. „Síðustu fimm mánuði hef ég verið að setja inn færslur sem eru í raun falskar og eiga ekki stoð í raunveruleikanum til að sjá hvað myndi gerast,“ segir Coleen Ronney í færslunni. Til að mynda segist hún hafa logið því að vera á leiðinni í nýtt starf í sjónvarpi og að allt hafi verið á floti í kjallaranum á heimili hjónanna einn morguninn. Allt var þetta sett á svið en rataði engu að síður á miðla The Sun. Aðeins ein kona gat vitað þetta og er það Rebekah Vardy, eiginkona Jamie Vardy, sem leikur með Leicester í ensku úrvalsdeildinni. Vardy og Rooney hafa verið samherjar með enska landsliðinu. Breskir miðlar greina mikið frá málinu en sjálf hefur Rebekah Vardy tjáð sig um málið á Instagram-síðu sinni og neitar öllum sökum. Deilur Coleen Rooney og Rebekah Vardy Bretland England Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fleiri fréttir Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Sjá meira
Risamál er komið upp í breskum slúðurmiðlum og var það Coleen Rooney sem opnaði á málið með færslu á Twitter. Gríðarlega mikið hefur verið fjallað um Coleen Rooney og Wayne Rooney á slúðurmiðlinum The Sun og hafa þau tjáð sig töluvert um rangan fréttaflutning á sínum samfélagsmiðlum. Coleen er nú búin að finna út hver var að senda The Sun efni frá lífi hjónanna, sem búsett eru í Washington í dag. Wayne Rooney leikur þar með D.C. United í bandarísku MLS-deildinni. Í færslunni segist Coleen Rooney vera með persónulegan Instagram-reikning þar sem hún samþykkir aðeins vini og vandamenn. Hún segir að sig hafi grunað að einhver innan þess fylgjendahóps væri að leka upplýsingum og var með eina sérstaka konu í huga. Coleen ákvað því að „blokka“ alla nema umrædda manneskju og því gat hún ein séð færslurnar frá Coleen. „Síðustu fimm mánuði hef ég verið að setja inn færslur sem eru í raun falskar og eiga ekki stoð í raunveruleikanum til að sjá hvað myndi gerast,“ segir Coleen Ronney í færslunni. Til að mynda segist hún hafa logið því að vera á leiðinni í nýtt starf í sjónvarpi og að allt hafi verið á floti í kjallaranum á heimili hjónanna einn morguninn. Allt var þetta sett á svið en rataði engu að síður á miðla The Sun. Aðeins ein kona gat vitað þetta og er það Rebekah Vardy, eiginkona Jamie Vardy, sem leikur með Leicester í ensku úrvalsdeildinni. Vardy og Rooney hafa verið samherjar með enska landsliðinu. Breskir miðlar greina mikið frá málinu en sjálf hefur Rebekah Vardy tjáð sig um málið á Instagram-síðu sinni og neitar öllum sökum.
Deilur Coleen Rooney og Rebekah Vardy Bretland England Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fleiri fréttir Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Sjá meira