Sjö ára fangelsi fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn syni um pabbahelgar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. október 2019 15:41 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur sem tekur til mál sem upp koma á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Tæplega sextugur karlmaður hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn eigin syni. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en drengurinn var á aldrinum fjögurra til ellefu ára þegar brotin áttu sér stað. Sonurinn taldi pabba sinn hafa brotið á sér flestar pabbahelgar en þangað fór hann aðra hverja helgi eftir að foreldrar hans slitu samvistum. Málið rataði ekki á borð lögreglu fyrr en fjórtán árum eftir að þeim lauk. Þá kærði sonurinn, kominn á þrítugsaldur, föður sinn til lögreglu. Dómurinn taldi framburð sonarins trúanlegan og lagði til grundvallar niðurstöðu sinni. Var bótakrafa sonarins um þrjár milljónir króna úr hendi föður samþykkt. Dómurinn er í samræmi við kröfu ákæruvaldsins í málinu samkvæmt upplýsingum frá héraðssaksóknara.Braut á syni sínum á heimili sínu Faðirinn var ákærður fyrir að beita drenginn ofbeldi og ólögmætri nauðung þar sem hann nýtti sér yfirburði sína gagnvart drengnum og traust hans og trúnað til sín sem föður. Í ákærunni á hendur manninum, sem er í fimm liðum, kemur fram að brotin áttu sér stað á heimilum ákærða yfir átta ára tímabil fyrir og eftir aldamótin. Þegar hann hafði umgengni við soninn. Brot mannsins gegn drengnum voru ítrekuð og verulega gróf. Auk þess að brjóta gróflega á drengnum sýndi hann honum ítrekað á sjö ára tímabilinu klámfengið myndefni í tölvu. Myndefnið sýndi ýmist fullorðna einstaklinga eða börn sem voru beitt kynferðislegu ofbeldi af hálfu fullorðinna karlmanna. Drengurinn kærði brot föður síns sextán árum eftir að þau áttu sér stað eða þegar hann var kominn á þrítugsaldur. Fyrir dómi lýsti sonurinn brotum föður síns og var framburðurinn fyrir dóminum nokkurn veginn á sama veg. Var ekki innbyrðis ósamræmi um mikilvægustu atriðin. Var hann einlægur og trúverðugur í frásögn sinni. Barnalæknir sem annast hefur soninn frá unga aldri taldi ekki ástæðu til að efast um minningar hans.Faðirinn mun dvelja í fangelsi næstu árin að óbreyttu. Hann hefur þó þann möguleika að áfrýja dómnum til Landsréttar.Vísir/VilhelmFaðirinn tilbúinn að ljúga þegar hentaði Dómurinn taldi hins vegar föðurinn hafa verið ótrúverðugan í framburði sínum. Var það mat byggt á nokkrum atriðum. Meðal annars að faðirinn viðurkenndi fyrir dómi að hafa sent bréf til móður drengsins þegar forsjárdeila um hann var í gangi. Þar staðhæfði faðirinn að þáverandi fósturfaðir hefði brotið kynferðislega á syninum. Sömuleiðis staðhæfði faðirinn í bréfunum að fósturfaðirinn hefði beitt brotaþola öðru ofbeldi. Hann lýsti svo fyrir dómi að engin stoð hefði verið fyrir þessum fullyrðingum og þær verið alfarið rangar.Framburður sonar fékk stoð hjá vitnum „Samkvæmt þessu skirrist ákærði ekki við að greina rangt frá þjóni það hagsmunum hans,“ segir í dómnum. Þá leit dómarinn til þess að faðirinn hafnaði því alfarið að hafa sýnt syninum klámfengið myndefni. Uppeldisdóttir föðursins og fyrrum maki staðfestu aftur á móti að faðirinn hefði horft á klám í íbúð þeirra. Sömuleiðis hafnaði faðirinn að hafa verið með skotvopn á heimili sínu og hafa læst og lokað son sinn inni þegar hann var í umgengni. Uppeldisdóttir og fyrrum maki styðja soninn hvað þessi atriði varðar. Sömuleiðis segir fyrrum maki yfirlýsingu ranga sem hún skrifaði undir með föðurnum þess efnis að syninum liði vel á heimili sínu. Þá fer hún gegn gögnum um vanlíðan brotaþola á þessum tíma. Framburður móður drengsins styður framburð sonarins sem og yfirlýsing fyrrum kennara sem hafa staðhæft að pabbahelgar hafi valdið mikilli vanlíðan hjá syninum. Að þessu sögðu lagði dómurinn framburð sonarins til grundvallar niðurstöðu.Málið var flutt í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/vilhelmBótakrafan samþykkt Brot föðurins voru framin í brotasamfellu á átta ára tímabili í kringum aldamót. Voru brotin ekki fyrnd þegar rannsókn vegna þeirra hófst hjá lögreglu. Í dómsniðurstöðu segir að brot föðurins hafi verið alvarleg og beinst að mikilverðum hagsmunum. Beitti maðurinn barnungan son sinn kynferðislegu ofbeldi árum saman. Voru brotin framin í skjóli trúnaðartrausts sem ríkti á milli föður og sonar. „Á ákærði sér engar málsbætur,“ segir í dómnum. Með hliðsjón af því var refsing hans ákveðin fangelsi í sjö ár. Sonurinn krafðist þriggja milljóna króna í skaðabætur auk vaxta. Á meðal gagna málsins eru örorkumöt sonarins frá árinu 2009. Er hann skráður öryrki og er hann greindur með ódæmigerða einhverfu og óyrta námserfiðleika. Fram kemur í örorkumati dagsettu 14. september 2017 að skilyrði fyrir hæsta örorkustigi séu uppfyllt hjá brotaþola. Féllst dómurinn á bótakröfu sonarins.Dóminn í heild má nálgast á vef dómstólanna. Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Sjá meira
Tæplega sextugur karlmaður hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn eigin syni. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en drengurinn var á aldrinum fjögurra til ellefu ára þegar brotin áttu sér stað. Sonurinn taldi pabba sinn hafa brotið á sér flestar pabbahelgar en þangað fór hann aðra hverja helgi eftir að foreldrar hans slitu samvistum. Málið rataði ekki á borð lögreglu fyrr en fjórtán árum eftir að þeim lauk. Þá kærði sonurinn, kominn á þrítugsaldur, föður sinn til lögreglu. Dómurinn taldi framburð sonarins trúanlegan og lagði til grundvallar niðurstöðu sinni. Var bótakrafa sonarins um þrjár milljónir króna úr hendi föður samþykkt. Dómurinn er í samræmi við kröfu ákæruvaldsins í málinu samkvæmt upplýsingum frá héraðssaksóknara.Braut á syni sínum á heimili sínu Faðirinn var ákærður fyrir að beita drenginn ofbeldi og ólögmætri nauðung þar sem hann nýtti sér yfirburði sína gagnvart drengnum og traust hans og trúnað til sín sem föður. Í ákærunni á hendur manninum, sem er í fimm liðum, kemur fram að brotin áttu sér stað á heimilum ákærða yfir átta ára tímabil fyrir og eftir aldamótin. Þegar hann hafði umgengni við soninn. Brot mannsins gegn drengnum voru ítrekuð og verulega gróf. Auk þess að brjóta gróflega á drengnum sýndi hann honum ítrekað á sjö ára tímabilinu klámfengið myndefni í tölvu. Myndefnið sýndi ýmist fullorðna einstaklinga eða börn sem voru beitt kynferðislegu ofbeldi af hálfu fullorðinna karlmanna. Drengurinn kærði brot föður síns sextán árum eftir að þau áttu sér stað eða þegar hann var kominn á þrítugsaldur. Fyrir dómi lýsti sonurinn brotum föður síns og var framburðurinn fyrir dóminum nokkurn veginn á sama veg. Var ekki innbyrðis ósamræmi um mikilvægustu atriðin. Var hann einlægur og trúverðugur í frásögn sinni. Barnalæknir sem annast hefur soninn frá unga aldri taldi ekki ástæðu til að efast um minningar hans.Faðirinn mun dvelja í fangelsi næstu árin að óbreyttu. Hann hefur þó þann möguleika að áfrýja dómnum til Landsréttar.Vísir/VilhelmFaðirinn tilbúinn að ljúga þegar hentaði Dómurinn taldi hins vegar föðurinn hafa verið ótrúverðugan í framburði sínum. Var það mat byggt á nokkrum atriðum. Meðal annars að faðirinn viðurkenndi fyrir dómi að hafa sent bréf til móður drengsins þegar forsjárdeila um hann var í gangi. Þar staðhæfði faðirinn að þáverandi fósturfaðir hefði brotið kynferðislega á syninum. Sömuleiðis staðhæfði faðirinn í bréfunum að fósturfaðirinn hefði beitt brotaþola öðru ofbeldi. Hann lýsti svo fyrir dómi að engin stoð hefði verið fyrir þessum fullyrðingum og þær verið alfarið rangar.Framburður sonar fékk stoð hjá vitnum „Samkvæmt þessu skirrist ákærði ekki við að greina rangt frá þjóni það hagsmunum hans,“ segir í dómnum. Þá leit dómarinn til þess að faðirinn hafnaði því alfarið að hafa sýnt syninum klámfengið myndefni. Uppeldisdóttir föðursins og fyrrum maki staðfestu aftur á móti að faðirinn hefði horft á klám í íbúð þeirra. Sömuleiðis hafnaði faðirinn að hafa verið með skotvopn á heimili sínu og hafa læst og lokað son sinn inni þegar hann var í umgengni. Uppeldisdóttir og fyrrum maki styðja soninn hvað þessi atriði varðar. Sömuleiðis segir fyrrum maki yfirlýsingu ranga sem hún skrifaði undir með föðurnum þess efnis að syninum liði vel á heimili sínu. Þá fer hún gegn gögnum um vanlíðan brotaþola á þessum tíma. Framburður móður drengsins styður framburð sonarins sem og yfirlýsing fyrrum kennara sem hafa staðhæft að pabbahelgar hafi valdið mikilli vanlíðan hjá syninum. Að þessu sögðu lagði dómurinn framburð sonarins til grundvallar niðurstöðu.Málið var flutt í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/vilhelmBótakrafan samþykkt Brot föðurins voru framin í brotasamfellu á átta ára tímabili í kringum aldamót. Voru brotin ekki fyrnd þegar rannsókn vegna þeirra hófst hjá lögreglu. Í dómsniðurstöðu segir að brot föðurins hafi verið alvarleg og beinst að mikilverðum hagsmunum. Beitti maðurinn barnungan son sinn kynferðislegu ofbeldi árum saman. Voru brotin framin í skjóli trúnaðartrausts sem ríkti á milli föður og sonar. „Á ákærði sér engar málsbætur,“ segir í dómnum. Með hliðsjón af því var refsing hans ákveðin fangelsi í sjö ár. Sonurinn krafðist þriggja milljóna króna í skaðabætur auk vaxta. Á meðal gagna málsins eru örorkumöt sonarins frá árinu 2009. Er hann skráður öryrki og er hann greindur með ódæmigerða einhverfu og óyrta námserfiðleika. Fram kemur í örorkumati dagsettu 14. september 2017 að skilyrði fyrir hæsta örorkustigi séu uppfyllt hjá brotaþola. Féllst dómurinn á bótakröfu sonarins.Dóminn í heild má nálgast á vef dómstólanna.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Sjá meira