Lánadrottnar Gamma féllust á skilmálabreytingar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. október 2019 13:54 Máni Atlason nýr framkvæmdastjóri Gamma og sjóðsstjóri Gamma:Novus segir mikilvægt að sjóðurinn fái aukið fjármagn. Máni Atlason, framkvæmdastjóri Gamma, fagnar fengu samþykki á skilmálabreytingum hjá skuldabréfaeigendum í fasteignafélaginu Upphafi á fundi aðilanna í dag. Máni segir breytingarnar nauðsynlegar til að ljúka viðbótarfjármögnun í fasteignaverkefinu að upphæð einn milljarður króna. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Gamma. Stjórnendur Gamma funduðu með kröfuhöfum í fagfjárfestasjóðnum Gamma:Novus í dag en Gamma Novus heldur utan um fasteignafélagið Upphaf. Framkvæmdir með 277 íbúðir Upphafs standa yfir og eru áætluð lok allra framkvæmda í árslok 2020. „Áætlunin miðar að því að tryggja tekjur af sölu íbúða og hámarka virði eigna. Til þess að áætlunin gangi eftir er unnið með fjárfestum að því að klára skilmála hins nýja skuldabréfs,“ segir í tilkynningu frá Gamma.Eignir í fjórum sjóðum hafa rýrnað í Gamma á síðustu misserum.gammaSkuldabréfakröfur á Gamma vegna verkefnisins nema um 2,7 milljörðum. Stjórnendur ætluðu að kynna fyrir skuldabréfaeigendum þrjár færar leiðir til að sækja milljarðinn sem Gamma telur sig þurfa til að geta keyrt verkefnið áfram. Voru valkostirnir þrír, eins og kom fram í fréttum okkar í gær; að kröfuhafar útvegi féð, að lánveiting komi til frá kröfuhöfum og öðrum, eða að nýir aðilar komi að borðinu. Ekki kemur fram í tilkynningunni frá Gamma hvað felst í nýsamþykktum skilmálabreytingum. Hefur fyrirspurn verið send á Mána Atlason vegna þessa. Eins og fram hefur komið töpuðu fagfjárfestar, þar á meðal lífeyrissjóðir, tæpum þremur milljörðum króna vegna niðurfærslu á gengi tveggja sjóða í rekstri Gamma. Gamma:Novus og Gamma:Anglia. Kvika banki undirritaði samning um kaup á Gamma í nóvember 2018 og fóru þau í gegn í mars á þessu ári. Um mánaðamótin sendi Kvika frá sér tilkynningu um að staða fyrrnefndra tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri Gamma væri umtalsvert verri en gert hefði verið ráð fyrir. Í skuldabréfaútboði sem fór fram í vor kom fram að gengi Gamma:Novus væri metið 183,7 og virðið 3,7 milljarðar. Á dögunum var það fært niður í tvo og virðið í 40 milljónir króna. Tilkynningu Gamma í heild má sjá að neðan.Kostnaðaráætlun samin innan Upphafs vegna framkvæmda við Hafnarbraut 12 var verulega vanmetin.Vísir/EgillSkilmálabreytingar á skuldum Upphafs samþykktarÁ fundi með skuldabréfaeigendendum fasteignafélagsins Upphafs fasteignafélags slhf. í dag voru samþykktar skilmálabreytingar á skuldum félagsins sem nauðsynlegar eru til að ljúka viðbótarfjármögnun með nýju skuldabréfi að fjárhæð 1. ma.kr. Fyrir fundinn hafði fjárfestum verið kynnt áætlun nýs stjórnendateymi GAMMA um að tryggja framgang framkvæmda á vegum fasteignafélagsins Upphafs, sem er að fullu í eigu fagfjárfestasjóðsins Novus sem er í stýringu hjá GAMMA. Upphaf er nú á hápunkti framkvæmda með 277 íbúðir í byggingu og eru áætluð lok allra framkvæmda í lok árs 2020. Áætlunin miðar að því að tryggja tekjur af sölu íbúða og hámarka virði eigna. Til þess að áætlunin gangi eftir er unnið með fjárfestum að því að klára skilmála hins nýja skuldabréfs. Frá því í júlí hefur nýtt stjórnendateymi GAMMA unnið að því að endurmeta stöðu Novus og Upphafs. Sú vinna leiddi í ljós að eigið fé Upphafs hafði verið ofmetið og kostnaður var vanmetinn. Ljóst er að tryggja þurfi Upphafi viðbótarfjármögnun til að tryggja framgang verkefna á vegum félagsins og tekjur af sölu eigna svo hámarka megi virði eigna. Greining nýs stjórnendateymis leiddi í ljós fjárþörf upp á um 1 ma. kr. til að ljúka fjármögnun uppbyggingar á vegum félagsins. Stjórn GAMMA lítur þá stöðu sem kom í ljós við endurmat nýs stjórnendateymis mjög alvarlegum augum. Eftir að raunstaða Novus og Upphafs kom í ljós var Fjármálaeftirlitið upplýst um stöðu sjóðsins og í framhaldi fjárfestar og skuldabréfaeigendur með sérstöku upplýsingablaði. Þá hefur stjórnin ráðið Grant Thornton sem óháða sérfræðinga til þess að fara yfir málefni Novus og Upphafs. Á grundvelli niðurstöðu úttektar þeirra verður lagt mat á hvaða frekari aðgerða verður gripið til að upplýsa um málið. Jafnframt munu stjórnendur vinna með haghöfum að frekari upplýsingaöflun og verður fundur eigenda sjóðsins boðaður innan skamms. Máni Atlason framkvæmdastjóri GAMMA: „Frá því í júlí höfum við unnið að endurmati á stöðu fasteignafélagins Upphafs. Samþykki kröfuhafa félagsins fyrir skilmálabreytingum er mikilvægt skref í átt að viðbótarfjármögnun sem tryggir framgang verkefna og hámörkun eigna eins og nýtt stjórnendateymi hefur lagt áherslu á. Við munum áfram kappkosta að reka smiðshöggið á endurskipulagningu félagsins sem fyrst og við munum áfram leggja áherslu á að komast til botns í því hvað fór úrskeiðis og upplýsa haghafa um það.“ Um GAMMA: Novus Fagfjárfestasjóðurinn GAMMA: Novus var stofnaður árið 2013. Stofnfé sjóðsins nam um 2,5 ma.kr. Árið 2017 greiddi sjóðurinn um 850 m.kr. til baka til eigenda í hlutfalli við eignarhlut þeirra. Fagfjárfestasjóðurinn GAMMA: Novus á fasteignaþróunarfélagið Upphaf fasteignafélag að fullu. Félagið hefur frá stofndegi byggt og selt yfir 400 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og hefur nú tæplega 280 íbúðir í byggingu. GAMMA Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
Máni Atlason, framkvæmdastjóri Gamma, fagnar fengu samþykki á skilmálabreytingum hjá skuldabréfaeigendum í fasteignafélaginu Upphafi á fundi aðilanna í dag. Máni segir breytingarnar nauðsynlegar til að ljúka viðbótarfjármögnun í fasteignaverkefinu að upphæð einn milljarður króna. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Gamma. Stjórnendur Gamma funduðu með kröfuhöfum í fagfjárfestasjóðnum Gamma:Novus í dag en Gamma Novus heldur utan um fasteignafélagið Upphaf. Framkvæmdir með 277 íbúðir Upphafs standa yfir og eru áætluð lok allra framkvæmda í árslok 2020. „Áætlunin miðar að því að tryggja tekjur af sölu íbúða og hámarka virði eigna. Til þess að áætlunin gangi eftir er unnið með fjárfestum að því að klára skilmála hins nýja skuldabréfs,“ segir í tilkynningu frá Gamma.Eignir í fjórum sjóðum hafa rýrnað í Gamma á síðustu misserum.gammaSkuldabréfakröfur á Gamma vegna verkefnisins nema um 2,7 milljörðum. Stjórnendur ætluðu að kynna fyrir skuldabréfaeigendum þrjár færar leiðir til að sækja milljarðinn sem Gamma telur sig þurfa til að geta keyrt verkefnið áfram. Voru valkostirnir þrír, eins og kom fram í fréttum okkar í gær; að kröfuhafar útvegi féð, að lánveiting komi til frá kröfuhöfum og öðrum, eða að nýir aðilar komi að borðinu. Ekki kemur fram í tilkynningunni frá Gamma hvað felst í nýsamþykktum skilmálabreytingum. Hefur fyrirspurn verið send á Mána Atlason vegna þessa. Eins og fram hefur komið töpuðu fagfjárfestar, þar á meðal lífeyrissjóðir, tæpum þremur milljörðum króna vegna niðurfærslu á gengi tveggja sjóða í rekstri Gamma. Gamma:Novus og Gamma:Anglia. Kvika banki undirritaði samning um kaup á Gamma í nóvember 2018 og fóru þau í gegn í mars á þessu ári. Um mánaðamótin sendi Kvika frá sér tilkynningu um að staða fyrrnefndra tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri Gamma væri umtalsvert verri en gert hefði verið ráð fyrir. Í skuldabréfaútboði sem fór fram í vor kom fram að gengi Gamma:Novus væri metið 183,7 og virðið 3,7 milljarðar. Á dögunum var það fært niður í tvo og virðið í 40 milljónir króna. Tilkynningu Gamma í heild má sjá að neðan.Kostnaðaráætlun samin innan Upphafs vegna framkvæmda við Hafnarbraut 12 var verulega vanmetin.Vísir/EgillSkilmálabreytingar á skuldum Upphafs samþykktarÁ fundi með skuldabréfaeigendendum fasteignafélagsins Upphafs fasteignafélags slhf. í dag voru samþykktar skilmálabreytingar á skuldum félagsins sem nauðsynlegar eru til að ljúka viðbótarfjármögnun með nýju skuldabréfi að fjárhæð 1. ma.kr. Fyrir fundinn hafði fjárfestum verið kynnt áætlun nýs stjórnendateymi GAMMA um að tryggja framgang framkvæmda á vegum fasteignafélagsins Upphafs, sem er að fullu í eigu fagfjárfestasjóðsins Novus sem er í stýringu hjá GAMMA. Upphaf er nú á hápunkti framkvæmda með 277 íbúðir í byggingu og eru áætluð lok allra framkvæmda í lok árs 2020. Áætlunin miðar að því að tryggja tekjur af sölu íbúða og hámarka virði eigna. Til þess að áætlunin gangi eftir er unnið með fjárfestum að því að klára skilmála hins nýja skuldabréfs. Frá því í júlí hefur nýtt stjórnendateymi GAMMA unnið að því að endurmeta stöðu Novus og Upphafs. Sú vinna leiddi í ljós að eigið fé Upphafs hafði verið ofmetið og kostnaður var vanmetinn. Ljóst er að tryggja þurfi Upphafi viðbótarfjármögnun til að tryggja framgang verkefna á vegum félagsins og tekjur af sölu eigna svo hámarka megi virði eigna. Greining nýs stjórnendateymis leiddi í ljós fjárþörf upp á um 1 ma. kr. til að ljúka fjármögnun uppbyggingar á vegum félagsins. Stjórn GAMMA lítur þá stöðu sem kom í ljós við endurmat nýs stjórnendateymis mjög alvarlegum augum. Eftir að raunstaða Novus og Upphafs kom í ljós var Fjármálaeftirlitið upplýst um stöðu sjóðsins og í framhaldi fjárfestar og skuldabréfaeigendur með sérstöku upplýsingablaði. Þá hefur stjórnin ráðið Grant Thornton sem óháða sérfræðinga til þess að fara yfir málefni Novus og Upphafs. Á grundvelli niðurstöðu úttektar þeirra verður lagt mat á hvaða frekari aðgerða verður gripið til að upplýsa um málið. Jafnframt munu stjórnendur vinna með haghöfum að frekari upplýsingaöflun og verður fundur eigenda sjóðsins boðaður innan skamms. Máni Atlason framkvæmdastjóri GAMMA: „Frá því í júlí höfum við unnið að endurmati á stöðu fasteignafélagins Upphafs. Samþykki kröfuhafa félagsins fyrir skilmálabreytingum er mikilvægt skref í átt að viðbótarfjármögnun sem tryggir framgang verkefna og hámörkun eigna eins og nýtt stjórnendateymi hefur lagt áherslu á. Við munum áfram kappkosta að reka smiðshöggið á endurskipulagningu félagsins sem fyrst og við munum áfram leggja áherslu á að komast til botns í því hvað fór úrskeiðis og upplýsa haghafa um það.“ Um GAMMA: Novus Fagfjárfestasjóðurinn GAMMA: Novus var stofnaður árið 2013. Stofnfé sjóðsins nam um 2,5 ma.kr. Árið 2017 greiddi sjóðurinn um 850 m.kr. til baka til eigenda í hlutfalli við eignarhlut þeirra. Fagfjárfestasjóðurinn GAMMA: Novus á fasteignaþróunarfélagið Upphaf fasteignafélag að fullu. Félagið hefur frá stofndegi byggt og selt yfir 400 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og hefur nú tæplega 280 íbúðir í byggingu.
GAMMA Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira