Hrærður yfir viðbrögðunum: „Þegar eitthvað bjátar á standa allir saman“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. október 2019 14:00 Árni Gunnlaugsson segir að hann hafi fundið fyrir ótrúlegum stuðningi Vísir „Ég var allt gærkvöld að svara skilaboðum,“ segir Árni Gunnlaugsson, einstæður faðir sem missti aleiguna í bruna fyrir rúmri viku, í samtali við Vísi í dag. Árni og drengirnir hans þrír sögðu frá reynslu sinni í kvöldfréttum Stöðvar 2 og vakti umfjöllunin mikla athygli. „Maður er alveg hrærður yfir viðbrögðunum, það eru allir boðnir og búnir til að hjálpa.“ Árni segir að hann hafi fundið fyrir ótrúlegum stuðningi síðan fjallað var um sögu þeirra á Stöð 2 og Vísi í gær.„Ég er búinn að fá fullt af boðum, til dæmis um sófa, sjónvarp og fleira. Líka þvottavél og þurrkara og föt á strákana.“ Eins og kom fram í umfjölluninni í gær gistu feðgarnir á farfuglaheimili fyrstu næturnar eftir brunann en fengu svo tímabundið að láni tóma íbúð í smáíbúðahverfinu. Í gær var ekkert í íbúðinni nema dýnur og sængur, en Árni telur að það muni breytast fljótt. Hann ætlar að sækja í kvöld eitthvað af þeim hlutum sem fólk hefur boðist til að gefa þeim. „Ég er búinn að fá svo góðar kveðjur líka. Vinir og vinir vina eru búnir að deila fréttinni á Facebook, þetta verkar allt saman náttúrulega.“Altjón varð á íbúðinni sem feðgarnir bjuggu í.Stöð 2Einn dagur í einu Synir Árna eru á unglingsaldri en tveir yngstu, 14 og 16 ára, voru einir heima þegar eldurinn kom upp. Þeir hringdu í Neyðarlínuna og í föður sinn sem var í vinnunni. Árni segir að það hafi verið mikill léttir að finna strákana berfætta fyrir utan blokkina þegar hann kom á staðinn, hann hafði óttast hið versta þar sem hann náði ekki á þeim í síma á meðan hann var á leiðinni heim. „Næstu skref eru bara að koma sér fyrir. Lífið er að komast í rútínuhorf, strákarnir eru byrjaðir að mæta í skólann. Ég er ekkert að vinna í augnablikinu en ég er í þannig vinnu að ég ræð mér sjálfur, ég kemst alveg af með mat og svoleiðis og get borgað skuldir, allavega þennan mánuðinn. Ég vinn auðvitað eitthvað í mánuðinum, það verður ekki hjá því komist. Ég er búinn að vera í fríi síðan þetta gerðist og verð einhverja daga í viðbót til að koma þessu öllu í rútínu og koma okkur fyrir hér, þangað til að við förum í annað húsnæði. Maður er að taka bara einn dag í einu núna.“Fréttina frá Stöð 2 í gærkvöldi má sjá hér að neðan.Þakklátur og auðmjúkur Árni segir að það hafi ekki verið auðvelt að stíga fram og ræða brunann og þeirra aðstæður. „Þó að við Íslendingar séum í skotgröfunum yfir ýmsu, ég líki þessu við alkahólíska fjölskyldu svolítið sem að rífst innbyrðis, en þegar eitthvað bjátar á standa allir saman. Maður sá þetta á Flateyri og Súðavík á sínum tíma þegar snjóflóðin urðu og alltaf þegar náttúruhamfarir verða, þegar einhver lendir í svona, ég hef sjálfur gefið til að styrkja fólk.“ Eins og kom fram í gær voru feðgarnir ekki með heimilistryggingu og misstu allt, svo þeir þurfa að byrja upp á nýtt eftir þetta altjón. Aðstandendur stofnuðu því fyrir þá styrktarreikning.„Þegar þú ert sjálfur í þeirri stöðu að þurfa að þiggja þá einhvern veginn verður maður eins og asni. Það er miklu auðveldara að gefa heldur en að þiggja, það er alveg satt.“ Árni segir að hann vilji fyrst og fremst koma á framfæri þakklæti fyrir góðviljann sem fólk hafi sýnt þeim feðgum. „Þetta er ekkert einhver kurteisisfrasi, ég finn þetta alveg frá hjartanu. Þakklæti og auðmýkt, hvað fólk er gott og hvað það er gott að búa í þessu landi þegar upp er staðið.“ Styrktarreikningur feðganna er skráður á yngsta soninn í fjölskyldunni, 0331-22-003842 og kt. 090206-3380. Einnig er hægt að hafa samband við Árna í gegnum tölvupóst (arnihelgi1@hotmail.com) ef fólk vill styðja feðgana með einhverju sem gagnast í daglegu lífi. Reykjavík Slökkvilið Viðtal Tengdar fréttir Einstæður þriggja barna faðir missti allt í bruna Maðurinn er ekki með heimilistryggingu og með báðar hendur tómar. Eitt barn hans var að fikta með eld með þeim afleiðingum að íbúðin varð alelda. Feðgarnir sofa nú á dýnum í tómu lánshúsi. 7. október 2019 18:49 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Sjá meira
„Ég var allt gærkvöld að svara skilaboðum,“ segir Árni Gunnlaugsson, einstæður faðir sem missti aleiguna í bruna fyrir rúmri viku, í samtali við Vísi í dag. Árni og drengirnir hans þrír sögðu frá reynslu sinni í kvöldfréttum Stöðvar 2 og vakti umfjöllunin mikla athygli. „Maður er alveg hrærður yfir viðbrögðunum, það eru allir boðnir og búnir til að hjálpa.“ Árni segir að hann hafi fundið fyrir ótrúlegum stuðningi síðan fjallað var um sögu þeirra á Stöð 2 og Vísi í gær.„Ég er búinn að fá fullt af boðum, til dæmis um sófa, sjónvarp og fleira. Líka þvottavél og þurrkara og föt á strákana.“ Eins og kom fram í umfjölluninni í gær gistu feðgarnir á farfuglaheimili fyrstu næturnar eftir brunann en fengu svo tímabundið að láni tóma íbúð í smáíbúðahverfinu. Í gær var ekkert í íbúðinni nema dýnur og sængur, en Árni telur að það muni breytast fljótt. Hann ætlar að sækja í kvöld eitthvað af þeim hlutum sem fólk hefur boðist til að gefa þeim. „Ég er búinn að fá svo góðar kveðjur líka. Vinir og vinir vina eru búnir að deila fréttinni á Facebook, þetta verkar allt saman náttúrulega.“Altjón varð á íbúðinni sem feðgarnir bjuggu í.Stöð 2Einn dagur í einu Synir Árna eru á unglingsaldri en tveir yngstu, 14 og 16 ára, voru einir heima þegar eldurinn kom upp. Þeir hringdu í Neyðarlínuna og í föður sinn sem var í vinnunni. Árni segir að það hafi verið mikill léttir að finna strákana berfætta fyrir utan blokkina þegar hann kom á staðinn, hann hafði óttast hið versta þar sem hann náði ekki á þeim í síma á meðan hann var á leiðinni heim. „Næstu skref eru bara að koma sér fyrir. Lífið er að komast í rútínuhorf, strákarnir eru byrjaðir að mæta í skólann. Ég er ekkert að vinna í augnablikinu en ég er í þannig vinnu að ég ræð mér sjálfur, ég kemst alveg af með mat og svoleiðis og get borgað skuldir, allavega þennan mánuðinn. Ég vinn auðvitað eitthvað í mánuðinum, það verður ekki hjá því komist. Ég er búinn að vera í fríi síðan þetta gerðist og verð einhverja daga í viðbót til að koma þessu öllu í rútínu og koma okkur fyrir hér, þangað til að við förum í annað húsnæði. Maður er að taka bara einn dag í einu núna.“Fréttina frá Stöð 2 í gærkvöldi má sjá hér að neðan.Þakklátur og auðmjúkur Árni segir að það hafi ekki verið auðvelt að stíga fram og ræða brunann og þeirra aðstæður. „Þó að við Íslendingar séum í skotgröfunum yfir ýmsu, ég líki þessu við alkahólíska fjölskyldu svolítið sem að rífst innbyrðis, en þegar eitthvað bjátar á standa allir saman. Maður sá þetta á Flateyri og Súðavík á sínum tíma þegar snjóflóðin urðu og alltaf þegar náttúruhamfarir verða, þegar einhver lendir í svona, ég hef sjálfur gefið til að styrkja fólk.“ Eins og kom fram í gær voru feðgarnir ekki með heimilistryggingu og misstu allt, svo þeir þurfa að byrja upp á nýtt eftir þetta altjón. Aðstandendur stofnuðu því fyrir þá styrktarreikning.„Þegar þú ert sjálfur í þeirri stöðu að þurfa að þiggja þá einhvern veginn verður maður eins og asni. Það er miklu auðveldara að gefa heldur en að þiggja, það er alveg satt.“ Árni segir að hann vilji fyrst og fremst koma á framfæri þakklæti fyrir góðviljann sem fólk hafi sýnt þeim feðgum. „Þetta er ekkert einhver kurteisisfrasi, ég finn þetta alveg frá hjartanu. Þakklæti og auðmýkt, hvað fólk er gott og hvað það er gott að búa í þessu landi þegar upp er staðið.“ Styrktarreikningur feðganna er skráður á yngsta soninn í fjölskyldunni, 0331-22-003842 og kt. 090206-3380. Einnig er hægt að hafa samband við Árna í gegnum tölvupóst (arnihelgi1@hotmail.com) ef fólk vill styðja feðgana með einhverju sem gagnast í daglegu lífi.
Reykjavík Slökkvilið Viðtal Tengdar fréttir Einstæður þriggja barna faðir missti allt í bruna Maðurinn er ekki með heimilistryggingu og með báðar hendur tómar. Eitt barn hans var að fikta með eld með þeim afleiðingum að íbúðin varð alelda. Feðgarnir sofa nú á dýnum í tómu lánshúsi. 7. október 2019 18:49 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Sjá meira
Einstæður þriggja barna faðir missti allt í bruna Maðurinn er ekki með heimilistryggingu og með báðar hendur tómar. Eitt barn hans var að fikta með eld með þeim afleiðingum að íbúðin varð alelda. Feðgarnir sofa nú á dýnum í tómu lánshúsi. 7. október 2019 18:49