Kristinn hættir á toppnum hjá KR Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. október 2019 13:00 Kristinn með stóra bikarinn. mynd/kr Knattspyrnudeild KR mun fá nýjan formann á næsta ári því Kristinn Kjærnested hefur ákveðið að stíga til hliðar eftir að hafa unnið fyrir deildina í 20 ár. Kristinn tilkynnti um þessa ákvörðun sína í dag en aðalfundur knattspyrnudeildar verður í febrúar. Hér að neðan má sjá yfirlýsingu Kristins:Kæru KR-ingar,Ótrúlegu tímabili er nýlokið hvar við jöfnuðum í karlaboltanum okkar eigið stigamet (ásamt Stjörnunni) og settum um leið nýtt met með því að vinna mótið með 14 stiga mun sem aldrei áður hefur gerst í 12 liða deild. Algjörlega frábær árangur hjá strákunum.Stelpurnar voru svo aðeins hársbreidd frá bikarmeistartitli.3. flokkur karla landaði Íslandsmeistaratitli með 5-1 stórsigri gegn Fjölni. Framtíðin er björt.Að því sögðu vil ég tilkynna að ég mun ekki sækjast eftir endurkjöri á næsta aðalfundi knattspyrnudeildar KR sem verður í febrúar á næsta ári.Ég hóf stjórnunarstörf mín fyrir KR á 100 ára afmæli okkar árið 1999. Það er óhætt að segja að byrjunin hafi verið draumi líkust og tilfinningin ólýsanleg það herrans ár er báðir meistaraflokkarnir unnu tvöfalt.Nú 20 árum síðar fögnum við svo mögnuðu afreki strákanna. Eftir eyðirmerkurgönguna löngu datt í hús um daginn 7. Íslandsmeistaratitillinn frá aldarafmæli félagsins. Bikartitlarnir frá sama tímamarki eru einnig nokkrir, eða 5 talsins. Ég er stoltur að hafa fengið að vera þátttakandi í þeirri vegferð og gríðarlega þakklátur að mér hafi verið treyst fyrir formennsku frá árinu 2008.Þakkir miklar sendi ég fjölskyldunni minni, öllum vinum mínum í KR, kollegum sem hafa verið með mér í stjórn deildarinnar, starfsfólki, þjálfurum, leikmönnum, mökum og öllum þeim stórkostlegu sjálfboðaliðum KR sem alltaf er hægt að treysta á og leita til. Við erum ein stór fjölskylda. Einnig vil ég þakka öllum þeim fjölmiðlamönnum sem maður hefur kynnst í gegnum tíðina fyrir afar ánægjuleg samskipti. Samstarfsaðilum og velunnurum knattspyrnudeildar KR færi ég mínar bestu þakkir fyrir ómetanlegan stuðning.Risa þakkir fá svo okkar stórkostlegu stuðningsmenn og áhorfendur sem alltaf mæta og hvetja lið okkar í gegnum súrt og sætt.Að lokum vil ég þakka yfirmanni mínum Birni Einarssyni hjá TVG-Zimsen fyrir stuðning og skilning í gegnum tíðina.TAKK KR !Íslandsmeistarakveðja,Kiddi Pepsi Max-deild karla Reykjavík Tímamót Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Sjá meira
Knattspyrnudeild KR mun fá nýjan formann á næsta ári því Kristinn Kjærnested hefur ákveðið að stíga til hliðar eftir að hafa unnið fyrir deildina í 20 ár. Kristinn tilkynnti um þessa ákvörðun sína í dag en aðalfundur knattspyrnudeildar verður í febrúar. Hér að neðan má sjá yfirlýsingu Kristins:Kæru KR-ingar,Ótrúlegu tímabili er nýlokið hvar við jöfnuðum í karlaboltanum okkar eigið stigamet (ásamt Stjörnunni) og settum um leið nýtt met með því að vinna mótið með 14 stiga mun sem aldrei áður hefur gerst í 12 liða deild. Algjörlega frábær árangur hjá strákunum.Stelpurnar voru svo aðeins hársbreidd frá bikarmeistartitli.3. flokkur karla landaði Íslandsmeistaratitli með 5-1 stórsigri gegn Fjölni. Framtíðin er björt.Að því sögðu vil ég tilkynna að ég mun ekki sækjast eftir endurkjöri á næsta aðalfundi knattspyrnudeildar KR sem verður í febrúar á næsta ári.Ég hóf stjórnunarstörf mín fyrir KR á 100 ára afmæli okkar árið 1999. Það er óhætt að segja að byrjunin hafi verið draumi líkust og tilfinningin ólýsanleg það herrans ár er báðir meistaraflokkarnir unnu tvöfalt.Nú 20 árum síðar fögnum við svo mögnuðu afreki strákanna. Eftir eyðirmerkurgönguna löngu datt í hús um daginn 7. Íslandsmeistaratitillinn frá aldarafmæli félagsins. Bikartitlarnir frá sama tímamarki eru einnig nokkrir, eða 5 talsins. Ég er stoltur að hafa fengið að vera þátttakandi í þeirri vegferð og gríðarlega þakklátur að mér hafi verið treyst fyrir formennsku frá árinu 2008.Þakkir miklar sendi ég fjölskyldunni minni, öllum vinum mínum í KR, kollegum sem hafa verið með mér í stjórn deildarinnar, starfsfólki, þjálfurum, leikmönnum, mökum og öllum þeim stórkostlegu sjálfboðaliðum KR sem alltaf er hægt að treysta á og leita til. Við erum ein stór fjölskylda. Einnig vil ég þakka öllum þeim fjölmiðlamönnum sem maður hefur kynnst í gegnum tíðina fyrir afar ánægjuleg samskipti. Samstarfsaðilum og velunnurum knattspyrnudeildar KR færi ég mínar bestu þakkir fyrir ómetanlegan stuðning.Risa þakkir fá svo okkar stórkostlegu stuðningsmenn og áhorfendur sem alltaf mæta og hvetja lið okkar í gegnum súrt og sætt.Að lokum vil ég þakka yfirmanni mínum Birni Einarssyni hjá TVG-Zimsen fyrir stuðning og skilning í gegnum tíðina.TAKK KR !Íslandsmeistarakveðja,Kiddi
Pepsi Max-deild karla Reykjavík Tímamót Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Sjá meira