Kolfinna Mist Austfjörð verður fulltrúi Íslands í Miss World Stefán Árni Pálsson skrifar 8. október 2019 09:13 Þrjár konur hafa unnið keppnina fyrir Íslands hönd. Mynd/Ásta Kristjánsdóttir Linda Pétursdóttir umboðsaðili Miss World á Íslandi hefur valið þátttakanda sem keppir fyrir Íslands hönd í Miss World. Keppnin verður haldin í London í desember þar sem þátttakendur frá 130 löndum keppa um hinn virta titil Ungfrú Heimur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Miss World Iceland sem Linda Pétursdóttir er í forsvari fyrir. Kolfinna Mist er fædd og uppalin á Akureyri og er 23 ára gömul. Kolfinna er tónlistarkona, syngur og spilar á gítar. Linda og Kolfinna eru þessa dagana á fullu í þeirri undirbúningsvinnu sem svona keppni kallar á og verður spennandi að sjá hvernig Kolfinnu gengur í keppninni.Sjá einnig:Fer eiginlega aldrei hjá sér Opnunarhátíð Miss World verður haldin í London þar sem hver keppandi tekur þátt í röð hraðagreina sem tryggja sigurvegurum sæti í 30 efstu sætunum. Meðal keppnisgreina má nefna margmiðlun, íþróttir, hæfileikakeppni, módelkeppni, útsláttarkeppni og kynningu á góðgerðaverkefnum innan Beauty With A Purpose. Meðan á keppninni stendur munu keppendur ferðast um öll frægustu kennileiti borgarinnar og njóta ríkulegrar menningarverðmæta hennar og arfleifðar. Julia Morley, eigandi og forstjóri Miss World, lætur vel að London og segir: Kolfinna tekur þátt í keppninni í London í desember.Mynd/Ásta Kristjánsdóttir„London er stórkostlegasta borg i heimi til að heimsækja. Þar voru fyrstu spor keppninnar stigin árið 1951 sem hluti af Þjóðarhátíð Bretlands og í ár ætlum við að halda bestu sýningu allra tíma. Árlega koma saman konur hvaðanæva úr heiminum sem eiga það sameiginlegt að hafa sama markmið. Margar þeirra eru að heimsækja London í fyrsta sinn og þær eru allar ákaflega spenntar. Þær geta ekki beðið eftir að deila hefðum sínum, tónlistarsmekk og matarvenjum og greina frá þeim góðgerðaverkefnum sem þær eru að vinna að í gegnum Beauty With A Purpose.“Sýnd í 150 löndum Alþjóðlegu góðgerðarsamtökin Beauty With A Purpose eru gríðarlega mikilvægur partur af Miss World keppninni. Þessi alþjóðlegi vettvangur hvetur þúsundir ungra kvenna til dáða og eflir þær til að nota hæfileika sína til að vekja athygli á og safna fé til hjálpar mannúðarmála sem hafa varanleg og áþreifanleg áhrif á fátæka, veika og aðra sem minna mega sín. Samtökin hafa safnað yfir 1 milljarði punda (UK) og styrkt bágstödd börn um allan heim. Lokakeppnin verður hún sýnd í yfir 150 löndum þar sem áhorfendur geta fylgst með því þegar ríkjandi ungfrú heimur, Vanessa Ponce de León, krýnir arftaka sinn í sextugustu og níundu Miss World keppninni í London. Ísland hefur átt góðu gengi að fagna í Miss World en við höfum þrisvar sinnum unnið keppnina. 1985 - Hólmfríður Karlsdóttir 1988 - Linda Pétursdóttir 2005 - Unnur Birna Vilhjálmsdóttir Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Linda Pétursdóttir umboðsaðili Miss World á Íslandi hefur valið þátttakanda sem keppir fyrir Íslands hönd í Miss World. Keppnin verður haldin í London í desember þar sem þátttakendur frá 130 löndum keppa um hinn virta titil Ungfrú Heimur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Miss World Iceland sem Linda Pétursdóttir er í forsvari fyrir. Kolfinna Mist er fædd og uppalin á Akureyri og er 23 ára gömul. Kolfinna er tónlistarkona, syngur og spilar á gítar. Linda og Kolfinna eru þessa dagana á fullu í þeirri undirbúningsvinnu sem svona keppni kallar á og verður spennandi að sjá hvernig Kolfinnu gengur í keppninni.Sjá einnig:Fer eiginlega aldrei hjá sér Opnunarhátíð Miss World verður haldin í London þar sem hver keppandi tekur þátt í röð hraðagreina sem tryggja sigurvegurum sæti í 30 efstu sætunum. Meðal keppnisgreina má nefna margmiðlun, íþróttir, hæfileikakeppni, módelkeppni, útsláttarkeppni og kynningu á góðgerðaverkefnum innan Beauty With A Purpose. Meðan á keppninni stendur munu keppendur ferðast um öll frægustu kennileiti borgarinnar og njóta ríkulegrar menningarverðmæta hennar og arfleifðar. Julia Morley, eigandi og forstjóri Miss World, lætur vel að London og segir: Kolfinna tekur þátt í keppninni í London í desember.Mynd/Ásta Kristjánsdóttir„London er stórkostlegasta borg i heimi til að heimsækja. Þar voru fyrstu spor keppninnar stigin árið 1951 sem hluti af Þjóðarhátíð Bretlands og í ár ætlum við að halda bestu sýningu allra tíma. Árlega koma saman konur hvaðanæva úr heiminum sem eiga það sameiginlegt að hafa sama markmið. Margar þeirra eru að heimsækja London í fyrsta sinn og þær eru allar ákaflega spenntar. Þær geta ekki beðið eftir að deila hefðum sínum, tónlistarsmekk og matarvenjum og greina frá þeim góðgerðaverkefnum sem þær eru að vinna að í gegnum Beauty With A Purpose.“Sýnd í 150 löndum Alþjóðlegu góðgerðarsamtökin Beauty With A Purpose eru gríðarlega mikilvægur partur af Miss World keppninni. Þessi alþjóðlegi vettvangur hvetur þúsundir ungra kvenna til dáða og eflir þær til að nota hæfileika sína til að vekja athygli á og safna fé til hjálpar mannúðarmála sem hafa varanleg og áþreifanleg áhrif á fátæka, veika og aðra sem minna mega sín. Samtökin hafa safnað yfir 1 milljarði punda (UK) og styrkt bágstödd börn um allan heim. Lokakeppnin verður hún sýnd í yfir 150 löndum þar sem áhorfendur geta fylgst með því þegar ríkjandi ungfrú heimur, Vanessa Ponce de León, krýnir arftaka sinn í sextugustu og níundu Miss World keppninni í London. Ísland hefur átt góðu gengi að fagna í Miss World en við höfum þrisvar sinnum unnið keppnina. 1985 - Hólmfríður Karlsdóttir 1988 - Linda Pétursdóttir 2005 - Unnur Birna Vilhjálmsdóttir
Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira