Kolfinna Mist Austfjörð verður fulltrúi Íslands í Miss World Stefán Árni Pálsson skrifar 8. október 2019 09:13 Þrjár konur hafa unnið keppnina fyrir Íslands hönd. Mynd/Ásta Kristjánsdóttir Linda Pétursdóttir umboðsaðili Miss World á Íslandi hefur valið þátttakanda sem keppir fyrir Íslands hönd í Miss World. Keppnin verður haldin í London í desember þar sem þátttakendur frá 130 löndum keppa um hinn virta titil Ungfrú Heimur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Miss World Iceland sem Linda Pétursdóttir er í forsvari fyrir. Kolfinna Mist er fædd og uppalin á Akureyri og er 23 ára gömul. Kolfinna er tónlistarkona, syngur og spilar á gítar. Linda og Kolfinna eru þessa dagana á fullu í þeirri undirbúningsvinnu sem svona keppni kallar á og verður spennandi að sjá hvernig Kolfinnu gengur í keppninni.Sjá einnig:Fer eiginlega aldrei hjá sér Opnunarhátíð Miss World verður haldin í London þar sem hver keppandi tekur þátt í röð hraðagreina sem tryggja sigurvegurum sæti í 30 efstu sætunum. Meðal keppnisgreina má nefna margmiðlun, íþróttir, hæfileikakeppni, módelkeppni, útsláttarkeppni og kynningu á góðgerðaverkefnum innan Beauty With A Purpose. Meðan á keppninni stendur munu keppendur ferðast um öll frægustu kennileiti borgarinnar og njóta ríkulegrar menningarverðmæta hennar og arfleifðar. Julia Morley, eigandi og forstjóri Miss World, lætur vel að London og segir: Kolfinna tekur þátt í keppninni í London í desember.Mynd/Ásta Kristjánsdóttir„London er stórkostlegasta borg i heimi til að heimsækja. Þar voru fyrstu spor keppninnar stigin árið 1951 sem hluti af Þjóðarhátíð Bretlands og í ár ætlum við að halda bestu sýningu allra tíma. Árlega koma saman konur hvaðanæva úr heiminum sem eiga það sameiginlegt að hafa sama markmið. Margar þeirra eru að heimsækja London í fyrsta sinn og þær eru allar ákaflega spenntar. Þær geta ekki beðið eftir að deila hefðum sínum, tónlistarsmekk og matarvenjum og greina frá þeim góðgerðaverkefnum sem þær eru að vinna að í gegnum Beauty With A Purpose.“Sýnd í 150 löndum Alþjóðlegu góðgerðarsamtökin Beauty With A Purpose eru gríðarlega mikilvægur partur af Miss World keppninni. Þessi alþjóðlegi vettvangur hvetur þúsundir ungra kvenna til dáða og eflir þær til að nota hæfileika sína til að vekja athygli á og safna fé til hjálpar mannúðarmála sem hafa varanleg og áþreifanleg áhrif á fátæka, veika og aðra sem minna mega sín. Samtökin hafa safnað yfir 1 milljarði punda (UK) og styrkt bágstödd börn um allan heim. Lokakeppnin verður hún sýnd í yfir 150 löndum þar sem áhorfendur geta fylgst með því þegar ríkjandi ungfrú heimur, Vanessa Ponce de León, krýnir arftaka sinn í sextugustu og níundu Miss World keppninni í London. Ísland hefur átt góðu gengi að fagna í Miss World en við höfum þrisvar sinnum unnið keppnina. 1985 - Hólmfríður Karlsdóttir 1988 - Linda Pétursdóttir 2005 - Unnur Birna Vilhjálmsdóttir Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
Linda Pétursdóttir umboðsaðili Miss World á Íslandi hefur valið þátttakanda sem keppir fyrir Íslands hönd í Miss World. Keppnin verður haldin í London í desember þar sem þátttakendur frá 130 löndum keppa um hinn virta titil Ungfrú Heimur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Miss World Iceland sem Linda Pétursdóttir er í forsvari fyrir. Kolfinna Mist er fædd og uppalin á Akureyri og er 23 ára gömul. Kolfinna er tónlistarkona, syngur og spilar á gítar. Linda og Kolfinna eru þessa dagana á fullu í þeirri undirbúningsvinnu sem svona keppni kallar á og verður spennandi að sjá hvernig Kolfinnu gengur í keppninni.Sjá einnig:Fer eiginlega aldrei hjá sér Opnunarhátíð Miss World verður haldin í London þar sem hver keppandi tekur þátt í röð hraðagreina sem tryggja sigurvegurum sæti í 30 efstu sætunum. Meðal keppnisgreina má nefna margmiðlun, íþróttir, hæfileikakeppni, módelkeppni, útsláttarkeppni og kynningu á góðgerðaverkefnum innan Beauty With A Purpose. Meðan á keppninni stendur munu keppendur ferðast um öll frægustu kennileiti borgarinnar og njóta ríkulegrar menningarverðmæta hennar og arfleifðar. Julia Morley, eigandi og forstjóri Miss World, lætur vel að London og segir: Kolfinna tekur þátt í keppninni í London í desember.Mynd/Ásta Kristjánsdóttir„London er stórkostlegasta borg i heimi til að heimsækja. Þar voru fyrstu spor keppninnar stigin árið 1951 sem hluti af Þjóðarhátíð Bretlands og í ár ætlum við að halda bestu sýningu allra tíma. Árlega koma saman konur hvaðanæva úr heiminum sem eiga það sameiginlegt að hafa sama markmið. Margar þeirra eru að heimsækja London í fyrsta sinn og þær eru allar ákaflega spenntar. Þær geta ekki beðið eftir að deila hefðum sínum, tónlistarsmekk og matarvenjum og greina frá þeim góðgerðaverkefnum sem þær eru að vinna að í gegnum Beauty With A Purpose.“Sýnd í 150 löndum Alþjóðlegu góðgerðarsamtökin Beauty With A Purpose eru gríðarlega mikilvægur partur af Miss World keppninni. Þessi alþjóðlegi vettvangur hvetur þúsundir ungra kvenna til dáða og eflir þær til að nota hæfileika sína til að vekja athygli á og safna fé til hjálpar mannúðarmála sem hafa varanleg og áþreifanleg áhrif á fátæka, veika og aðra sem minna mega sín. Samtökin hafa safnað yfir 1 milljarði punda (UK) og styrkt bágstödd börn um allan heim. Lokakeppnin verður hún sýnd í yfir 150 löndum þar sem áhorfendur geta fylgst með því þegar ríkjandi ungfrú heimur, Vanessa Ponce de León, krýnir arftaka sinn í sextugustu og níundu Miss World keppninni í London. Ísland hefur átt góðu gengi að fagna í Miss World en við höfum þrisvar sinnum unnið keppnina. 1985 - Hólmfríður Karlsdóttir 1988 - Linda Pétursdóttir 2005 - Unnur Birna Vilhjálmsdóttir
Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira