Nýjustu olíulindir taldar tryggja auðlegð Noregs næstu áratugi Kristján Már Unnarsson skrifar 7. október 2019 20:27 Frá Johan Sverdrup-svæðinu í Norðursjó, nýjasta olíuvinnslusvæði Noregs. Það ber nafn Johans Sverdrups, fyrsta forsætisráðherra þingbundinnar ríkisstjórnar í Noregi, sem var við völd á árunum 1884 til 1889. Mynd/Equinor, Espen Rønnevik og Øyvind Gravås. Norðmenn hófu um helgina að dæla olíu upp af Johan Sverdrup-svæðinu, en þar eru einhverjar verðmætustu olíulindir sem fundist hafa í lögsögu Noregs. Svæðið er talið geta haldið lífi í olíuævintýri Norðmanna næstu hálfa öld en náttúruverndarsamtök segja það á sama hátt framlengja losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Johan Sverdrup svæðið er í Norðursjó, um 140 kílómetra vestur af Stafangri, og olían þar fannst ekki fyrr en árið 2010. Norska ríkisolíufélagið Equinor, áður Statoil, sem er aðaleigandi, segir ekki þurfa nema 20 dollara olíuverð á tunnu til að vinnslan borgi sig og áætlar að svæðið skili að jafnaði 660 þúsund olíutunnum á degi hverjum næstu fimmtíu ár. Áætlað framleiðsluverðmæti í heild samsvarar 19 þúsund milljörðum íslenskra króna en þar af er áætlað að 12 þúsund milljarðar renni í sjóði norska ríkisins, eða sem svarar 2,3 milljónum króna á hvern íbúa Noregs.Smíði hinna gríðarstóru vinnslupalla hófst árið 2015 en aðeins fyrri áfangi er kominn upp. Undir þyrlupallinum vinstra megin má sjá níu appelsínugula björgunarbáta.Mynd/Equinor, Espen Rønnevik og Øyvind Gravås.Efnahagsleg áhrif eru þegar orðin gríðarleg en fara þarf þrjátíu ár aftur í tímann til að finna dæmi um viðlíka framkvæmdir í norska olíuiðnaðinum. Smíði hinna gríðarstóru vinnslupalla svæðisins hófst árið 2015 og er talin skapa 15 þúsund störf í Noregi á tíu ára byggingartíma. Olíuvinnslan er síðan talin skapa 3.400 störf að jafnaði næstu hálfa öld. Þegar uppbyggingu svæðisins lýkur árið 2025, og framleiðslan verður komin á fullt, er áætlað að það muni standa undir þriðjungi allrar olíuframleiðslu Norðmanna. Equinor hrósar sér jafnframt af því að með raforku um sæstreng úr landi verði þetta umhverfisvænasta olíuvinnslusvæði heims, og þannig verði losun gróðurhúsalofttegunda 25-falt minni á hverja framleidda olíutunnu en að jafnaði annarsstaðar. Náttúruverndarsamtök segja á móti að þegar olían frá svæðinu verði notuð losi hún alls 1,3 milljarða tonna af koltvísýringi, 25-falt meira en allur Noregur losi núna á heilu ári.Margar vinnsluholur á hafsbotni eru tengdar vinnslupöllunum.Teikning/Equinor.Johan Sverdrup er talið þriðja olíuríkasta vinnslusvæði Noregs. Sjávardýpi þar er um 120 metrar en olíulindirnar eru á um 1.900 metra dýpi undir hafsbotni. Olíunni verður dælt um neðansjávarlögn í Mongstad-olíuvinnslustöðina norðan við Björgvin. Gasi verður dælt um aðra neðansjávarlögn í Kårstø-gasvinnslustöðina suðaustan við Haugasund. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 með loftmyndum af vinnslupöllunum: Bensín og olía Noregur Umhverfismál Tengdar fréttir Skrifar undir loftlagsmarkmið og stóreykur olíuleit á sama tíma Norðmenn eru að stórauka olíuleit í Barentshafi á sama tíma og forsætisráðherra þeirra undirritar yfirlýsingar í Reykjavík um aðgerðir í loftlagsmálum. 31. ágúst 2019 23:12 Lágt olíuverð ógnar nýjum vinnslusvæðum Noregs Yfir helmingur nýrra olíusvæða, sem áformað er að vinna á landgrunni Noregs, stendur ekki undir sér, miðað við núverandi olíuverð. 10. nóvember 2015 20:00 Allt fellur með Norðmönnum - finna enn meira af olíu Norska olíufyrirtækið Statoil, þar sem norska ríkið á tæplega 70 prósent eignarhlut, staðfesti í morgun að félagið hefði fundið vinnanlega olíu á svokölluðu Geitungen-svæði, sem er nærri Johan Sverdrup-svæðinu í Norðursjó. 27. ágúst 2012 10:27 Olíuævintýrið heldur bara áfram hjá Norðmönnum Statoil tilkynnti á mánudag að uppbygging fyrsta áfanga á nýju olíusvæði í Norðursjó, Johan Sverdrup, kallaði á 51.000 ársverk. 9. nóvember 2014 10:30 Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Norðmenn hófu um helgina að dæla olíu upp af Johan Sverdrup-svæðinu, en þar eru einhverjar verðmætustu olíulindir sem fundist hafa í lögsögu Noregs. Svæðið er talið geta haldið lífi í olíuævintýri Norðmanna næstu hálfa öld en náttúruverndarsamtök segja það á sama hátt framlengja losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Johan Sverdrup svæðið er í Norðursjó, um 140 kílómetra vestur af Stafangri, og olían þar fannst ekki fyrr en árið 2010. Norska ríkisolíufélagið Equinor, áður Statoil, sem er aðaleigandi, segir ekki þurfa nema 20 dollara olíuverð á tunnu til að vinnslan borgi sig og áætlar að svæðið skili að jafnaði 660 þúsund olíutunnum á degi hverjum næstu fimmtíu ár. Áætlað framleiðsluverðmæti í heild samsvarar 19 þúsund milljörðum íslenskra króna en þar af er áætlað að 12 þúsund milljarðar renni í sjóði norska ríkisins, eða sem svarar 2,3 milljónum króna á hvern íbúa Noregs.Smíði hinna gríðarstóru vinnslupalla hófst árið 2015 en aðeins fyrri áfangi er kominn upp. Undir þyrlupallinum vinstra megin má sjá níu appelsínugula björgunarbáta.Mynd/Equinor, Espen Rønnevik og Øyvind Gravås.Efnahagsleg áhrif eru þegar orðin gríðarleg en fara þarf þrjátíu ár aftur í tímann til að finna dæmi um viðlíka framkvæmdir í norska olíuiðnaðinum. Smíði hinna gríðarstóru vinnslupalla svæðisins hófst árið 2015 og er talin skapa 15 þúsund störf í Noregi á tíu ára byggingartíma. Olíuvinnslan er síðan talin skapa 3.400 störf að jafnaði næstu hálfa öld. Þegar uppbyggingu svæðisins lýkur árið 2025, og framleiðslan verður komin á fullt, er áætlað að það muni standa undir þriðjungi allrar olíuframleiðslu Norðmanna. Equinor hrósar sér jafnframt af því að með raforku um sæstreng úr landi verði þetta umhverfisvænasta olíuvinnslusvæði heims, og þannig verði losun gróðurhúsalofttegunda 25-falt minni á hverja framleidda olíutunnu en að jafnaði annarsstaðar. Náttúruverndarsamtök segja á móti að þegar olían frá svæðinu verði notuð losi hún alls 1,3 milljarða tonna af koltvísýringi, 25-falt meira en allur Noregur losi núna á heilu ári.Margar vinnsluholur á hafsbotni eru tengdar vinnslupöllunum.Teikning/Equinor.Johan Sverdrup er talið þriðja olíuríkasta vinnslusvæði Noregs. Sjávardýpi þar er um 120 metrar en olíulindirnar eru á um 1.900 metra dýpi undir hafsbotni. Olíunni verður dælt um neðansjávarlögn í Mongstad-olíuvinnslustöðina norðan við Björgvin. Gasi verður dælt um aðra neðansjávarlögn í Kårstø-gasvinnslustöðina suðaustan við Haugasund. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 með loftmyndum af vinnslupöllunum:
Bensín og olía Noregur Umhverfismál Tengdar fréttir Skrifar undir loftlagsmarkmið og stóreykur olíuleit á sama tíma Norðmenn eru að stórauka olíuleit í Barentshafi á sama tíma og forsætisráðherra þeirra undirritar yfirlýsingar í Reykjavík um aðgerðir í loftlagsmálum. 31. ágúst 2019 23:12 Lágt olíuverð ógnar nýjum vinnslusvæðum Noregs Yfir helmingur nýrra olíusvæða, sem áformað er að vinna á landgrunni Noregs, stendur ekki undir sér, miðað við núverandi olíuverð. 10. nóvember 2015 20:00 Allt fellur með Norðmönnum - finna enn meira af olíu Norska olíufyrirtækið Statoil, þar sem norska ríkið á tæplega 70 prósent eignarhlut, staðfesti í morgun að félagið hefði fundið vinnanlega olíu á svokölluðu Geitungen-svæði, sem er nærri Johan Sverdrup-svæðinu í Norðursjó. 27. ágúst 2012 10:27 Olíuævintýrið heldur bara áfram hjá Norðmönnum Statoil tilkynnti á mánudag að uppbygging fyrsta áfanga á nýju olíusvæði í Norðursjó, Johan Sverdrup, kallaði á 51.000 ársverk. 9. nóvember 2014 10:30 Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Skrifar undir loftlagsmarkmið og stóreykur olíuleit á sama tíma Norðmenn eru að stórauka olíuleit í Barentshafi á sama tíma og forsætisráðherra þeirra undirritar yfirlýsingar í Reykjavík um aðgerðir í loftlagsmálum. 31. ágúst 2019 23:12
Lágt olíuverð ógnar nýjum vinnslusvæðum Noregs Yfir helmingur nýrra olíusvæða, sem áformað er að vinna á landgrunni Noregs, stendur ekki undir sér, miðað við núverandi olíuverð. 10. nóvember 2015 20:00
Allt fellur með Norðmönnum - finna enn meira af olíu Norska olíufyrirtækið Statoil, þar sem norska ríkið á tæplega 70 prósent eignarhlut, staðfesti í morgun að félagið hefði fundið vinnanlega olíu á svokölluðu Geitungen-svæði, sem er nærri Johan Sverdrup-svæðinu í Norðursjó. 27. ágúst 2012 10:27
Olíuævintýrið heldur bara áfram hjá Norðmönnum Statoil tilkynnti á mánudag að uppbygging fyrsta áfanga á nýju olíusvæði í Norðursjó, Johan Sverdrup, kallaði á 51.000 ársverk. 9. nóvember 2014 10:30