Máli Iceland Igloo Village vísað til lögreglu Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 7. október 2019 19:59 Kúluhúsin rísa án tilskilinna leyfa í Rangárþingi. stöð 2 Ferðaþjónustan Iceland Igloo Village hefur verið rekin ólöglega í Landsveit án starfsleyfis í sumar. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fékk ábendingu um reksturinn í lok september og vísaði málinu til lögreglu í síðustu viku. Heilbrigðiseftirlitið segir afar sjaldgæft að slík mál komi upp. Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village sem er rekið af Eternal Resor í eigu fjögurra malasískra fjárfesta hefur verið í rekstri síðan í byrjun sumars en á booking.com má sjá umsagnir frá gestum síðan í júní. Fyrirtækið er með hjólhýsi á landinu Leyni í Landsveit og hefur tengt þau við aðveitu og fráveitu án þess að hafa leyfi fyrir því. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fékk ábendingu um reksturinn í septemberlok samkvæmt upplýsingum þaðan en fyrirtækið hefur hins vegar ekki starfsleyfi þannig að reksturinn hefur verið ólöglegur mánuðum saman. Málið þykir afar óvenjulegt en eftirlitið vísaði því til lögreglunnar á Suðurlandi í síðustu viku og samkvæmt upplýsingum þaðan verður tekið fyrir í vikunni hvort starfseminni verði lokað. Vísir/MHHTalsmaður sumarhúsa-og landeigenda segir að byggingafulltrúinn í Rangárþingi ytra hafi vitað af málinu mánuðum saman. „Þetta byrjaði í október í fyrra, við létum þá vita strax í maí að þetta væri komið svona, símleiðis, það hefur ekkert verið gert. Síðan erum við búin að kæra þetta og þá hefur ekkert gerst fyrr en við höfðum beint samband við byggingafulltrúa hér á svæðinu. Þá loksins var hreyft við því en það hefur enn þá ekkert gerst,“ segir Ásgeir Kristján Ólafsson, talsmaður sumarhúsa- og landeigenda.Ásgeir sendi byggingafulltrúanum bréf í morgun þar sem einnig er verið að reisa kúlúhús á svæðinu án tilskilinna leyfa þar sem hann er spurður á hvaða leyfum sé byggt. Farið er fram á að uppbygging verði stöðvuð tafarlaust og vatns-og fráveitulagnir fjarlægðar. Skipulags-og umferðarnefnd Rangárþings hélt fund í dag og í fundargerð kemur fram að eigendur Leynis hafi fengið heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi. Tillagan taki mið af athugasemdum, sér í lagi hvað varðar fráveitumál og mengunarvarnir. Engin leyfi hafa verið gefin út til framkvæmda. Einungis hafi verið gefin út tímabundin stöðuleyfi á hjólhúsum og heilsártjöldum. Þá segir að sveitarstjórn hafir ekkert með leyfisveitingar að gera sem snúa að útleigu hjólhýsa eða tengdrar starfsemi. Rangárþing ytra Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Ferðaþjónustan Iceland Igloo Village hefur verið rekin ólöglega í Landsveit án starfsleyfis í sumar. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fékk ábendingu um reksturinn í lok september og vísaði málinu til lögreglu í síðustu viku. Heilbrigðiseftirlitið segir afar sjaldgæft að slík mál komi upp. Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village sem er rekið af Eternal Resor í eigu fjögurra malasískra fjárfesta hefur verið í rekstri síðan í byrjun sumars en á booking.com má sjá umsagnir frá gestum síðan í júní. Fyrirtækið er með hjólhýsi á landinu Leyni í Landsveit og hefur tengt þau við aðveitu og fráveitu án þess að hafa leyfi fyrir því. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fékk ábendingu um reksturinn í septemberlok samkvæmt upplýsingum þaðan en fyrirtækið hefur hins vegar ekki starfsleyfi þannig að reksturinn hefur verið ólöglegur mánuðum saman. Málið þykir afar óvenjulegt en eftirlitið vísaði því til lögreglunnar á Suðurlandi í síðustu viku og samkvæmt upplýsingum þaðan verður tekið fyrir í vikunni hvort starfseminni verði lokað. Vísir/MHHTalsmaður sumarhúsa-og landeigenda segir að byggingafulltrúinn í Rangárþingi ytra hafi vitað af málinu mánuðum saman. „Þetta byrjaði í október í fyrra, við létum þá vita strax í maí að þetta væri komið svona, símleiðis, það hefur ekkert verið gert. Síðan erum við búin að kæra þetta og þá hefur ekkert gerst fyrr en við höfðum beint samband við byggingafulltrúa hér á svæðinu. Þá loksins var hreyft við því en það hefur enn þá ekkert gerst,“ segir Ásgeir Kristján Ólafsson, talsmaður sumarhúsa- og landeigenda.Ásgeir sendi byggingafulltrúanum bréf í morgun þar sem einnig er verið að reisa kúlúhús á svæðinu án tilskilinna leyfa þar sem hann er spurður á hvaða leyfum sé byggt. Farið er fram á að uppbygging verði stöðvuð tafarlaust og vatns-og fráveitulagnir fjarlægðar. Skipulags-og umferðarnefnd Rangárþings hélt fund í dag og í fundargerð kemur fram að eigendur Leynis hafi fengið heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi. Tillagan taki mið af athugasemdum, sér í lagi hvað varðar fráveitumál og mengunarvarnir. Engin leyfi hafa verið gefin út til framkvæmda. Einungis hafi verið gefin út tímabundin stöðuleyfi á hjólhúsum og heilsártjöldum. Þá segir að sveitarstjórn hafir ekkert með leyfisveitingar að gera sem snúa að útleigu hjólhýsa eða tengdrar starfsemi.
Rangárþing ytra Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent