Hundruð loftslagsaðgerðasinna handteknir um allan heim Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. október 2019 19:12 Hundruð mótmælenda voru handteknir í dag. EPA/CLEMENS BILAN Hundruð aðgerðarsinna, sem eru meðlimir í Extinction Rebellion hreyfingunni, voru handteknir á mótmælum sem fóru fram úti um allan heim. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Þrjátíu voru ákærðir fyrir lögbrot í Sydney í Ástralíu eftir að hundruð mótmælenda stöðvuðu umferð en meira en hundrað voru handteknir í Amsterdam. Mótmælt var í tugum landa, þar á meðal Þýskalandi, Spáni, Austurríki, Frakklandi og Nýja Sjálandi. Gert er ráð fyrir að loftslagsmótmæli muni verða haldin í meira en sextíu borgum á næstu tveimur vikum. Hópurinn hefur einnig raskað daglegu lífi í Lundúnum en þar voru meira en 200 handteknir á mánudag. Extinction Rebellion krefst þess að ríkisstjórnir ráðist í róttækar aðgerðir hið snarasta til að bregðast við loftslagsbreytingum. „Við höfum reynt að safna undirskriftum, beita þrýstingi og fara í kröfugöngur en nú er tíminn að renna út,“ ástralski aðgerðasinninn Jane Morton í samtali við fréttastofu AFP.Extinction Rebellion hefur breiðst út um allan heim frá því hópurinn mótmælti fyrst í Lundúnum.EPa/vickie flores„Við eigum engra kosta völ en að rísa upp þar til ríkisstjórnir okkar lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og bregðist við til að bjarga okkur.“ Áströlsk yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi í loftslagsmálum en þau hafa haldið því statt og stöðugt fram að þau leggi sitt af mörkum til að draga úr kolefnislosun. Innanríkisráðherra landsins, Peter Dutton, sagði í síðustu viku að dreifa ætti nöfnum og myndum af mótmælendum hreyfingarinnar til að „niðurlægja“ þá.Gerviblóði hellt á Wall Street nautið Mótmælendur í Sydney stöðvuðu umferð þegar þeir héldu setu mótmæli á einni helstu umferðaræð borgarinnar. Hundruð voru dregnir í burtu og þrjátíu ákærðir. Einnig hefur verið mótmælt í Melbourne og Brisbane. Tugir voru handteknir í Nýja Sjálandi þar sem mótmælendur umkringdu ráðuneytisbyggingu þar sem leyfi eru gefin út fyrir því að bora eftir olíu- og gasi. Meira en hundrað voru handteknir í Amsterdam eftir að mótmælendur tjölduðu á stórri umferðaræð fyrir utan Rijksmuseum, hollenska ríkissafnið. Einstaklingar voru handteknir í New York eftir að mótmælendur helltu gerviblóði yfir styttu af nauti sem stendur á Wall Street. Mótmælendur hömluðu umferð í Berlín en þar hafa yfirvöld lýst því yfir að enginn verði handtekinn eins og er. Um þúsund mótmælendur söfnuðust saman í verslunarmiðstöð í París en þeir njóta stuðnings gulvesta hreyfingarinnar. Nærri 150 mótmælendur hafa verið teknir í hald lögreglu í Lundúnum en skipuleggjendur mótmælanna hafa lýst því yfir að þau muni loka mikilvægum svæðum í borginni, þar á meðal þinghúsinu og Trafalgar torgi. Ástralía Bandaríkin Frakkland Holland Loftslagsmál Nýja-Sjáland Umhverfismál Þýskaland Tengdar fréttir Handtóku loftlagsaðgerðasinna í London Sjö konur og þrír karlmenn voru handteknir í aðgerðum lögreglu í London í gær. 6. október 2019 10:01 Vilja lögsækja 1.130 loftslagsaðgerðasinna Lögreglan í Lundúnum hefur lýst því yfir að alla þá 1.100 einstaklingar sem handteknir voru í loftslagsmótmælunum "Extinction Rebellion“ eigi að lögsækja. 25. maí 2019 16:59 Ungir umhverfisaðgerðasinnar mótmæla við Heathrow flugvöll Ungir aðgerðasinnar í Lundúnum hafa fært mótmælin sem geisað hafa á götum Lundúna til Heathrow flugvallar. 19. apríl 2019 10:33 Tíu handteknir vegna drónaflugs við Heathrow Loftslagsaðgerðasinnar í Englandi segja að þeim hafi tekist að fljúga dróna inn á bannsvæði í kringum Heathrow-flugvöll í London í þeim tilgangi að trufla flugsamgöngur. 13. september 2019 08:59 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Sjá meira
Hundruð aðgerðarsinna, sem eru meðlimir í Extinction Rebellion hreyfingunni, voru handteknir á mótmælum sem fóru fram úti um allan heim. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Þrjátíu voru ákærðir fyrir lögbrot í Sydney í Ástralíu eftir að hundruð mótmælenda stöðvuðu umferð en meira en hundrað voru handteknir í Amsterdam. Mótmælt var í tugum landa, þar á meðal Þýskalandi, Spáni, Austurríki, Frakklandi og Nýja Sjálandi. Gert er ráð fyrir að loftslagsmótmæli muni verða haldin í meira en sextíu borgum á næstu tveimur vikum. Hópurinn hefur einnig raskað daglegu lífi í Lundúnum en þar voru meira en 200 handteknir á mánudag. Extinction Rebellion krefst þess að ríkisstjórnir ráðist í róttækar aðgerðir hið snarasta til að bregðast við loftslagsbreytingum. „Við höfum reynt að safna undirskriftum, beita þrýstingi og fara í kröfugöngur en nú er tíminn að renna út,“ ástralski aðgerðasinninn Jane Morton í samtali við fréttastofu AFP.Extinction Rebellion hefur breiðst út um allan heim frá því hópurinn mótmælti fyrst í Lundúnum.EPa/vickie flores„Við eigum engra kosta völ en að rísa upp þar til ríkisstjórnir okkar lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og bregðist við til að bjarga okkur.“ Áströlsk yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi í loftslagsmálum en þau hafa haldið því statt og stöðugt fram að þau leggi sitt af mörkum til að draga úr kolefnislosun. Innanríkisráðherra landsins, Peter Dutton, sagði í síðustu viku að dreifa ætti nöfnum og myndum af mótmælendum hreyfingarinnar til að „niðurlægja“ þá.Gerviblóði hellt á Wall Street nautið Mótmælendur í Sydney stöðvuðu umferð þegar þeir héldu setu mótmæli á einni helstu umferðaræð borgarinnar. Hundruð voru dregnir í burtu og þrjátíu ákærðir. Einnig hefur verið mótmælt í Melbourne og Brisbane. Tugir voru handteknir í Nýja Sjálandi þar sem mótmælendur umkringdu ráðuneytisbyggingu þar sem leyfi eru gefin út fyrir því að bora eftir olíu- og gasi. Meira en hundrað voru handteknir í Amsterdam eftir að mótmælendur tjölduðu á stórri umferðaræð fyrir utan Rijksmuseum, hollenska ríkissafnið. Einstaklingar voru handteknir í New York eftir að mótmælendur helltu gerviblóði yfir styttu af nauti sem stendur á Wall Street. Mótmælendur hömluðu umferð í Berlín en þar hafa yfirvöld lýst því yfir að enginn verði handtekinn eins og er. Um þúsund mótmælendur söfnuðust saman í verslunarmiðstöð í París en þeir njóta stuðnings gulvesta hreyfingarinnar. Nærri 150 mótmælendur hafa verið teknir í hald lögreglu í Lundúnum en skipuleggjendur mótmælanna hafa lýst því yfir að þau muni loka mikilvægum svæðum í borginni, þar á meðal þinghúsinu og Trafalgar torgi.
Ástralía Bandaríkin Frakkland Holland Loftslagsmál Nýja-Sjáland Umhverfismál Þýskaland Tengdar fréttir Handtóku loftlagsaðgerðasinna í London Sjö konur og þrír karlmenn voru handteknir í aðgerðum lögreglu í London í gær. 6. október 2019 10:01 Vilja lögsækja 1.130 loftslagsaðgerðasinna Lögreglan í Lundúnum hefur lýst því yfir að alla þá 1.100 einstaklingar sem handteknir voru í loftslagsmótmælunum "Extinction Rebellion“ eigi að lögsækja. 25. maí 2019 16:59 Ungir umhverfisaðgerðasinnar mótmæla við Heathrow flugvöll Ungir aðgerðasinnar í Lundúnum hafa fært mótmælin sem geisað hafa á götum Lundúna til Heathrow flugvallar. 19. apríl 2019 10:33 Tíu handteknir vegna drónaflugs við Heathrow Loftslagsaðgerðasinnar í Englandi segja að þeim hafi tekist að fljúga dróna inn á bannsvæði í kringum Heathrow-flugvöll í London í þeim tilgangi að trufla flugsamgöngur. 13. september 2019 08:59 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Sjá meira
Handtóku loftlagsaðgerðasinna í London Sjö konur og þrír karlmenn voru handteknir í aðgerðum lögreglu í London í gær. 6. október 2019 10:01
Vilja lögsækja 1.130 loftslagsaðgerðasinna Lögreglan í Lundúnum hefur lýst því yfir að alla þá 1.100 einstaklingar sem handteknir voru í loftslagsmótmælunum "Extinction Rebellion“ eigi að lögsækja. 25. maí 2019 16:59
Ungir umhverfisaðgerðasinnar mótmæla við Heathrow flugvöll Ungir aðgerðasinnar í Lundúnum hafa fært mótmælin sem geisað hafa á götum Lundúna til Heathrow flugvallar. 19. apríl 2019 10:33
Tíu handteknir vegna drónaflugs við Heathrow Loftslagsaðgerðasinnar í Englandi segja að þeim hafi tekist að fljúga dróna inn á bannsvæði í kringum Heathrow-flugvöll í London í þeim tilgangi að trufla flugsamgöngur. 13. september 2019 08:59