Alvarlegar ásakanir Harrys á hendur götublöðunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. október 2019 10:11 Meghan Markle og Harry Bretaprins, hertogahjónin af Sussex. Vísir/getty Harry Bretaprins heldur því fram að bresk götublöð hafi leynt eða eytt sönnunargögnum um það hvernig þau komust yfir upplýsingar um hann, vini hans og ráðgjafa með ólöglegum aðferðum. Prinsinn telur brotin spanna mörg ár. Þetta hefur breska dagblaðið Guardian upp úr gögnum stórrar hópmálsóknar gegn tveimur breskum fjölmiðlasamsteypum. Greint var frá því í vikunni að Harry ætti aðild að málsókninni. Málið beinist að ritstjórum og framkvæmdastjórum Mirror Group Newspapers, sem gefur m.a. út götublaðið Daily Mirror, og News Group Newspapers (NGN), útgefanda The Sun. Sjá einnig: Harry hefur áhyggjur af því að sagan endurtaki sig Vefsíða Byline Investigates fjallaði fyrst um að Harry hefði stefnt samsteypunum. Í grein miðilsins kemur fram að málið verði tekið fyrir í október á næsta ári. Þá vísar Guardian í frétt Observer, þar sem fram kemur að ásakanirnar lúti m.a. að tölvuinnbrotum og öflun persónuupplýsinga með ólöglegum aðferðum. Þá sé að finna 20 blaðsíðna kafla í stefnunni þar sem blöðin eru sökuð um að hylma yfir ólöglegt athæfi og eyða sönnunargögnum. Hin meintu brot spanna árin 1994 til 2011. Þá segir í frétt Byline að prinsinn gæti leitast við að fá á hreint hvort blöðin hefðu hlerað talhólf móður Harrys, Díönu prinsessu heitinnar. Einnig verði fenginn botn í það hvort blöðin hafi ráðið einkaspæjara til að komast ólöglega yfir upplýsingar um Díönu og vini hennar, jafnvel eftir andlát hennar árið 1997. Díana prinsessa, móðir Harrys, er á meðal þeirra sem hann er sagður vísa til í málsókninni.Vísir/GEtty Einnig eru uppi getgátur um að nánir vinir og fyrrverandi kærustur Harrys gætu hafa orðið fyrir barðinu á blöðunum. Guardian hefur eftir lögfróðum að það gæti reynst Harry erfitt að sækja götublöðin til saka þar sem hin meintu persónuverndarbrot gætu verið fyrnd. Þá sé ljóst að um sé að ræða afar alvarlegar ásakanir um meinsæri og svik á hendur háttsettum ritstjórum og framkvæmdastjórum, en ekki aðeins einstökum blaðamönnum. Ef málið fer fyrir dóm gæti kastljósið þannig beinst að Rebekuh Brooks, aðalframkvæmdastjóra News UK, móðurfyrirtæki NGN, og sjónvarpsmanninum Piers Morgan, fyrrverandi ritstjóra Mirror. Þau hafa bæði neitað því að ólöglegt athæfi hafi farið fram undir þeirra stjórn, að þeim vitandi. Mál Harrys kemur í kjölfar máls eiginkonu hans, Meghan Markle, hertogaynjunnar af Sussex, sem hún höfðaði gegn Mail on Sunday. Meghan sakaði blaðið um að hafa birt með ólögmætum hætti bréf frá henni til föður hennar, Thomas Markle. Í forsíðuviðtali við hann, sem birt er í Mail on Sunday í dag, kveðst hann hafa verið „miður sín“ þegar tilvist bréfsins kvisaðist út. Hann hefði því séð sig knúinn til að greina frá innihaldi bréfsins eftir að ákveðin efnisatriði þess voru mistúlkuð. Árið 2011 var höfðað tímamótamál af svipuðum meiði gegn blaðinu News of the World sem leiddi til þess að blaðið var lagt niður. Blaðamenn blaðsins brutust inn í símsvara fræga fólksins og unnu fréttir upp úr skilaboðum sem þar var að finna. Við réttarhöldin kom fram að Harry, bróðir hans Vilhjálmur Bretaprins og mágkona hans, Katrín, hertogaynjan af Cambridge, hefðu orðið fyrir barðinu á blaðamönnunum. Bretland Fjölmiðlar Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Harry hefur áhyggjur af því að sagan endurtaki sig Meghan Markle hefur kært útgefendur Mail on Sunday. 1. október 2019 23:11 Bretaprins höfðar mál gegn the Sun Hertoginn af Sussex, Harry Bretaprins, hefur fetað í fótspor eiginkonu sinnar, Meghan Markle, og hefur höfðað mál gegn eigendum fjölmiðlanna the Sun, the Daily Mirror og blaðinu News of the World, sem lagði upp laupana 2011, vegna meintra innbrota í síma prinsins. 5. október 2019 09:57 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Erlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira
Harry Bretaprins heldur því fram að bresk götublöð hafi leynt eða eytt sönnunargögnum um það hvernig þau komust yfir upplýsingar um hann, vini hans og ráðgjafa með ólöglegum aðferðum. Prinsinn telur brotin spanna mörg ár. Þetta hefur breska dagblaðið Guardian upp úr gögnum stórrar hópmálsóknar gegn tveimur breskum fjölmiðlasamsteypum. Greint var frá því í vikunni að Harry ætti aðild að málsókninni. Málið beinist að ritstjórum og framkvæmdastjórum Mirror Group Newspapers, sem gefur m.a. út götublaðið Daily Mirror, og News Group Newspapers (NGN), útgefanda The Sun. Sjá einnig: Harry hefur áhyggjur af því að sagan endurtaki sig Vefsíða Byline Investigates fjallaði fyrst um að Harry hefði stefnt samsteypunum. Í grein miðilsins kemur fram að málið verði tekið fyrir í október á næsta ári. Þá vísar Guardian í frétt Observer, þar sem fram kemur að ásakanirnar lúti m.a. að tölvuinnbrotum og öflun persónuupplýsinga með ólöglegum aðferðum. Þá sé að finna 20 blaðsíðna kafla í stefnunni þar sem blöðin eru sökuð um að hylma yfir ólöglegt athæfi og eyða sönnunargögnum. Hin meintu brot spanna árin 1994 til 2011. Þá segir í frétt Byline að prinsinn gæti leitast við að fá á hreint hvort blöðin hefðu hlerað talhólf móður Harrys, Díönu prinsessu heitinnar. Einnig verði fenginn botn í það hvort blöðin hafi ráðið einkaspæjara til að komast ólöglega yfir upplýsingar um Díönu og vini hennar, jafnvel eftir andlát hennar árið 1997. Díana prinsessa, móðir Harrys, er á meðal þeirra sem hann er sagður vísa til í málsókninni.Vísir/GEtty Einnig eru uppi getgátur um að nánir vinir og fyrrverandi kærustur Harrys gætu hafa orðið fyrir barðinu á blöðunum. Guardian hefur eftir lögfróðum að það gæti reynst Harry erfitt að sækja götublöðin til saka þar sem hin meintu persónuverndarbrot gætu verið fyrnd. Þá sé ljóst að um sé að ræða afar alvarlegar ásakanir um meinsæri og svik á hendur háttsettum ritstjórum og framkvæmdastjórum, en ekki aðeins einstökum blaðamönnum. Ef málið fer fyrir dóm gæti kastljósið þannig beinst að Rebekuh Brooks, aðalframkvæmdastjóra News UK, móðurfyrirtæki NGN, og sjónvarpsmanninum Piers Morgan, fyrrverandi ritstjóra Mirror. Þau hafa bæði neitað því að ólöglegt athæfi hafi farið fram undir þeirra stjórn, að þeim vitandi. Mál Harrys kemur í kjölfar máls eiginkonu hans, Meghan Markle, hertogaynjunnar af Sussex, sem hún höfðaði gegn Mail on Sunday. Meghan sakaði blaðið um að hafa birt með ólögmætum hætti bréf frá henni til föður hennar, Thomas Markle. Í forsíðuviðtali við hann, sem birt er í Mail on Sunday í dag, kveðst hann hafa verið „miður sín“ þegar tilvist bréfsins kvisaðist út. Hann hefði því séð sig knúinn til að greina frá innihaldi bréfsins eftir að ákveðin efnisatriði þess voru mistúlkuð. Árið 2011 var höfðað tímamótamál af svipuðum meiði gegn blaðinu News of the World sem leiddi til þess að blaðið var lagt niður. Blaðamenn blaðsins brutust inn í símsvara fræga fólksins og unnu fréttir upp úr skilaboðum sem þar var að finna. Við réttarhöldin kom fram að Harry, bróðir hans Vilhjálmur Bretaprins og mágkona hans, Katrín, hertogaynjan af Cambridge, hefðu orðið fyrir barðinu á blaðamönnunum.
Bretland Fjölmiðlar Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Harry hefur áhyggjur af því að sagan endurtaki sig Meghan Markle hefur kært útgefendur Mail on Sunday. 1. október 2019 23:11 Bretaprins höfðar mál gegn the Sun Hertoginn af Sussex, Harry Bretaprins, hefur fetað í fótspor eiginkonu sinnar, Meghan Markle, og hefur höfðað mál gegn eigendum fjölmiðlanna the Sun, the Daily Mirror og blaðinu News of the World, sem lagði upp laupana 2011, vegna meintra innbrota í síma prinsins. 5. október 2019 09:57 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Erlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira
Harry hefur áhyggjur af því að sagan endurtaki sig Meghan Markle hefur kært útgefendur Mail on Sunday. 1. október 2019 23:11
Bretaprins höfðar mál gegn the Sun Hertoginn af Sussex, Harry Bretaprins, hefur fetað í fótspor eiginkonu sinnar, Meghan Markle, og hefur höfðað mál gegn eigendum fjölmiðlanna the Sun, the Daily Mirror og blaðinu News of the World, sem lagði upp laupana 2011, vegna meintra innbrota í síma prinsins. 5. október 2019 09:57