Körfubolti

Körfuboltakvöld: „Kári fer alltaf með Hauka í úrslit“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Spekingarnir fjórir.
Spekingarnir fjórir. vísir/skjáskot
Framlengingin var á sínum stað í fyrsta uppgjörsþætti af Domino's Körfuboltakvöldi sem var á dagskrá Stöðvar 2 Sport á föstudagskvöldið.

Fyrsta spurningin í Framlengingunni var hvaða lið hafi valdið spekingunum mestu vonbrigðum í 1. umferðinni sem fór fram bæði á fimmtudags- og föstudagskvöld.

„Mér fannst Valur hafa valdið meiri vonbrigðum því þeir voru að spila gegn liði sem þeir áttu að vinna þægilegan sigur á. Spilamennskan þeirra var hræðileg og vörnin hræðileg þannig að þeir litu hrikalega illa út,“ sagði Hermann Hauksson en Valur spilaði gegn Fjölni.

Næsta spurning var um hvaða lið hafi komið mest á óvart.

„Mér fannst Keflavík vera komnir á flottan stað miðað við að þetta var fyrsti leikur og fara á erfiðan útivöll. Þeir lentu 8-0 undir og unnu öruggan sigur,“ sagði Teitur Örlygsson en Keflvíkingar unnu frábæran sigur á Tindastól.

Haukarnir unnu þægilegan sigur á Þór Akureyri og spurt var hvort að Haukarnir gætu farið alla leið í vetur.

„Þeir geta það klárlega. Kári fer alltaf með Hauka í úrslit. Hefur hann einhverntímann lent neðar en í öðru sæti? Ég man ekki eftir því og ef hann er ekki eru þeir í fallbaráttu. Ég held að hann sé betri en þegar hann var hérna síðast,“ sagði Benedikt Guðmundsson.

„Þeir geta klárlega klárað þetta en þeir þurfa að vísu að fara í gegnum sterk lið en svarið mitt er já,“ en Teitur var ekki jafn viss og Benedikt.

Innslagið má sjá í heild sinni hér að neðan.



Klippa: Körfuboltakvöld: Framlenging

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×