Nýjar stofnanir verði á landsbyggðinni Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. október 2019 08:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Á ríkisstjórnarfundi í gær lagði forsætisráðherra áherslu á að ráðherrar skoði sérstaklega hvort þær stofnanir sem ráðuneyti áformi að setja á laggirnar geti verið staðsettar utan höfuðborgarsvæðisins. Lagði forsætisráðherra fram minnisblað um málið þar sem vísað er til stjórnarsáttmála flokkanna um mikilvægi blómlegrar byggðar um landið allt, jafnt aðgengi allra landsmanna að þjónustu, atvinnutækifærum og lífskjörum. Í minnisblaðinu er einnig vísað til fjölda aðgerða í byggðaáætlun sem ætlað er að jafna aðgengi að þjónustu, jafna tækifæri til atvinnu og stuðla að sjálfbærri þróun byggða. Þá er vísað til ýmissa áforma um breytingar á stofnanafyrirkomulagi hins opinbera; bæði tillögur að sameiningu stofnana auk tillagna um að nýjar stofnanir verði settar á laggirnar. Svo segir í minnisblaðinu: „Hlutverk forsætisráðuneytisins er að tryggja að skoðað verði þegar ný starfsemi hefst á vegum ríkisins hvort starfsemin geti verið sett á laggirnar utan höfuðborgarsvæðisins. Samkvæmt byggðaáætlun er árangur af verkefninu mældur í fjölda starfa og starfsstöðva sem settar verða á laggirnar utan höfuðborgarsvæðisins.“ Með minnisblaðinu sé áréttað mikilvægi þess að skoðað verði hvort áformaðar stofnanir geti verið staðsettar utan höfuðborgarsvæðisins. Mikilvægt sé að ráðuneyti geti rökstutt ákvarðanir um staðsetningu stofnana „í þeim umræðum sem án efa munu verða um þessi mál“. Fréttablaðið greindi nýverið frá því að samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir yfirstandandi þing sé áformað að til verði fjórar nýjar ríkisstofnanir. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er ætlað að leysa af hólmi bæði Íbúðalánasjóð og Mannvirkjastofnun. Gert er ráð fyrir að Ríkiskaup verði grunnur að nýrri Nýsköpunar- og umbótastofnun á vegum ríkisins samkvæmt boðuðu frumvarpi fjármálaráðherra. Á vorþingi hyggst umhverfisráðherra setja á fót Þjóðgarðsstofnun sem ætlað er að taka við verkefnum Vatnajökulsþjóðgarðs, þjóðgarðsins á Þingvöllum og verkefnum á sviði náttúruverndar á vegum Umhverfisstofnunar. Þá hyggst nýr dómsmálaráðherra leggja fram frumvarp um sérstakan dómstól um endurupptöku mála að nýju. Í frumvarpinu er kveðið á um að dómstóllinn verði staðsettur hjá Dómstólasýslunni og hann fer því tæpast út á land. Áform um nýjar ríkisstofnanir-Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er ætlað að leysa af hólmi bæði Íbúðalánasjóð og Mannvirkjastofnun. (Félagsmálaráðherra) -Nýsköpunar- og umbótastofnun á grunni Ríkiskaupa. (Fjármálaráðherra) -Þjóðgarðsstofnun tæki við verkefnum Vatnajökulsþjóðgarðs, þjóðgarðsins á Þingvöllum og verkefnum á sviði náttúruverndar á vegum Umhverfisstofnunar. (Umhverfisráðherra) -Endurupptökudómur – Samkvæmt frumvarpi um málið verður dómstóllinn staðsettur hjá Dómstólasýslunni. (Dómsmálaráðherra) Birtist í Fréttablaðinu Byggðamál Stjórnsýsla Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sjá meira
Á ríkisstjórnarfundi í gær lagði forsætisráðherra áherslu á að ráðherrar skoði sérstaklega hvort þær stofnanir sem ráðuneyti áformi að setja á laggirnar geti verið staðsettar utan höfuðborgarsvæðisins. Lagði forsætisráðherra fram minnisblað um málið þar sem vísað er til stjórnarsáttmála flokkanna um mikilvægi blómlegrar byggðar um landið allt, jafnt aðgengi allra landsmanna að þjónustu, atvinnutækifærum og lífskjörum. Í minnisblaðinu er einnig vísað til fjölda aðgerða í byggðaáætlun sem ætlað er að jafna aðgengi að þjónustu, jafna tækifæri til atvinnu og stuðla að sjálfbærri þróun byggða. Þá er vísað til ýmissa áforma um breytingar á stofnanafyrirkomulagi hins opinbera; bæði tillögur að sameiningu stofnana auk tillagna um að nýjar stofnanir verði settar á laggirnar. Svo segir í minnisblaðinu: „Hlutverk forsætisráðuneytisins er að tryggja að skoðað verði þegar ný starfsemi hefst á vegum ríkisins hvort starfsemin geti verið sett á laggirnar utan höfuðborgarsvæðisins. Samkvæmt byggðaáætlun er árangur af verkefninu mældur í fjölda starfa og starfsstöðva sem settar verða á laggirnar utan höfuðborgarsvæðisins.“ Með minnisblaðinu sé áréttað mikilvægi þess að skoðað verði hvort áformaðar stofnanir geti verið staðsettar utan höfuðborgarsvæðisins. Mikilvægt sé að ráðuneyti geti rökstutt ákvarðanir um staðsetningu stofnana „í þeim umræðum sem án efa munu verða um þessi mál“. Fréttablaðið greindi nýverið frá því að samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir yfirstandandi þing sé áformað að til verði fjórar nýjar ríkisstofnanir. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er ætlað að leysa af hólmi bæði Íbúðalánasjóð og Mannvirkjastofnun. Gert er ráð fyrir að Ríkiskaup verði grunnur að nýrri Nýsköpunar- og umbótastofnun á vegum ríkisins samkvæmt boðuðu frumvarpi fjármálaráðherra. Á vorþingi hyggst umhverfisráðherra setja á fót Þjóðgarðsstofnun sem ætlað er að taka við verkefnum Vatnajökulsþjóðgarðs, þjóðgarðsins á Þingvöllum og verkefnum á sviði náttúruverndar á vegum Umhverfisstofnunar. Þá hyggst nýr dómsmálaráðherra leggja fram frumvarp um sérstakan dómstól um endurupptöku mála að nýju. Í frumvarpinu er kveðið á um að dómstóllinn verði staðsettur hjá Dómstólasýslunni og hann fer því tæpast út á land. Áform um nýjar ríkisstofnanir-Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er ætlað að leysa af hólmi bæði Íbúðalánasjóð og Mannvirkjastofnun. (Félagsmálaráðherra) -Nýsköpunar- og umbótastofnun á grunni Ríkiskaupa. (Fjármálaráðherra) -Þjóðgarðsstofnun tæki við verkefnum Vatnajökulsþjóðgarðs, þjóðgarðsins á Þingvöllum og verkefnum á sviði náttúruverndar á vegum Umhverfisstofnunar. (Umhverfisráðherra) -Endurupptökudómur – Samkvæmt frumvarpi um málið verður dómstóllinn staðsettur hjá Dómstólasýslunni. (Dómsmálaráðherra)
Birtist í Fréttablaðinu Byggðamál Stjórnsýsla Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sjá meira