VHE í járnum vegna Upphafs Björn Þorfinnsson skrifar 5. október 2019 08:00 Frá framkvæmdum í Kársnesi. Verktaka- og þjónustufyrirtækið VHE er í erfiðri fjárhagslegri stöðu eftir að upp komst að stór samstarfsaðili þess, Upphaf fasteignafélag, væri í mun verri stöðu en áður hafði verið haldið. Samstarf Upphafs og VHE hefur verið náið undanfarin ár og meðal annars stefndu fyrirtækin í sameiningu að umfangsmikilli uppbyggingu í Skarðshlíð, nýju hverfi í Hafnarfirði. Miklar tafir hafa verið á þeim fyrirætlunum. Eins og greint var frá í vikunni var eigið fé sjóðsins GAMMA: Novus fært niður úr 4,4 milljörðum í 42 milljónir í vikunni. Vandræði sjóðsins má rekja til erfiðleika dótturfélags þess, Upphafs fasteignafélags. Eigið fé þess er uppurið og nú er þess freistað að afla eins milljarðs króna frá skuldabréfaeigendum til þess að klára útistandandi verkefni félagsins. VHE var byggingaraðili 129 íbúða Upphafs í Kársnesi. Upphaflega stóð til að sala íbúðanna myndi hefjast í lok árs 2018 en þær áætlanir hafa dregist á langinn. Eins og Fréttablaðið greindi frá í vikunni hunsuðu stjórnendur Upphafs kostnaðaráætlun frá verkfræðistofunni Ferli og gerðu eigin áætlun innanhúss. Sú áætlun reyndist vanmeta kostnaðinn við byggingu íbúðanna verulega. Engar framkvæmdir hafa staðið yfir á reitnum á Kársnesi síðan í júní í sumar. Þessu slæma höggi mátti VHE ekki við. Segja má að fyrirtækið hafi róið lífróður frá efnahagshruni en þá stökkbreyttust erlendar skuldir félagsins. Fyrirtækið rambaði á barmi gjaldþrots eins og svo mörg verktakafyrirtæki. Morgunblaðið fjallaði um stöðu fyrirtækisins í mars 2018 og greindi frá því að VHE hefði um alllangt skeið átt í erfiðleikum með að standa skil á greiðslum til birgja og helsta lánveitanda síns, Landsbankans. Lausafé hafði skort til að standa undir af borgunum á lánum á réttum tíma og greiða undirverktökum vegna þeirra verka. Umsvif VHE eru mikil en að sama skapi er reksturinn í járnum. Félagið velti um 9,6 milljörðum króna árið 2018 og nam rekstrarhagnaður þess um 653 milljónum króna. Þegar leiðrétt hafði verið fyrir fjármagnsgjöldum og tekjuskattsinneign var hagnaður ársins 31 milljón króna. Þá skuldar félagið tæpa 9 milljarða króna. Eigendur VHE eru systkinin Unnar Steinn, Einar Þór og Hanna Rún Hjaltabörn auk foreldra þeirra. Unnar Steinn er stjórnarformaður fyrirtækisins og á 80 prósenta hlut í því en Einar Þór, framkvæmdastjóri þess, átta prósent. Hanna Rúna á sex prósent og foreldrar þeirra sín þrjú prósentin hvort. Systkinin eiga einnig fyrirtækið Nesnúp ehf. í svipuðum hlutföllum og VHE. Það fyrirtæki var hlutskarpast í útboði Hafnarfjarðarbæjar um fjórar fjölbýlishúsalóðir í nýju Skarðshlíðarhverfi bæjarins í lok árs 2016. Hreppti fyrirtækið lóðirnar Apalskarð 2, Apalskarð 6, Bergsskarð 1 og Geislaskarð 2. Samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ var kaupverð lóðanna 661 milljón króna. Tæpu ári síðar keypti félagið Skarðshlíð ehf. lóðirnar út úr Nesnúpi en kaupverð lóðanna var 691 milljón króna. Skarðshlíð er í 50 prósent eigu Upphafs og 50 prósent eigu VHE. Þá undirritaði félagið einnig leigusamninga um tvær aðrar lóðir í hverfinu, Hádegisskarð 12 og 16, til 75 ára. Framkvæmdir á lóðunum eru skammt á veg komnar og óvíst hvað verður. Stjórnarformaður VHE, Unnar Steinn Hjaltason, vildi ekki ræða stöðuna sem upp er komin við Fréttablaðið þegar eftir því var leitað. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fjórir lífeyrissjóðir hafa upplýst tap vegna sjóða Gamma Fasteignaþróunarfélagið Upphaf sem er í eigu Gamma:Novus er með hátt í þrjú hundruð íbúðir í byggingu eða sölu á höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdastjóri Gamma segir mikilvægt að fá aukið fjármagn inní félagið til að halda framkvæmdum áfram. 3. október 2019 18:30 Stjórnendur virtu að vettugi kostnaðarmat verkfræðistofu Framkvæmdastjóri verkfræðistofu sem vann kostnaðarmat vegna byggingar 129 íbúða á Kársnesi segir að kostnaðaráætlun fyrirtækisins hafi verið hunsuð og stjórnendur Upphafs fasteignafélags hafi samið aðra áætlun innanhúss og kynnt hana hagsmunaaðilum. Sú áætlun hafi verið verulega vanáætluð. 3. október 2019 06:00 „Allt utanumhald um sjóðinn og verkefnin virðist hafa verið í skötulíki“ Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, segir að ótal spurningum sé enn ósvarað varðandi það hvernig það gat gerst að eignir tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri Gamma rýrnuðu um annars vegar 99 prósent í tilviki Gamma: Novus og hins vegar um 60 prósent í tilviki Gamma: Anglia. 3. október 2019 12:00 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Verktaka- og þjónustufyrirtækið VHE er í erfiðri fjárhagslegri stöðu eftir að upp komst að stór samstarfsaðili þess, Upphaf fasteignafélag, væri í mun verri stöðu en áður hafði verið haldið. Samstarf Upphafs og VHE hefur verið náið undanfarin ár og meðal annars stefndu fyrirtækin í sameiningu að umfangsmikilli uppbyggingu í Skarðshlíð, nýju hverfi í Hafnarfirði. Miklar tafir hafa verið á þeim fyrirætlunum. Eins og greint var frá í vikunni var eigið fé sjóðsins GAMMA: Novus fært niður úr 4,4 milljörðum í 42 milljónir í vikunni. Vandræði sjóðsins má rekja til erfiðleika dótturfélags þess, Upphafs fasteignafélags. Eigið fé þess er uppurið og nú er þess freistað að afla eins milljarðs króna frá skuldabréfaeigendum til þess að klára útistandandi verkefni félagsins. VHE var byggingaraðili 129 íbúða Upphafs í Kársnesi. Upphaflega stóð til að sala íbúðanna myndi hefjast í lok árs 2018 en þær áætlanir hafa dregist á langinn. Eins og Fréttablaðið greindi frá í vikunni hunsuðu stjórnendur Upphafs kostnaðaráætlun frá verkfræðistofunni Ferli og gerðu eigin áætlun innanhúss. Sú áætlun reyndist vanmeta kostnaðinn við byggingu íbúðanna verulega. Engar framkvæmdir hafa staðið yfir á reitnum á Kársnesi síðan í júní í sumar. Þessu slæma höggi mátti VHE ekki við. Segja má að fyrirtækið hafi róið lífróður frá efnahagshruni en þá stökkbreyttust erlendar skuldir félagsins. Fyrirtækið rambaði á barmi gjaldþrots eins og svo mörg verktakafyrirtæki. Morgunblaðið fjallaði um stöðu fyrirtækisins í mars 2018 og greindi frá því að VHE hefði um alllangt skeið átt í erfiðleikum með að standa skil á greiðslum til birgja og helsta lánveitanda síns, Landsbankans. Lausafé hafði skort til að standa undir af borgunum á lánum á réttum tíma og greiða undirverktökum vegna þeirra verka. Umsvif VHE eru mikil en að sama skapi er reksturinn í járnum. Félagið velti um 9,6 milljörðum króna árið 2018 og nam rekstrarhagnaður þess um 653 milljónum króna. Þegar leiðrétt hafði verið fyrir fjármagnsgjöldum og tekjuskattsinneign var hagnaður ársins 31 milljón króna. Þá skuldar félagið tæpa 9 milljarða króna. Eigendur VHE eru systkinin Unnar Steinn, Einar Þór og Hanna Rún Hjaltabörn auk foreldra þeirra. Unnar Steinn er stjórnarformaður fyrirtækisins og á 80 prósenta hlut í því en Einar Þór, framkvæmdastjóri þess, átta prósent. Hanna Rúna á sex prósent og foreldrar þeirra sín þrjú prósentin hvort. Systkinin eiga einnig fyrirtækið Nesnúp ehf. í svipuðum hlutföllum og VHE. Það fyrirtæki var hlutskarpast í útboði Hafnarfjarðarbæjar um fjórar fjölbýlishúsalóðir í nýju Skarðshlíðarhverfi bæjarins í lok árs 2016. Hreppti fyrirtækið lóðirnar Apalskarð 2, Apalskarð 6, Bergsskarð 1 og Geislaskarð 2. Samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ var kaupverð lóðanna 661 milljón króna. Tæpu ári síðar keypti félagið Skarðshlíð ehf. lóðirnar út úr Nesnúpi en kaupverð lóðanna var 691 milljón króna. Skarðshlíð er í 50 prósent eigu Upphafs og 50 prósent eigu VHE. Þá undirritaði félagið einnig leigusamninga um tvær aðrar lóðir í hverfinu, Hádegisskarð 12 og 16, til 75 ára. Framkvæmdir á lóðunum eru skammt á veg komnar og óvíst hvað verður. Stjórnarformaður VHE, Unnar Steinn Hjaltason, vildi ekki ræða stöðuna sem upp er komin við Fréttablaðið þegar eftir því var leitað.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fjórir lífeyrissjóðir hafa upplýst tap vegna sjóða Gamma Fasteignaþróunarfélagið Upphaf sem er í eigu Gamma:Novus er með hátt í þrjú hundruð íbúðir í byggingu eða sölu á höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdastjóri Gamma segir mikilvægt að fá aukið fjármagn inní félagið til að halda framkvæmdum áfram. 3. október 2019 18:30 Stjórnendur virtu að vettugi kostnaðarmat verkfræðistofu Framkvæmdastjóri verkfræðistofu sem vann kostnaðarmat vegna byggingar 129 íbúða á Kársnesi segir að kostnaðaráætlun fyrirtækisins hafi verið hunsuð og stjórnendur Upphafs fasteignafélags hafi samið aðra áætlun innanhúss og kynnt hana hagsmunaaðilum. Sú áætlun hafi verið verulega vanáætluð. 3. október 2019 06:00 „Allt utanumhald um sjóðinn og verkefnin virðist hafa verið í skötulíki“ Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, segir að ótal spurningum sé enn ósvarað varðandi það hvernig það gat gerst að eignir tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri Gamma rýrnuðu um annars vegar 99 prósent í tilviki Gamma: Novus og hins vegar um 60 prósent í tilviki Gamma: Anglia. 3. október 2019 12:00 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Fjórir lífeyrissjóðir hafa upplýst tap vegna sjóða Gamma Fasteignaþróunarfélagið Upphaf sem er í eigu Gamma:Novus er með hátt í þrjú hundruð íbúðir í byggingu eða sölu á höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdastjóri Gamma segir mikilvægt að fá aukið fjármagn inní félagið til að halda framkvæmdum áfram. 3. október 2019 18:30
Stjórnendur virtu að vettugi kostnaðarmat verkfræðistofu Framkvæmdastjóri verkfræðistofu sem vann kostnaðarmat vegna byggingar 129 íbúða á Kársnesi segir að kostnaðaráætlun fyrirtækisins hafi verið hunsuð og stjórnendur Upphafs fasteignafélags hafi samið aðra áætlun innanhúss og kynnt hana hagsmunaaðilum. Sú áætlun hafi verið verulega vanáætluð. 3. október 2019 06:00
„Allt utanumhald um sjóðinn og verkefnin virðist hafa verið í skötulíki“ Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, segir að ótal spurningum sé enn ósvarað varðandi það hvernig það gat gerst að eignir tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri Gamma rýrnuðu um annars vegar 99 prósent í tilviki Gamma: Novus og hins vegar um 60 prósent í tilviki Gamma: Anglia. 3. október 2019 12:00