Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Stjarnan 80-92 | Meistaraefnin byrjuðu á sigri Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 4. október 2019 23:00 Ægir Þór Steinarsson. vísir/vilhelm Stjarnan sótti sigur í Icelandic Glacial-höllina í kvöld gegn Þór Þorlákshöfn í fyrstu umferð Dominosdeildar karla. Þórsarar börðust en þurftu að sætta sig við 80-92 tap gegn meistaraefnunum í Stjörnunni. Þórsarar voru eilítið slakir framan af og áttu í erfiðleikum með að dekka stóra pósta í liði Stjörnumanna. Þrátt fyrir góðar innkomur ungra og efnilegra leikmanna hjá Þór vantaði upp á meira framlag frá erlendum leikmönnum þeirra og Stjarnan átti ekki við sama vanda að stríða í leiknum. Í lokafjórðungnum eygðu Þórsarar von um að stela sigrinum þegar Emil Karel Einarsson setti 8 stig á einni mínútu en lið Stjörnunnar drap þá von fljótt með nokkrum góðum sóknum. Að lokum tryggðu gestirnir sér tólf stiga sigur, 80-92.Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan var dugleg að refsa Þór fyrir mistök sín í frákastabaráttunni og með hraðaupphlaupum. Þeir höfðu líka einfaldlega betri leikmenn í flestum stöðum sem Þórsarar áttu erfitt með að dekka, bæði innan teigs og á opnum velli.Bestu menn vallarins Nick Tomsick var góður fyrir Stjörnuna í kvöld og skoraði 20 stig úr 43% skotnýtingu. Jamar Akoh, miðherji Stjörnumanna var líka mjög góður og reyndist Þórsurum erfiður viðureignar inni í teig. Hann lauk leik með 18 stig og 14 fráköst. Hjá Þór var Emil Karel Einarsson bestur með 19 stig og fimm fráköst. Hann skoraði m.a. átta stig á einni mínútu í lokafjórðungnum þegar Þórsarar gerðu áhlaup á Stjörnuna.Tölfræði sem vakti athygli Sóknarfráköstin hjá Stjörnunni skiptu miklu máli fyrir sigur þeirra í kvöld, enda tóku þeir 14 sóknarfráköst gegn aðeins fjórum hjá Þór. Þessi aukatækifæri til að skora skiluðu sér í fleiri körfum utan af velli og áttu þátt í sigri Stjörnumanna.Hvað gekk illa? Þórsarar áttu oft í miklum erfiðleikum með að skora og erlendir leikmenn þeirra hittu mjög illa úr skotum sínum á mikilvægum tímapunktum í leiknum. Stjarnan gekk á lagið meðan þessi stigaþurrð Þórs átti sér stað og sóttu þannig sigur.Hvað næst? Þór Þorlákshöfn mætir næst í Origo-höllina að Hlíðarenda til að reyna sækja sigur gegn Valsmönnum. Þórsarar lutu í lægra haldi á seinasta tímabili þegar að þeir heimsóttu Val svo þeir verða að mæta einbeittir gegn lærisveinum Ágústs Björgvinssonar. Stjarnan fær næst heimsókn frá ÍR-ingum í Ásgarði. Garðbæingarnir eiga harma að hefna eftir að ÍR drap vonir þeirra í fyrra um Íslandsmeistaratitil þriðja árið í röð með því að slá þá út í úrslitakeppninni.Undir stjórn Arnars vann Stjarnan tvo titla af þremur mögulegum síðasta veturvísir/báraArnar Guðjóns: Erum bara að finna taktinn Arnar Guðjónsson var temmilega sáttur við sína menn í Stjörnunni eftir sigur á Þór Þorlákshöfn en sá rými til bætingar. „Við erum bara að finna taktinn og það tekur tíma,“ sagði hann um sveiflurnar í leiknum, en Stjarnan var mest 22 stigum yfir en Þór gat minnkað muninn í sjö stig á einum tímapunkti í fjórða leikhluta. Nýjir erlendir leikmenn Stjörnunnar áttu ágæta innkomu en Arnar fannst þeir alveg hafa getað gert meira. „Þeir áttu fína spretti og hlutir sem að þeir mættu gera betur,“ sagði hann, stuttur í spuna að vanda. Það var margt sem að þjálfari Stjörnumanna vildi sjá liðið sitt gera betur en eitt stóð upp úr hjá honum. „Lélegir í vörn,“ sagði hann í einföldu máli. Varðandi næsta leik og hvað þarf að bæta vildi Arnar ekki gefa of mikið uppi. „Ég þarf bara að horfa á leikinn aftur en mér fannst vörnin almennt frekar döpur,“ sagði hann áður en hann hélt inn í klefa til að ræða við sína menn að leik loknum.Friðrik Ingi Rúnarsson tók við Þór í sumarFriðrik Ingi: Gat brugðið til beggja vona Friðrik Ingi Rúnarsson stýrði Þór Þorlákshöfn í fyrsta heimaleik liðsins hans gegn Stjörnunni í kvöld. Leikurinn fór 80-92 fyrir gestunum en Friðriki fannst liðið ekki spila illa. „Baráttan og vörnin miklu betri en ég bjóst við og líkari því sem að við vildum gera í seinni hálfleiknum,“ sagði Friðrik um muninn milli fyrri og seinni hálfleiksins hjá sínum mönnum. Þór átti séns á að komast í höggfæri og jafnvel taka forystuna í lokafjórðungnum en vantaði aðeins upp á herslumuninn í lokin. „Við vorum bara komnir út í horn eftir fyrri hálfleikinn,“ sagði Friðrik og talaði um algjöran viðsnúning sem hefði getað endað í sigri. „Við hefðum kannski getað náð þessu ef að nokkrir hlutir hefðu fallið öðru vísi, en svona er þetta,“ sagði hann. Þór komst næst sjö stigum á lokakaflanum en þó ekki nær. Friðrik Ingi vildi ekki gera of mikið úr slökum rispum erlendra leikmanna sinna en hrósaði ungum og frambærilegum leikmönnum liðsins fyrir sitt framlag. „Jú, við erum með flotta stráka sem hafa verið að gera góða hluti í U16 og U18 landsliðunum,“ sagði Friðrik Ingi um innkomur Styrmis Snæs Þrastarsonar og Ísaks Júlíusar Perdue, enda voru þeir einu leikmenn Þórs með jákvæða línu í plús-mínus tölfræði liðsins.Tomsick spilaði með Þór síðasta vetur en er nú kominn í Garðabæinnvísir/daníelNick Tomsick: Mætti með smá auka orku í þennan leik Nick Tomsick var flottur fyrir Stjörnuna í leik þeirra gegn gamla liðinu hans, Þór Þorlákshöfn í kvöld í Icelandic Glacial-höllinni. Nick skoraði 20 stig og reyndist erfiður viðureignar á köflum. „Þetta var einn af þessum leikjum sem að maður merkir við í dagatalinu sínu. Maður mætir einbeittur í svona leiki og það var vissulega gaman að keppa við gömlu liðsfélagana. Ætli ég hafi ekki mætt með smá auka orku í leikinn.“ Nick bar gamla bænum sínum, Þorlákshöfn, vel söguna og fannst gott að koma heim. „Þetta er íslenska heimilið mitt, hellingur af fólki hér sem að mér þykir vænt um og það var gaman að heilsa upp á það fyrir og eftir leik,“ sagði hann og kvaðst hafa fundið fyrir spennu við að mæta á gamla heimavöllinn. Stuðningsmenn Þórsara þekkja Tomsick vel frá því á seinasta tímabili og hefðu eflaust viljað að hann hefði átt aðeins lakari leik. „Það var gott að koma hingað og ná í sigur,“ sagði Nick þreyttur en sáttur að leikslokum. Stjarnan hefur tekið vel á móti Tomsick og ákvörðunin að fara í Garðabæinn var að hans sögn ekki mjög erfið. „Ég fór í Stjörnuna til að hjálpa þeim að vinna titill og þetta var fyrsta skrefið í áttina að því, þessi sigur. Mér líður vel í Stjörnunni, fíla nýju liðsfélagana og að allir spili fyrir liðsheildina,“ sagði hann og taldi upp hvernig leikmenn Stjörnunnar hafi skipst á að skora og taka yfir í leiknum til að sækja þennan fyrsta sigur. Græni drekinn var ekki mjög hávær í leik kvöldsins en Nick hlakkaði til að sjá hve hátt þeir í Garðabænum gætu haft í leikjum. „Ég elska gömlu stuðningsmennina mína hér í Þorlákshöfn, þetta eru einhverjir bestu stuðningsmennirnir á Íslandi, en ég hlakka hins vegar líka til að spila fyrir framan nýju stuðningsmennina mína í næstu viku gegn ÍR heima og vona að þau komi með lætin fyrir okkur,“ sagði hann að lokum og kallaði þar með eftir mætingu Silfurskeiðarinnar (stuðningssveitar Stjörnunnar) og allra annarra áhangenda Stjörnunnar að mæta í fyrsta heimaleik liðsins næsta fimmtudag (10. október) í Garðabænum gegn ÍR.Emil Karel Einarsson er lykilmaður í liði Þórsvísir/báraEmil Karel: Þungur dagur Emil Karel Einarsson átti góðan leik á annars þungum degi þar sem hann bar föður sinn til grafar sama dag og Þór Þorlákshöfn tók á móti Stjörnunni. Viðureignin tapaðist en Emil var á köflum eins og andsetinn meðan á leiknum stóð. „Þetta hefur verið þungur dagur og þetta var erfiður leikur,“ sagði Emil, alveg búinn á því eftir leikinn, sem Þór byrjaði illa en náði að klára vel. Þeir voru mest 22 stigum undir í leiknum en náðu að klóra í bakkann með góðu áhlaupi þegar Emil setti í gírinn í lokafjórðungnum. „Maður fékk einhvern auka kraft og vildi gera sitt besta fyrir liðið,“ sagði Emil, en hann skoraði nokkrar rosalegar körfur og ljóst að hann hafði allt liðið og allt bæjarfélagið á bak við sig á þessum erfiða degi. „Ég vildi bara koma og berjast og reyna ná þessum sigri,“ sagði Emil áður en hann þakkaði fyrir sig og við þökkum honum sömuleiðis kærlega fyrir góðan leik og góða frammistöðu á degi sem þessum. Dominos-deild karla
Stjarnan sótti sigur í Icelandic Glacial-höllina í kvöld gegn Þór Þorlákshöfn í fyrstu umferð Dominosdeildar karla. Þórsarar börðust en þurftu að sætta sig við 80-92 tap gegn meistaraefnunum í Stjörnunni. Þórsarar voru eilítið slakir framan af og áttu í erfiðleikum með að dekka stóra pósta í liði Stjörnumanna. Þrátt fyrir góðar innkomur ungra og efnilegra leikmanna hjá Þór vantaði upp á meira framlag frá erlendum leikmönnum þeirra og Stjarnan átti ekki við sama vanda að stríða í leiknum. Í lokafjórðungnum eygðu Þórsarar von um að stela sigrinum þegar Emil Karel Einarsson setti 8 stig á einni mínútu en lið Stjörnunnar drap þá von fljótt með nokkrum góðum sóknum. Að lokum tryggðu gestirnir sér tólf stiga sigur, 80-92.Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan var dugleg að refsa Þór fyrir mistök sín í frákastabaráttunni og með hraðaupphlaupum. Þeir höfðu líka einfaldlega betri leikmenn í flestum stöðum sem Þórsarar áttu erfitt með að dekka, bæði innan teigs og á opnum velli.Bestu menn vallarins Nick Tomsick var góður fyrir Stjörnuna í kvöld og skoraði 20 stig úr 43% skotnýtingu. Jamar Akoh, miðherji Stjörnumanna var líka mjög góður og reyndist Þórsurum erfiður viðureignar inni í teig. Hann lauk leik með 18 stig og 14 fráköst. Hjá Þór var Emil Karel Einarsson bestur með 19 stig og fimm fráköst. Hann skoraði m.a. átta stig á einni mínútu í lokafjórðungnum þegar Þórsarar gerðu áhlaup á Stjörnuna.Tölfræði sem vakti athygli Sóknarfráköstin hjá Stjörnunni skiptu miklu máli fyrir sigur þeirra í kvöld, enda tóku þeir 14 sóknarfráköst gegn aðeins fjórum hjá Þór. Þessi aukatækifæri til að skora skiluðu sér í fleiri körfum utan af velli og áttu þátt í sigri Stjörnumanna.Hvað gekk illa? Þórsarar áttu oft í miklum erfiðleikum með að skora og erlendir leikmenn þeirra hittu mjög illa úr skotum sínum á mikilvægum tímapunktum í leiknum. Stjarnan gekk á lagið meðan þessi stigaþurrð Þórs átti sér stað og sóttu þannig sigur.Hvað næst? Þór Þorlákshöfn mætir næst í Origo-höllina að Hlíðarenda til að reyna sækja sigur gegn Valsmönnum. Þórsarar lutu í lægra haldi á seinasta tímabili þegar að þeir heimsóttu Val svo þeir verða að mæta einbeittir gegn lærisveinum Ágústs Björgvinssonar. Stjarnan fær næst heimsókn frá ÍR-ingum í Ásgarði. Garðbæingarnir eiga harma að hefna eftir að ÍR drap vonir þeirra í fyrra um Íslandsmeistaratitil þriðja árið í röð með því að slá þá út í úrslitakeppninni.Undir stjórn Arnars vann Stjarnan tvo titla af þremur mögulegum síðasta veturvísir/báraArnar Guðjóns: Erum bara að finna taktinn Arnar Guðjónsson var temmilega sáttur við sína menn í Stjörnunni eftir sigur á Þór Þorlákshöfn en sá rými til bætingar. „Við erum bara að finna taktinn og það tekur tíma,“ sagði hann um sveiflurnar í leiknum, en Stjarnan var mest 22 stigum yfir en Þór gat minnkað muninn í sjö stig á einum tímapunkti í fjórða leikhluta. Nýjir erlendir leikmenn Stjörnunnar áttu ágæta innkomu en Arnar fannst þeir alveg hafa getað gert meira. „Þeir áttu fína spretti og hlutir sem að þeir mættu gera betur,“ sagði hann, stuttur í spuna að vanda. Það var margt sem að þjálfari Stjörnumanna vildi sjá liðið sitt gera betur en eitt stóð upp úr hjá honum. „Lélegir í vörn,“ sagði hann í einföldu máli. Varðandi næsta leik og hvað þarf að bæta vildi Arnar ekki gefa of mikið uppi. „Ég þarf bara að horfa á leikinn aftur en mér fannst vörnin almennt frekar döpur,“ sagði hann áður en hann hélt inn í klefa til að ræða við sína menn að leik loknum.Friðrik Ingi Rúnarsson tók við Þór í sumarFriðrik Ingi: Gat brugðið til beggja vona Friðrik Ingi Rúnarsson stýrði Þór Þorlákshöfn í fyrsta heimaleik liðsins hans gegn Stjörnunni í kvöld. Leikurinn fór 80-92 fyrir gestunum en Friðriki fannst liðið ekki spila illa. „Baráttan og vörnin miklu betri en ég bjóst við og líkari því sem að við vildum gera í seinni hálfleiknum,“ sagði Friðrik um muninn milli fyrri og seinni hálfleiksins hjá sínum mönnum. Þór átti séns á að komast í höggfæri og jafnvel taka forystuna í lokafjórðungnum en vantaði aðeins upp á herslumuninn í lokin. „Við vorum bara komnir út í horn eftir fyrri hálfleikinn,“ sagði Friðrik og talaði um algjöran viðsnúning sem hefði getað endað í sigri. „Við hefðum kannski getað náð þessu ef að nokkrir hlutir hefðu fallið öðru vísi, en svona er þetta,“ sagði hann. Þór komst næst sjö stigum á lokakaflanum en þó ekki nær. Friðrik Ingi vildi ekki gera of mikið úr slökum rispum erlendra leikmanna sinna en hrósaði ungum og frambærilegum leikmönnum liðsins fyrir sitt framlag. „Jú, við erum með flotta stráka sem hafa verið að gera góða hluti í U16 og U18 landsliðunum,“ sagði Friðrik Ingi um innkomur Styrmis Snæs Þrastarsonar og Ísaks Júlíusar Perdue, enda voru þeir einu leikmenn Þórs með jákvæða línu í plús-mínus tölfræði liðsins.Tomsick spilaði með Þór síðasta vetur en er nú kominn í Garðabæinnvísir/daníelNick Tomsick: Mætti með smá auka orku í þennan leik Nick Tomsick var flottur fyrir Stjörnuna í leik þeirra gegn gamla liðinu hans, Þór Þorlákshöfn í kvöld í Icelandic Glacial-höllinni. Nick skoraði 20 stig og reyndist erfiður viðureignar á köflum. „Þetta var einn af þessum leikjum sem að maður merkir við í dagatalinu sínu. Maður mætir einbeittur í svona leiki og það var vissulega gaman að keppa við gömlu liðsfélagana. Ætli ég hafi ekki mætt með smá auka orku í leikinn.“ Nick bar gamla bænum sínum, Þorlákshöfn, vel söguna og fannst gott að koma heim. „Þetta er íslenska heimilið mitt, hellingur af fólki hér sem að mér þykir vænt um og það var gaman að heilsa upp á það fyrir og eftir leik,“ sagði hann og kvaðst hafa fundið fyrir spennu við að mæta á gamla heimavöllinn. Stuðningsmenn Þórsara þekkja Tomsick vel frá því á seinasta tímabili og hefðu eflaust viljað að hann hefði átt aðeins lakari leik. „Það var gott að koma hingað og ná í sigur,“ sagði Nick þreyttur en sáttur að leikslokum. Stjarnan hefur tekið vel á móti Tomsick og ákvörðunin að fara í Garðabæinn var að hans sögn ekki mjög erfið. „Ég fór í Stjörnuna til að hjálpa þeim að vinna titill og þetta var fyrsta skrefið í áttina að því, þessi sigur. Mér líður vel í Stjörnunni, fíla nýju liðsfélagana og að allir spili fyrir liðsheildina,“ sagði hann og taldi upp hvernig leikmenn Stjörnunnar hafi skipst á að skora og taka yfir í leiknum til að sækja þennan fyrsta sigur. Græni drekinn var ekki mjög hávær í leik kvöldsins en Nick hlakkaði til að sjá hve hátt þeir í Garðabænum gætu haft í leikjum. „Ég elska gömlu stuðningsmennina mína hér í Þorlákshöfn, þetta eru einhverjir bestu stuðningsmennirnir á Íslandi, en ég hlakka hins vegar líka til að spila fyrir framan nýju stuðningsmennina mína í næstu viku gegn ÍR heima og vona að þau komi með lætin fyrir okkur,“ sagði hann að lokum og kallaði þar með eftir mætingu Silfurskeiðarinnar (stuðningssveitar Stjörnunnar) og allra annarra áhangenda Stjörnunnar að mæta í fyrsta heimaleik liðsins næsta fimmtudag (10. október) í Garðabænum gegn ÍR.Emil Karel Einarsson er lykilmaður í liði Þórsvísir/báraEmil Karel: Þungur dagur Emil Karel Einarsson átti góðan leik á annars þungum degi þar sem hann bar föður sinn til grafar sama dag og Þór Þorlákshöfn tók á móti Stjörnunni. Viðureignin tapaðist en Emil var á köflum eins og andsetinn meðan á leiknum stóð. „Þetta hefur verið þungur dagur og þetta var erfiður leikur,“ sagði Emil, alveg búinn á því eftir leikinn, sem Þór byrjaði illa en náði að klára vel. Þeir voru mest 22 stigum undir í leiknum en náðu að klóra í bakkann með góðu áhlaupi þegar Emil setti í gírinn í lokafjórðungnum. „Maður fékk einhvern auka kraft og vildi gera sitt besta fyrir liðið,“ sagði Emil, en hann skoraði nokkrar rosalegar körfur og ljóst að hann hafði allt liðið og allt bæjarfélagið á bak við sig á þessum erfiða degi. „Ég vildi bara koma og berjast og reyna ná þessum sigri,“ sagði Emil áður en hann þakkaði fyrir sig og við þökkum honum sömuleiðis kærlega fyrir góðan leik og góða frammistöðu á degi sem þessum.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum