Telja fulltrúa Viðreisnar hafa farið með dylgjur Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2019 22:53 Ummæli Jóns Garðars voru í tengslum við meðferð á umsókn um stækkun hús við Mosabarð í Hafnarfirði. Fréttablaðið/Ernir Siðanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga telur að áheyrnarfulltrúi Viðreisnar í skipulags- og byggingarráði Hafnarfjarðarbæjar hafi farið út fyrir mörk háttvísi og farið með dylgjur þegar hann ýjaði að pólitískri spillingu í blaðaviðtali í sumar. Lagt er til að Hafnarfjarðarbæ bæti af þessu tilefni háttvísisákvæði inn í siðareglur kjörinna fulltrúa. Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðsins, og forsetanefnd bæjarins óskuðu eftir áliti siðanefndarinnar á ummælum Jóns Garðars Snædal Jónssonar, áheyrnarfulltrúa Viðreisnar í ráðinu í Fréttablaðinu 7. júní. Í viðtalinu gagnrýndi Jón Garðar ákvörðun ráðsins um að samþykkja stækkun á einbýlishúsi í Mosabarði. Fullyrti Jón Garðar að ráðið hefði brotið lög þar sem stækkunin væri hlutfallslega meiri en gert væri ráð fyrir í deiliskipulagi Jón Garðar gekk hins vegar lengra í viðtalinu þegar hann gat sér til um hvað byggi að baki samþykktinni. „Hvort menn séu að greiða í rétta kosningasjóði, séu frændi einhvers eða bróðir eða hvort búið sé að lofa greiðum. Maður veit ekki og ég get ekki fullyrt neitt um það, hef engar sannanir en þarna fara þeir allavega á þvers og kruss við lögin,“ lét Jón Garðar hafa eftir sér.Fór út fyrir mörk háttvísi Þessi ummæli telur siðanefndin hafa verið dylgjur í áliti sem hún sendi forsetanefnd Hafnarfjarðarbæjar 21. ágúst og kynnt var í bæjarstjórn í gær. „Þarna er gefið í skyn að pólitísk spilling liggi að baki þeirri ákvörðun meirihluta ráðsins að samþykkja stækkunina. Þetta er ekki fullyrt beint og ekki rökstutt umfram þá staðhæfingu að ákvörðunin hafi, að mati Jóns Garðars, brotið í bága við lög. Sú staðhæfing dugar þó engan veginn til ályktunar um spillingu,“ segir í álitinu. Siðanefndin telur að í dylgjunum felist alvarleg ásökun sem snerti heiður og mannorð þeirra sem eiga í hlut og þeim gefið að sök að hafa brotið gegn siðareglum kjörinna fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar. Telur nefndin ekki hafi verið réttlætanlegt hjá Jóni Garðari að fara fram með dylgjur og róg í fjölmiðlum ef tilgangur hans var að stuðla að því að ákvarðanir ráðsins væru vandaðar, löglegar og siðlegar. Niðurstaða nefndarinnar var því að ummæli Jóns Garðars hafi farið út fyrir mörk háttvísi sem ætlast megi til af kjörnum fulltrúum. Telur nefndin ástæðu til að bætt verði háttvísisákvæði inn í siðareglur kjörinna fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar í ljósi málsins. Ekki var gerð athugasemd við þau ummæli Jóns Garðar að samþykktin hefði verið ólögleg þar sem siðanefndin taldi að þau hefðu verið rökstudd gagnrýni. Í fundargerð bæjarstjórnar frá því í gær kemur fram að forsetanefnd hafi ekki talið ástæðu til að aðhafast frekar í málinu og hún telji því lokið af sinni hálfu. Áliti hafi þegar verið kynnt málsaðilum. Hafnarfjörður Sveitarstjórnarmál Viðreisn Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira
Siðanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga telur að áheyrnarfulltrúi Viðreisnar í skipulags- og byggingarráði Hafnarfjarðarbæjar hafi farið út fyrir mörk háttvísi og farið með dylgjur þegar hann ýjaði að pólitískri spillingu í blaðaviðtali í sumar. Lagt er til að Hafnarfjarðarbæ bæti af þessu tilefni háttvísisákvæði inn í siðareglur kjörinna fulltrúa. Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðsins, og forsetanefnd bæjarins óskuðu eftir áliti siðanefndarinnar á ummælum Jóns Garðars Snædal Jónssonar, áheyrnarfulltrúa Viðreisnar í ráðinu í Fréttablaðinu 7. júní. Í viðtalinu gagnrýndi Jón Garðar ákvörðun ráðsins um að samþykkja stækkun á einbýlishúsi í Mosabarði. Fullyrti Jón Garðar að ráðið hefði brotið lög þar sem stækkunin væri hlutfallslega meiri en gert væri ráð fyrir í deiliskipulagi Jón Garðar gekk hins vegar lengra í viðtalinu þegar hann gat sér til um hvað byggi að baki samþykktinni. „Hvort menn séu að greiða í rétta kosningasjóði, séu frændi einhvers eða bróðir eða hvort búið sé að lofa greiðum. Maður veit ekki og ég get ekki fullyrt neitt um það, hef engar sannanir en þarna fara þeir allavega á þvers og kruss við lögin,“ lét Jón Garðar hafa eftir sér.Fór út fyrir mörk háttvísi Þessi ummæli telur siðanefndin hafa verið dylgjur í áliti sem hún sendi forsetanefnd Hafnarfjarðarbæjar 21. ágúst og kynnt var í bæjarstjórn í gær. „Þarna er gefið í skyn að pólitísk spilling liggi að baki þeirri ákvörðun meirihluta ráðsins að samþykkja stækkunina. Þetta er ekki fullyrt beint og ekki rökstutt umfram þá staðhæfingu að ákvörðunin hafi, að mati Jóns Garðars, brotið í bága við lög. Sú staðhæfing dugar þó engan veginn til ályktunar um spillingu,“ segir í álitinu. Siðanefndin telur að í dylgjunum felist alvarleg ásökun sem snerti heiður og mannorð þeirra sem eiga í hlut og þeim gefið að sök að hafa brotið gegn siðareglum kjörinna fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar. Telur nefndin ekki hafi verið réttlætanlegt hjá Jóni Garðari að fara fram með dylgjur og róg í fjölmiðlum ef tilgangur hans var að stuðla að því að ákvarðanir ráðsins væru vandaðar, löglegar og siðlegar. Niðurstaða nefndarinnar var því að ummæli Jóns Garðars hafi farið út fyrir mörk háttvísi sem ætlast megi til af kjörnum fulltrúum. Telur nefndin ástæðu til að bætt verði háttvísisákvæði inn í siðareglur kjörinna fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar í ljósi málsins. Ekki var gerð athugasemd við þau ummæli Jóns Garðar að samþykktin hefði verið ólögleg þar sem siðanefndin taldi að þau hefðu verið rökstudd gagnrýni. Í fundargerð bæjarstjórnar frá því í gær kemur fram að forsetanefnd hafi ekki talið ástæðu til að aðhafast frekar í málinu og hún telji því lokið af sinni hálfu. Áliti hafi þegar verið kynnt málsaðilum.
Hafnarfjörður Sveitarstjórnarmál Viðreisn Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira