Tölvuþrjótar sviku nærri 900 milljónir út úr móðurfélagi Rúmfatalagersins Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. október 2019 18:00 Erlendir tölvuþrjótar sviku nærri níu hundruð milljónir út úr fyrirtækinu Lagerinn Iceland á síðasta ári en fyrirtækið á og rekur meðal annars Rúmfatalagerinn. Þetta er eitt stærsta mál sinnar tegundar sem komið hefur upp á Íslandi. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom málið upp í ágúst á síðasta ári og var um þaulskipulagðan glæp að ræða. Málinu svipar mjög til máls sem nýlega kom upp þegar tölvuþrjótar náðu að svíkja út úr HS Orku um fjögur hundruð milljónir króna. Málið er til rannsóknar hjá Héraðssaksóknara en í samtali við fréttastofu sagðist Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari ekkert geta tjáð sig um það. Unnið væri að rannsókn málsins í samvinnu við erlend lögregluyfirvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu teygir málið sig til Asíu, meðal annars Kína og Hong Kong. Svo virðist sem að tölvuþrjótarnir hafi komist inn í tölvupóstsamskipti og séð þannig til þess að nærri níu hundruð milljónir voru lagðar inn á reikninga sem þeir höfðu aðgang að í stað þess að fara á réttan stað. Þórarinn Ingi Ólafsson, framkvæmdastjóri Lager Iceland, vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins í dag. Lager Iceland á og rekur meðal annars Rúmfatalagerinn og verslunina Ilva. Þórarinn var ráðinn framkvæmdastjóri fyrirtækisins eftir að málið kom upp, eða í apríl á þessu ári. Hann fullyrti í samtali við fréttastofu að nánast allir peningarnir hafi náðst til baka. Það hafi verið gert með aðstoð lögreglu og banka. Hann vildi ekkert tjá sig um það hvort að einhverjar uppsagnir hafi átt sér stað í tengslum við málið en að ferlum og vinnulagi innan fyrirtækisins hafi verið breytt til að reyna að tryggja að málið geti ekki endurtekið sig. Ítarlega verður fjallað um málið í kvöldfréttatíma Stöðvar 2. Lögreglumál Netöryggi Tengdar fréttir Hundruðum milljóna stolið af HS Orku Tölvuþrjótar brutust inn í tölvukerfi HS Orku og sviku út greiðslu sem nemur á fjórða hundrað milljóna. Væntingar um að hægt sé að endurheimta stóran hluta. 9. september 2019 06:15 Netglæpamenn hafa stolið hátt í tveimur milljörðum frá íslenskum fyrirtækjum Í einu tilfelli náðu þeir að svíkja um 700 milljónir króna af einu og sama fyrirtækinu. 9. september 2019 19:30 Þaulskipulagður þjófnaður og full ástæða til að hafa varann á Erlendum tölvuþrjótum tókst nýverið að svíkja tæplega fjögur hundruð milljónir króna út úr HS Orku. Forstjóri fyrirtækisins segir að um þaulskipulagaðan glæp hafi verið að ræða. 9. september 2019 13:10 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Erlent Fleiri fréttir Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Sjá meira
Erlendir tölvuþrjótar sviku nærri níu hundruð milljónir út úr fyrirtækinu Lagerinn Iceland á síðasta ári en fyrirtækið á og rekur meðal annars Rúmfatalagerinn. Þetta er eitt stærsta mál sinnar tegundar sem komið hefur upp á Íslandi. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom málið upp í ágúst á síðasta ári og var um þaulskipulagðan glæp að ræða. Málinu svipar mjög til máls sem nýlega kom upp þegar tölvuþrjótar náðu að svíkja út úr HS Orku um fjögur hundruð milljónir króna. Málið er til rannsóknar hjá Héraðssaksóknara en í samtali við fréttastofu sagðist Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari ekkert geta tjáð sig um það. Unnið væri að rannsókn málsins í samvinnu við erlend lögregluyfirvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu teygir málið sig til Asíu, meðal annars Kína og Hong Kong. Svo virðist sem að tölvuþrjótarnir hafi komist inn í tölvupóstsamskipti og séð þannig til þess að nærri níu hundruð milljónir voru lagðar inn á reikninga sem þeir höfðu aðgang að í stað þess að fara á réttan stað. Þórarinn Ingi Ólafsson, framkvæmdastjóri Lager Iceland, vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins í dag. Lager Iceland á og rekur meðal annars Rúmfatalagerinn og verslunina Ilva. Þórarinn var ráðinn framkvæmdastjóri fyrirtækisins eftir að málið kom upp, eða í apríl á þessu ári. Hann fullyrti í samtali við fréttastofu að nánast allir peningarnir hafi náðst til baka. Það hafi verið gert með aðstoð lögreglu og banka. Hann vildi ekkert tjá sig um það hvort að einhverjar uppsagnir hafi átt sér stað í tengslum við málið en að ferlum og vinnulagi innan fyrirtækisins hafi verið breytt til að reyna að tryggja að málið geti ekki endurtekið sig. Ítarlega verður fjallað um málið í kvöldfréttatíma Stöðvar 2.
Lögreglumál Netöryggi Tengdar fréttir Hundruðum milljóna stolið af HS Orku Tölvuþrjótar brutust inn í tölvukerfi HS Orku og sviku út greiðslu sem nemur á fjórða hundrað milljóna. Væntingar um að hægt sé að endurheimta stóran hluta. 9. september 2019 06:15 Netglæpamenn hafa stolið hátt í tveimur milljörðum frá íslenskum fyrirtækjum Í einu tilfelli náðu þeir að svíkja um 700 milljónir króna af einu og sama fyrirtækinu. 9. september 2019 19:30 Þaulskipulagður þjófnaður og full ástæða til að hafa varann á Erlendum tölvuþrjótum tókst nýverið að svíkja tæplega fjögur hundruð milljónir króna út úr HS Orku. Forstjóri fyrirtækisins segir að um þaulskipulagaðan glæp hafi verið að ræða. 9. september 2019 13:10 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Erlent Fleiri fréttir Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Sjá meira
Hundruðum milljóna stolið af HS Orku Tölvuþrjótar brutust inn í tölvukerfi HS Orku og sviku út greiðslu sem nemur á fjórða hundrað milljóna. Væntingar um að hægt sé að endurheimta stóran hluta. 9. september 2019 06:15
Netglæpamenn hafa stolið hátt í tveimur milljörðum frá íslenskum fyrirtækjum Í einu tilfelli náðu þeir að svíkja um 700 milljónir króna af einu og sama fyrirtækinu. 9. september 2019 19:30
Þaulskipulagður þjófnaður og full ástæða til að hafa varann á Erlendum tölvuþrjótum tókst nýverið að svíkja tæplega fjögur hundruð milljónir króna út úr HS Orku. Forstjóri fyrirtækisins segir að um þaulskipulagaðan glæp hafi verið að ræða. 9. september 2019 13:10