Skoða bann við grímum í Hong Kong og búist við neyðarlögum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. október 2019 19:15 Mótmælin í Hong Kong héldu áfram í dag og beinast nú í auknum mæli gegn bæði lögreglu og meintum vaxandi ítökum kínverska Kommúnistaflokksins á þessu sjálfstjórnarsvæði. Mótmælendur létu til dæmis í sér heyra við Kínverska háskólann í Hong Kong og sagði Anson Yip, varaforseti nemendafélagsins, tilgang samkomunnar vera annars vegar að boða til verkfalls nemenda og hins vegar að krefjast skýrrar afstöðu skólastjórnenda. „Af því okkur þykir lögregla ganga afar hart fram, sérstaklega eftir atburðina 1. október, sem reiddu marga til reiði, þegar lögregla skaut byssukúlum að nemum,“ sagði Yip.Neyðarlög og grímubann Þar vitnaði Yip til þess að lögregla skaut að mótmælendum með venjulegum byssukúlum á þriðjudag. Kúla sneiddi rétt framhjá hjarta hins átján ára Tsang Chi-kin, sem var fluttur á gjörgæslu en er ekki talinn í lífshættu. Líklegt þykir að Carrie Lam, æðsti embættismaður borgarinnar, tilkynni á morgun um sentingu neyðarlaga. Stjórnmálamenn hliðhollir Kommúnistaflokknum töluðu svo í dag fyrir nýju frumvarpi sem myndi banna íbúum að hylja andlit sín vegna aukins ofbeldi af hálfu lögreglu og mótmælenda. „Þetta er ekki endanleg lausn heldur ein möguleg lausn á þessu ástandi sem nú ríkir í Hong Kong,“ sagði Elizabeth Quat, þingmaður DAB. Stjórnarandstæðingar eru ekki sannfærðir. Dennis Kwok, þingmaður Borgaraflokksins, sem styður Kommúnistaflokkinn ekki, sagði frumvarpið eingöngu til þess fallið að gera ástandið verra. „Neyðarlögin eru einungis fyrsta skrefið í átt að alræðisríki,“ bætti hann við. Hong Kong Kína Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira
Mótmælin í Hong Kong héldu áfram í dag og beinast nú í auknum mæli gegn bæði lögreglu og meintum vaxandi ítökum kínverska Kommúnistaflokksins á þessu sjálfstjórnarsvæði. Mótmælendur létu til dæmis í sér heyra við Kínverska háskólann í Hong Kong og sagði Anson Yip, varaforseti nemendafélagsins, tilgang samkomunnar vera annars vegar að boða til verkfalls nemenda og hins vegar að krefjast skýrrar afstöðu skólastjórnenda. „Af því okkur þykir lögregla ganga afar hart fram, sérstaklega eftir atburðina 1. október, sem reiddu marga til reiði, þegar lögregla skaut byssukúlum að nemum,“ sagði Yip.Neyðarlög og grímubann Þar vitnaði Yip til þess að lögregla skaut að mótmælendum með venjulegum byssukúlum á þriðjudag. Kúla sneiddi rétt framhjá hjarta hins átján ára Tsang Chi-kin, sem var fluttur á gjörgæslu en er ekki talinn í lífshættu. Líklegt þykir að Carrie Lam, æðsti embættismaður borgarinnar, tilkynni á morgun um sentingu neyðarlaga. Stjórnmálamenn hliðhollir Kommúnistaflokknum töluðu svo í dag fyrir nýju frumvarpi sem myndi banna íbúum að hylja andlit sín vegna aukins ofbeldi af hálfu lögreglu og mótmælenda. „Þetta er ekki endanleg lausn heldur ein möguleg lausn á þessu ástandi sem nú ríkir í Hong Kong,“ sagði Elizabeth Quat, þingmaður DAB. Stjórnarandstæðingar eru ekki sannfærðir. Dennis Kwok, þingmaður Borgaraflokksins, sem styður Kommúnistaflokkinn ekki, sagði frumvarpið eingöngu til þess fallið að gera ástandið verra. „Neyðarlögin eru einungis fyrsta skrefið í átt að alræðisríki,“ bætti hann við.
Hong Kong Kína Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira