Flugvélarnar Hvítserkur, Mývatn, Jökulsárlón og Látrabjarg. Þeim hefur ekkert verið flogið í hálft ár.Vísir/Vilhelm.
Fyrirséð er að ferjuflug Boeing 737 MAX-véla Icelandair hefst ekki í þessari viku, og dregst fram yfir helgi, að minnsta kosti. Öflun tilskilinna leyfa hefur reynst flóknari og tímafrekari en vonast var til, að sögn Ásdísar Ýrar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair.
Félagið hafði vonast til að hefja flutning MAX-vélanna frá Keflavíkurflugvelli til Suður-Frakklands í byrjun þessarar viku, í því skyni að koma þeim í betra loftslag fyrir flugvélar. Stefndi í að fyrsta vélin færi í loftið á morgni þriðjudags. Brottför var þá aflýst kvöldið áður.
Fjórar af þeim sex MAX-vélum Icelandair, sem eru á Keflavíkurflugvelli, hafa staðið fyrir framan gamalt flugskýli Varnarliðsins. Þær voru kyrrsettar þann 12. mars.Vísir/Vilhelm,Fyrirhugað er að vélunum verði flogið til Toulouse, til geymslu hjá fyrirtækinu Tarmac Aerosave. Það sérhæfir sig í varðveislu flugvéla og er það stærsta sinnar tegundar í Evrópu. Það hefur til umráða stæði fyrir yfir 300 flugvélar á þremur flugvöllum; í Tarbes og Toulouse í Suður-Frakklandi og Teruel á Spáni.
Fyrsta Boeing MAX-vél Icelandair kom til landsins í marsbyrjun árið 2018 en sagt var frá komu hennar í þessari frétt Stöðvar 2:
Brottför fyrstu Boeing 737 MAX-þotu Icelandair til Frakklands, sem stefnt hafði verið að í dag, frestaðist óvænt í gærkvöldi. Ástæðan er skilyrði sem frönsk flugmálayfirvöld settu.
Boeing 737 MAX-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Suður-Frakklands í næstu viku. Tilgangurinn er að koma þeim fyrir veturinn til geymslu í hentugra loftslagi.
Max-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Frakkalands í næstu viku þar sem þær verða geymdar loftslagi sem fer betur með vélarnar. Icelandair segir óhætt að fljúga vélunum sem voru kyrrsettar vegna öryggisgalla.