Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Valur 87-94 | Valsmenn unnu nýliðana Arnór Fannar Theodórsson skrifar 3. október 2019 23:00 Benedikt Blöndal. vísir/bára Valur vann sterkan sigur á móti nýliðum Fjölnis í Dominosdeild karla í Dalhúsum í kvöld 87-94. Það kom í ljós rétt fyrir leik að Fjölnismenn yrði án Bandaríkjamannsins, Victor Moses, en hann var tæpur vegna meiðsla. Nýliðarnir létu það ekki á sig fá og mættu vel stemmdir til leiks og byrjuðu leikinn gríðarlega vel. Á meðan voru Valsmenn í töluverðu basli og virtust ekki eiga nein svör við leik Fjölnismanna. Heimamenn náðu fljótt góðri forystu í leiknum og fóru þeir með 10 stiga forystu inni í hálfleikinn, 53-43. Valsmenn komu hrikalega sterkir inn í seinni hálfleikinn og spiluðu frábærlega í 3. leikhluta. Þeir komu sér fljótt inn í leikinn aftur og voru komnir með 3 stiga forystu þegar 3. leikhluta lauk, eftir að hafa unnið leikhlutann 25-12. Fjölnismenn neituðu hinsvegar að gefast upp og úr varð hörkuleikur í 4. leikhluta. Liðin skiptust á að skora stórar körfur og áhorfendur fóru að láta heyra í sér. Í lokin voru Valsmenn hins vegar sterkari aðilinn og unnu góðan sigur 87-94.Af hverju vann Valur? Valsarar tóku þetta á seiglunni í dag. Það er meiri reynsla í Valsliðinu og það var skildi á milli í dag. Þeir komu sterkir úr hálfleiknum og áttu frábæran 3. leikhluta. Vel gert hjá Val að halda út gegn sprækum Fjölnismönnum.Hverjir stóðu upp úr? Hjá Val voru það Pavel, Christopher Jones og Austin Bracey. Pavel nýtti alla sína reynslu í dag til þess að hjálpa Valsliðinu að klára þennan leik. Christopher Jones skoraði 31 stig og var flottur í kvöld. Hjá Fjölni voru það Srdjan Stojanovic og Jere Vucica sem voru atkvæðamestir en Róbert Sigurðsson og Vilhjálmur Theodór áttu líka flottan leik.Hvað tekur við næst? Fjölnismenn fara norður og taka á móti Þór Akureyri í nýliðaslag á meðan Valsmenn taka á móti Þór Þorlákshöfn í Origo-höllin á Hlíðarenda.Ágúst: Ætlum að reyna vera eins gott lið og við mögulega getum „Bara ánægður með sigurinn, það eru svona fyrstu viðbrögð,“ sagði Ágúst Björgvinson, þjálfari Vals, eftir sigur sinna manna á Fjölni. „Við vorum í vandræðum báðum megin á vellinum, sóknarlega og varnarlega. Sást meira varnarlega en boltinn var að ganga illa hjá okkur í sókninni og við vorum að taka ótímabær skot. Varnarleikurinn var síðan í kjölfarið afleiddur. Við vorum að taka út pirring úr sóknarleiknum okkar og vörnin hélt ekki neinu,“ sagði Ágúst um byrjun Valsmanna. Ágúst var ánægður með sigurinn og segir að það sé hægt að finna jákvæða hluti úr þessum leik. „Það er alveg hægt að kroppa eitthvað jákvætt. Við lendum mikið undir og þá stígum við upp. Í 3. leikhluta þá herðum við vörnina. Vörnin er orðin miklu betri þá og þeir skora á okkur 12 stig. Síðan hvernig við klárum leikinn, síðustu 4 mínútur leiksins þá skorum við 16 stig á móti 5 stigum. Góður varnarleikur og bara öruggir í sóknarleiknum, erum að sækja á þá inn í teig og klárum leikinn. Það er eitthvað sem við höfum verið í vandræðum með síðustu tímabil, að klára jafna leiki þannig ég er mjög ánægður með það.“ „Það verður bara að koma í ljós,“ sagði Ágúst aðspurður hvort Valsmenn ætluðu að bæta við sig fleiri leikmönnum. „Markmiðin eru að við ætlum að vera eins gott lið og við getum mögulega getum. Við ætlum okkar að komast í úrslitakeppnina en síðan fleiri markmið en það höldum við kannski meira fyrir okkur sjálfa. Við erum búin að gefa það út að við viljum gera betur en við höfum verið að gera til dæmis á síðasta ári. En við ætlum fyrst og fremst að reyna að vera eins gott lið og við mögulega getum. Vonandi gerist það fyrr en seinna,“ sagði Ágúst um markmið Valsmanna í vetur. Næsti leikur hjá Val er á heimavelli gegn Þór Þorlákshöfn. „Ég var ekki búinn að hugsa um það. Mér líst ágætlega á það. Það er heimaleikur og verður fyrsti heimaleikurinn. Við förum strax að undirbúa okkur fyrir það á morgun eða laugardag,“ sagði Ágúst.Pavel: Mér finnst eins og ég sé endurfæddur Pavel Ermolinskij, leikmaður Vals, spilaði vel í kvöld og var sáttur með sigurinn. „Það er náttúrulega bara gott, mikill léttir. Leikur sem við eigum að vinna. Þrátt að hann hafi ekki verið frábærlega spilaður af okkur þá er gott að vita til þess að við getum spilað ekki næginlega vel en samt unnið. Þannig það er ákveðin léttir.“ Eftir erfiða byrjun þá komu Valsmenn gríðarlega sterkir inn í seinni hálfleikinn. Pavel var ánægður með að hafa unnið leikinn þrátt fyrir að Valsmenn eigi töluvert inni. „Þetta er það sem það er. Við erum ekki búnir að eiga gott undirbúningstímabil þannig ég get ekki sagt að þetta hafi verið slæmur dagur hjá okkur. Þetta var svona framhald að því sem er búið að vera hjá okkur. Mikið um samskiptaleysi, eins og menn séu að spila saman í fyrsta skiptið. Þetta er vissulega nýtt lið hjá okkur en það sama má segja það um öll liðin í deildinni og mér finnst eins og við séum ekki alveg komnir nógu langt í okkar þannig það jákvæða í þessu er eins og ég segi, þrátt fyrir allt það og Fjölnir spilar mjög vel í dag, þá náðum við að vinna. Það er það góða í þessu og það er merki um lið sem getur gert eitthvað.“ „Bara vel, mjög spenntur, mjög örvandi og mjög lifandi. Það er einhvern vegin meiri pressa og fleiri augu á manni og meiri væntingar. Mjög gefandi og mér líður mjög vel. Mér finnst eins og ég sé endurfæddur,“ sagði Pavel aðspurður hvernig honum hefði liðið í Valsbúningnum í kvöld. Pavel hefur ekki miklar áhyggjur af Valsliðinu og telur að þeir eigi eftir að slípa sig saman. „Ekki spurning, ég held líka að það séu allir meðvitaðir um að það er vinna framundan. Það er enginn núna inn í klefa sem segir að þetta sé það sem við erum. Það eru allir meðvitaðir um það og á meðan það er svo þá hef ég engar áhyggjur af því að þetta komi, það er fullt af klárum strákum í þessu liði.“Falur: Meiðsladraugurinn er í heimsókn hjá okkur „Ég er að spila á fáum mönnum, meiðsladraugurinn er í heimsókn hjá okkur og við þurfum að rekja hann í burtu eins og hægt er,“ sagði Falur J. Harðarson, þjálfari Fjölnis, um meiðsli sem hafa verið að hrjá þá. Victor Moses datt úr rétt fyrir leik hjá Fjölni vegna meiðsla. Falur segir að það hafi verið skynsamleg ákvörðun og segir að þeir stefni á að hann verði klár í næsta leik. „Já, við ákváðum rétt fyrir leikinn að hvíla Victor í þessum leik. Það er skynsamleg ákvörðun, útaf því að þetta eru þannig meiðsli ef það myndi rífa sig upp þá er hann frá í langan tíma og við ætlum að stefna á að hafa hann í næsta leik.“ Það var aðeins of stór biti fyrir Fjölnismenn að vera án lykilmanna en ungu strákarnir komu sterkir inn. „Já, við erum með Rafn líka meiddan. Við þurfum að hafa þessa kroppa og ég ætla alls ekki að taka neitt frá frá ungu strákunum. Viktor og Óli stóðu sig gríðarlega vel. En þetta var bara hörku challenge og við gáfum þeim góðan leik.“ „Alveg klárlega, ég er mjög bjartsýn. Við eigum eftir að stríða fullt af liðum og taka óvænt stig á mörgum stöðum,“ sagði Falur sem er bjartsýn á framhaldið hjá sínum mönnum.Róbert: Mér leið eins og við værum með þennan leik „Bara drullufúll, eiginlega brjálaður. Mér leið eins og við værum með þennan leik. Einn kafli þarna í 3. leikhluta þar sem við hleyptum þeim aftur inn í leikinn og það varð okkur að falli,“ sagði Róbert Sigurðsson, leikmaður Fjölnis, eftir tap gegn Val í kvöld. Fjölnismenn byrjuðu leikinn virkilega vel og leiddu í hálfleik með 10 stigum. Þeir hleyptu Valsmönnum aftur inn í leikinn með slökum 3. leikhluta. Róbert hefur engar skýringar á því hvað gerðist. „Nei, ekkert þannig skýringu. Það er bara eins og við værum smá stressaðir, vorum yfir með 10 stigum og allt að ganga vel og síðan bara mættum við ekki tilbúnir inn í 3. leikhluta. Ég hef ekkert skýringu á því einn, tveir og bingó en þetta má samt ekki gerast. Við erum í þessari deild og vitum að öll lið eru drullu sterk. Við vitum að Valsarar fóru inn í klefa brjálaðir að vera 10 stigum undir og teljum okkur vita að þeir myndu mæta brjálaðir í þennan leik, ég veit það ekki.“ Margt jákvætt sem Fjölnismenn geta tekið út úr leiknum í kvöld. „Já, þeir sem komu inn af bekknum Viktor, Óli og Hlynur voru að skila flottum mínútum. Þeir komu meira að segja óhræddir inn og voru að sækja körfur þegar við þurftum á þeim að halda, það er eiginlega bara synd að við höfum ekki náð að klára þetta.“ „Já, eins og ég segi þá er ég brjálaður að hafa tapað á móti þessu liði. Núna er bara næsti leikur og við ætlum okkur að vinna hann,“ sagði Róbert sem er bjartsýn á framhaldið hjá Fjölni. Næsta verkefni hjá Fjölni er að fara norður á Akureyri og taka á móti Þór. Það verkefni leggst vel í Fjölnismenn. „Bara vel. Þetta verður erfiður leikur. Þeirra heimavellur er alltaf erfiður. Alltaf erfitt að fara norður. Við vitum að við þurfum að vera 100%, vonandi verður Kaninn okkar kominn fyrir þann leik og Orri líka.“ Dominos-deild karla
Valur vann sterkan sigur á móti nýliðum Fjölnis í Dominosdeild karla í Dalhúsum í kvöld 87-94. Það kom í ljós rétt fyrir leik að Fjölnismenn yrði án Bandaríkjamannsins, Victor Moses, en hann var tæpur vegna meiðsla. Nýliðarnir létu það ekki á sig fá og mættu vel stemmdir til leiks og byrjuðu leikinn gríðarlega vel. Á meðan voru Valsmenn í töluverðu basli og virtust ekki eiga nein svör við leik Fjölnismanna. Heimamenn náðu fljótt góðri forystu í leiknum og fóru þeir með 10 stiga forystu inni í hálfleikinn, 53-43. Valsmenn komu hrikalega sterkir inn í seinni hálfleikinn og spiluðu frábærlega í 3. leikhluta. Þeir komu sér fljótt inn í leikinn aftur og voru komnir með 3 stiga forystu þegar 3. leikhluta lauk, eftir að hafa unnið leikhlutann 25-12. Fjölnismenn neituðu hinsvegar að gefast upp og úr varð hörkuleikur í 4. leikhluta. Liðin skiptust á að skora stórar körfur og áhorfendur fóru að láta heyra í sér. Í lokin voru Valsmenn hins vegar sterkari aðilinn og unnu góðan sigur 87-94.Af hverju vann Valur? Valsarar tóku þetta á seiglunni í dag. Það er meiri reynsla í Valsliðinu og það var skildi á milli í dag. Þeir komu sterkir úr hálfleiknum og áttu frábæran 3. leikhluta. Vel gert hjá Val að halda út gegn sprækum Fjölnismönnum.Hverjir stóðu upp úr? Hjá Val voru það Pavel, Christopher Jones og Austin Bracey. Pavel nýtti alla sína reynslu í dag til þess að hjálpa Valsliðinu að klára þennan leik. Christopher Jones skoraði 31 stig og var flottur í kvöld. Hjá Fjölni voru það Srdjan Stojanovic og Jere Vucica sem voru atkvæðamestir en Róbert Sigurðsson og Vilhjálmur Theodór áttu líka flottan leik.Hvað tekur við næst? Fjölnismenn fara norður og taka á móti Þór Akureyri í nýliðaslag á meðan Valsmenn taka á móti Þór Þorlákshöfn í Origo-höllin á Hlíðarenda.Ágúst: Ætlum að reyna vera eins gott lið og við mögulega getum „Bara ánægður með sigurinn, það eru svona fyrstu viðbrögð,“ sagði Ágúst Björgvinson, þjálfari Vals, eftir sigur sinna manna á Fjölni. „Við vorum í vandræðum báðum megin á vellinum, sóknarlega og varnarlega. Sást meira varnarlega en boltinn var að ganga illa hjá okkur í sókninni og við vorum að taka ótímabær skot. Varnarleikurinn var síðan í kjölfarið afleiddur. Við vorum að taka út pirring úr sóknarleiknum okkar og vörnin hélt ekki neinu,“ sagði Ágúst um byrjun Valsmanna. Ágúst var ánægður með sigurinn og segir að það sé hægt að finna jákvæða hluti úr þessum leik. „Það er alveg hægt að kroppa eitthvað jákvætt. Við lendum mikið undir og þá stígum við upp. Í 3. leikhluta þá herðum við vörnina. Vörnin er orðin miklu betri þá og þeir skora á okkur 12 stig. Síðan hvernig við klárum leikinn, síðustu 4 mínútur leiksins þá skorum við 16 stig á móti 5 stigum. Góður varnarleikur og bara öruggir í sóknarleiknum, erum að sækja á þá inn í teig og klárum leikinn. Það er eitthvað sem við höfum verið í vandræðum með síðustu tímabil, að klára jafna leiki þannig ég er mjög ánægður með það.“ „Það verður bara að koma í ljós,“ sagði Ágúst aðspurður hvort Valsmenn ætluðu að bæta við sig fleiri leikmönnum. „Markmiðin eru að við ætlum að vera eins gott lið og við getum mögulega getum. Við ætlum okkar að komast í úrslitakeppnina en síðan fleiri markmið en það höldum við kannski meira fyrir okkur sjálfa. Við erum búin að gefa það út að við viljum gera betur en við höfum verið að gera til dæmis á síðasta ári. En við ætlum fyrst og fremst að reyna að vera eins gott lið og við mögulega getum. Vonandi gerist það fyrr en seinna,“ sagði Ágúst um markmið Valsmanna í vetur. Næsti leikur hjá Val er á heimavelli gegn Þór Þorlákshöfn. „Ég var ekki búinn að hugsa um það. Mér líst ágætlega á það. Það er heimaleikur og verður fyrsti heimaleikurinn. Við förum strax að undirbúa okkur fyrir það á morgun eða laugardag,“ sagði Ágúst.Pavel: Mér finnst eins og ég sé endurfæddur Pavel Ermolinskij, leikmaður Vals, spilaði vel í kvöld og var sáttur með sigurinn. „Það er náttúrulega bara gott, mikill léttir. Leikur sem við eigum að vinna. Þrátt að hann hafi ekki verið frábærlega spilaður af okkur þá er gott að vita til þess að við getum spilað ekki næginlega vel en samt unnið. Þannig það er ákveðin léttir.“ Eftir erfiða byrjun þá komu Valsmenn gríðarlega sterkir inn í seinni hálfleikinn. Pavel var ánægður með að hafa unnið leikinn þrátt fyrir að Valsmenn eigi töluvert inni. „Þetta er það sem það er. Við erum ekki búnir að eiga gott undirbúningstímabil þannig ég get ekki sagt að þetta hafi verið slæmur dagur hjá okkur. Þetta var svona framhald að því sem er búið að vera hjá okkur. Mikið um samskiptaleysi, eins og menn séu að spila saman í fyrsta skiptið. Þetta er vissulega nýtt lið hjá okkur en það sama má segja það um öll liðin í deildinni og mér finnst eins og við séum ekki alveg komnir nógu langt í okkar þannig það jákvæða í þessu er eins og ég segi, þrátt fyrir allt það og Fjölnir spilar mjög vel í dag, þá náðum við að vinna. Það er það góða í þessu og það er merki um lið sem getur gert eitthvað.“ „Bara vel, mjög spenntur, mjög örvandi og mjög lifandi. Það er einhvern vegin meiri pressa og fleiri augu á manni og meiri væntingar. Mjög gefandi og mér líður mjög vel. Mér finnst eins og ég sé endurfæddur,“ sagði Pavel aðspurður hvernig honum hefði liðið í Valsbúningnum í kvöld. Pavel hefur ekki miklar áhyggjur af Valsliðinu og telur að þeir eigi eftir að slípa sig saman. „Ekki spurning, ég held líka að það séu allir meðvitaðir um að það er vinna framundan. Það er enginn núna inn í klefa sem segir að þetta sé það sem við erum. Það eru allir meðvitaðir um það og á meðan það er svo þá hef ég engar áhyggjur af því að þetta komi, það er fullt af klárum strákum í þessu liði.“Falur: Meiðsladraugurinn er í heimsókn hjá okkur „Ég er að spila á fáum mönnum, meiðsladraugurinn er í heimsókn hjá okkur og við þurfum að rekja hann í burtu eins og hægt er,“ sagði Falur J. Harðarson, þjálfari Fjölnis, um meiðsli sem hafa verið að hrjá þá. Victor Moses datt úr rétt fyrir leik hjá Fjölni vegna meiðsla. Falur segir að það hafi verið skynsamleg ákvörðun og segir að þeir stefni á að hann verði klár í næsta leik. „Já, við ákváðum rétt fyrir leikinn að hvíla Victor í þessum leik. Það er skynsamleg ákvörðun, útaf því að þetta eru þannig meiðsli ef það myndi rífa sig upp þá er hann frá í langan tíma og við ætlum að stefna á að hafa hann í næsta leik.“ Það var aðeins of stór biti fyrir Fjölnismenn að vera án lykilmanna en ungu strákarnir komu sterkir inn. „Já, við erum með Rafn líka meiddan. Við þurfum að hafa þessa kroppa og ég ætla alls ekki að taka neitt frá frá ungu strákunum. Viktor og Óli stóðu sig gríðarlega vel. En þetta var bara hörku challenge og við gáfum þeim góðan leik.“ „Alveg klárlega, ég er mjög bjartsýn. Við eigum eftir að stríða fullt af liðum og taka óvænt stig á mörgum stöðum,“ sagði Falur sem er bjartsýn á framhaldið hjá sínum mönnum.Róbert: Mér leið eins og við værum með þennan leik „Bara drullufúll, eiginlega brjálaður. Mér leið eins og við værum með þennan leik. Einn kafli þarna í 3. leikhluta þar sem við hleyptum þeim aftur inn í leikinn og það varð okkur að falli,“ sagði Róbert Sigurðsson, leikmaður Fjölnis, eftir tap gegn Val í kvöld. Fjölnismenn byrjuðu leikinn virkilega vel og leiddu í hálfleik með 10 stigum. Þeir hleyptu Valsmönnum aftur inn í leikinn með slökum 3. leikhluta. Róbert hefur engar skýringar á því hvað gerðist. „Nei, ekkert þannig skýringu. Það er bara eins og við værum smá stressaðir, vorum yfir með 10 stigum og allt að ganga vel og síðan bara mættum við ekki tilbúnir inn í 3. leikhluta. Ég hef ekkert skýringu á því einn, tveir og bingó en þetta má samt ekki gerast. Við erum í þessari deild og vitum að öll lið eru drullu sterk. Við vitum að Valsarar fóru inn í klefa brjálaðir að vera 10 stigum undir og teljum okkur vita að þeir myndu mæta brjálaðir í þennan leik, ég veit það ekki.“ Margt jákvætt sem Fjölnismenn geta tekið út úr leiknum í kvöld. „Já, þeir sem komu inn af bekknum Viktor, Óli og Hlynur voru að skila flottum mínútum. Þeir komu meira að segja óhræddir inn og voru að sækja körfur þegar við þurftum á þeim að halda, það er eiginlega bara synd að við höfum ekki náð að klára þetta.“ „Já, eins og ég segi þá er ég brjálaður að hafa tapað á móti þessu liði. Núna er bara næsti leikur og við ætlum okkur að vinna hann,“ sagði Róbert sem er bjartsýn á framhaldið hjá Fjölni. Næsta verkefni hjá Fjölni er að fara norður á Akureyri og taka á móti Þór. Það verkefni leggst vel í Fjölnismenn. „Bara vel. Þetta verður erfiður leikur. Þeirra heimavellur er alltaf erfiður. Alltaf erfitt að fara norður. Við vitum að við þurfum að vera 100%, vonandi verður Kaninn okkar kominn fyrir þann leik og Orri líka.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti