Gestur sleit krossband í annað sinn á rúmu ári Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. október 2019 10:45 Gestur fer í aðgerð í lok þessa mánaðar. fbl/ernir Gestur Ólafur Ingvarsson, leikmaður Aftureldingar, leikur ekki meira með liðinu á þessu tímabili. Gestur meiddist illa í leik Aftureldingar og FH í Olís-deild karla á sunnudaginn og nú er komið í ljós að hann sleit krossband. Þetta er í annað sinn á 14 mánuðum sem hann slítur krossband í vinstra hné. Gests bíður því löng og ströng endurhæfing á nýjan leik. „Hann fer í aðgerð í lok október. Tímabilinu er lokið hjá honum. Þetta er gríðarlegt áfall fyrir hann og alla sem standa að þessu,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, í samtali við Vísi í dag. Gestur hafði byrjað tímabilið vel og skorað ellefu mörk í Olís-deildinni. „Hann er ákveðinn í að koma sterkur til baka. Síðast sneri hann til baka sem betri leikmaður. Við stöndum þétt við bakið á honum,“ sagði Einar Andri. „Nú þurfum við þjappa okkur saman og fleiri að stíga upp. Við þurfum að finna lausnir.“ Einar Andri á síður von á því að Mosfellingar leiti að utanaðkomandi liðsstyrk. „Við erum ekkert farnir að skoða það. Þetta er nýskeð og við erum að reyna að ná áttum. Félagaskiptaglugginn lokar um næstu mánaðarmót og opnar svo aftur í janúar. Við sjáum bara til en það eru ekki miklir möguleikar að fá leikmenn á þessum tímapunkti. Ég á ekkert sérstaklega von á því en við erum orðnir nokkuð fámennir þarna hægra megin,“ sagði Einar Andri. Afturelding er í 4. sæti Olís-deildarinnar með sex stig. Næsti leikur liðsins er gegn Val á laugardaginn. Olís-deild karla Tengdar fréttir Ósáttur Einar Andri: „Samkvæmt einhverjum ströngustu reglum mega ekki þrír starfsmenn fara inn á völlinn“ Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var ekki á allt sáttur með dómgæsluna er hans menn töpuðu með einu marki gegn FH í Olís deild karla í kvöld. Lokatölur 25-24 FH í vil og fyrsta tap Mosfellina í vetur staðreynd. 29. september 2019 21:22 Umfjöllun og viðtöl: FH - Afturelding 25-24 | Mikil dramatík er FH stöðvaði sigurgöngu Aftureldingar Það var spennutryllir í Krikanum í kvöld. Lokatölur 25-24 FH í vil eftir magnaðan leik. 29. september 2019 21:00 Seinni bylgjan: Brottvísunin á varamannabekk Aftureldingar „hálfgert hneyksli“ Seinni bylgjan fór yfir atvikið umdeilda úr leik FH og Aftureldingar. 1. október 2019 09:00 Seinni bylgjan: „Glórulaust hjá dómurunum og Bjarna Ófeigi“ Einar Ingi Hrafnsson fékk rautt spjald í leik FH og Aftureldingar sem sérfræðingar Seinni bylgjunnar töldu rangan dóm. 1. október 2019 12:00 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Gestur Ólafur Ingvarsson, leikmaður Aftureldingar, leikur ekki meira með liðinu á þessu tímabili. Gestur meiddist illa í leik Aftureldingar og FH í Olís-deild karla á sunnudaginn og nú er komið í ljós að hann sleit krossband. Þetta er í annað sinn á 14 mánuðum sem hann slítur krossband í vinstra hné. Gests bíður því löng og ströng endurhæfing á nýjan leik. „Hann fer í aðgerð í lok október. Tímabilinu er lokið hjá honum. Þetta er gríðarlegt áfall fyrir hann og alla sem standa að þessu,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, í samtali við Vísi í dag. Gestur hafði byrjað tímabilið vel og skorað ellefu mörk í Olís-deildinni. „Hann er ákveðinn í að koma sterkur til baka. Síðast sneri hann til baka sem betri leikmaður. Við stöndum þétt við bakið á honum,“ sagði Einar Andri. „Nú þurfum við þjappa okkur saman og fleiri að stíga upp. Við þurfum að finna lausnir.“ Einar Andri á síður von á því að Mosfellingar leiti að utanaðkomandi liðsstyrk. „Við erum ekkert farnir að skoða það. Þetta er nýskeð og við erum að reyna að ná áttum. Félagaskiptaglugginn lokar um næstu mánaðarmót og opnar svo aftur í janúar. Við sjáum bara til en það eru ekki miklir möguleikar að fá leikmenn á þessum tímapunkti. Ég á ekkert sérstaklega von á því en við erum orðnir nokkuð fámennir þarna hægra megin,“ sagði Einar Andri. Afturelding er í 4. sæti Olís-deildarinnar með sex stig. Næsti leikur liðsins er gegn Val á laugardaginn.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Ósáttur Einar Andri: „Samkvæmt einhverjum ströngustu reglum mega ekki þrír starfsmenn fara inn á völlinn“ Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var ekki á allt sáttur með dómgæsluna er hans menn töpuðu með einu marki gegn FH í Olís deild karla í kvöld. Lokatölur 25-24 FH í vil og fyrsta tap Mosfellina í vetur staðreynd. 29. september 2019 21:22 Umfjöllun og viðtöl: FH - Afturelding 25-24 | Mikil dramatík er FH stöðvaði sigurgöngu Aftureldingar Það var spennutryllir í Krikanum í kvöld. Lokatölur 25-24 FH í vil eftir magnaðan leik. 29. september 2019 21:00 Seinni bylgjan: Brottvísunin á varamannabekk Aftureldingar „hálfgert hneyksli“ Seinni bylgjan fór yfir atvikið umdeilda úr leik FH og Aftureldingar. 1. október 2019 09:00 Seinni bylgjan: „Glórulaust hjá dómurunum og Bjarna Ófeigi“ Einar Ingi Hrafnsson fékk rautt spjald í leik FH og Aftureldingar sem sérfræðingar Seinni bylgjunnar töldu rangan dóm. 1. október 2019 12:00 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Ósáttur Einar Andri: „Samkvæmt einhverjum ströngustu reglum mega ekki þrír starfsmenn fara inn á völlinn“ Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var ekki á allt sáttur með dómgæsluna er hans menn töpuðu með einu marki gegn FH í Olís deild karla í kvöld. Lokatölur 25-24 FH í vil og fyrsta tap Mosfellina í vetur staðreynd. 29. september 2019 21:22
Umfjöllun og viðtöl: FH - Afturelding 25-24 | Mikil dramatík er FH stöðvaði sigurgöngu Aftureldingar Það var spennutryllir í Krikanum í kvöld. Lokatölur 25-24 FH í vil eftir magnaðan leik. 29. september 2019 21:00
Seinni bylgjan: Brottvísunin á varamannabekk Aftureldingar „hálfgert hneyksli“ Seinni bylgjan fór yfir atvikið umdeilda úr leik FH og Aftureldingar. 1. október 2019 09:00
Seinni bylgjan: „Glórulaust hjá dómurunum og Bjarna Ófeigi“ Einar Ingi Hrafnsson fékk rautt spjald í leik FH og Aftureldingar sem sérfræðingar Seinni bylgjunnar töldu rangan dóm. 1. október 2019 12:00