Óvissa um eftirrit af símtali Trump og Zelensky Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2019 11:00 Hefð er fyrir því að gera tvö skjöl upp úr símtölum forseta Bandaríkjanna við aðra þjóðarleiðtoga. AP/Carolyn Kaster Núverandi og fyrrverandi starfsmenn Hvíta hússins, segja eftirrit af símtali Donald Trump og Volodymir Zelensky, forsetum Bandaríkjanna og Úkraínu, bera ummerki þess að hluti samskipta þeirra hafi verið fjarlægður. Þrátt fyrir að á það standi á fyrstu blaðsíðu skjalsins, sem Hvíta húsið opinberaði í síðustu viku, að ekki sé um nákvæma uppskrift að ræða, heldur eftirrit sem byggir meðal annars á glósum og minni þeirra sem hlustuðu og að starfsmenn Trump hafi sagt það vera samantekt, hélt Trump því fram í gær á undarlegum blaðamannafundi með forseta Finnlands að eftirritið væri hárnákvæmt. Þau ummæli og sú staðreynd að uppljóstrari sem kvartaði vegna símtalsins, vísaði í kvörtun sinni í formlega uppskrift af símtalinu hafa vakið spurningar um hvers eðlis, skjalið sem leiddi til þess að Demókratar hófu formlegt ákæruferli gegn Trump fyrir embættisbrot, sé.Sjá einnig: Demókratar vara Trump við afskiptum Hefð er fyrir því að gera tvö skjöl upp úr símtölum forseta Bandaríkjanna við aðra þjóðarleiðtoga. Uppskrift sem gert er upp úr glósum aðstoðarmanna forsetans og á í raun að innihalda hvert orð símtalsins og aðra samantekt sem dreift er á milli fleiri starfsmanna Hvíta hússins. Skjalið sem Hvíta húsið opinberaði í síðustu viku er hvorugt þeirra. Trump says the Ukraine call memo released by the White House is "exact" and "word for word" -- even though it says on the very first page that it is not in fact a transcript pic.twitter.com/xQZGHlT7Gf — Aaron Rupar (@atrupar) October 2, 2019 Washington Post ræddi við núverandi og fyrrverandi embættismenn segja ummerki í skjalinu um að það hafi verið meðhöndlað með óhefðbundnum hætti en Hvíta húsið segir það hafa verið opinberað í nafn gagnsæis.Sjá einnig: Pompeo laug um símtalið við Zelensky Meðal annars sérfræðingar WP til þrípunkta og í tvö skipti sem þeir eru notaðir í skjalinu var Trump að ræða netöryggisfyrirtækið Crowdstrike. Í Eftirritinu voru orð Trump einstaklega óljós og hefur notkun þrípunkta þar leitt til vangaveltna um að upplýsingar hafi verið fjarlægðar. Þá virðist sem að Trump hafi verið að ræða samsæriskenningu um að tölvuárásin á Landsnefnd Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna 2016 hafi verið sviðsett til að koma sök á Rússa. Fyrirtækið Crowdstrike komst á snoðir um tölvuárásina og stöðvaði hana. Forsvarsmenn fyrirtækisins sögðu útsendara Rússlands hafa gert árásina og Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, staðfesti það seinna meir.„Ég myndi vilja að þú kæmist að því hvað gerðist í öllu þessu ástandi með Úkraínu, þeir segja Crowdstrike… Ætli þú hafir ekki einn af þínu ríka fólki… Vefþjóninn, þeir segja að Úkraína hafi hann,“ sagði Trump samkvæmt eftirritinu. Í þriðja sinn sem þrípunkturinn var notaður var Trump að ræða samsæriskenningu um að Joe Biden hafi þvingað yfirvöld Úkraínu til að reka saksóknara til að hlífa syni sínum Hunter Biden frá spillingarrannsókn. Sérfræðinar og greinendur segja lítið að marka þessar ásakanir. „Biden fór um stærandi sig af því að hafa stöðvað rannsóknina svo ef þú gætir skoðað það… Mér finnst það hljóma hræðilega,“ sagði Trump samkvæmt eftirritinu.Ekki hefðbundin notkun þrípunkta Hvíta húsið vildi ekki tjá sig um þrípunktana vegna fréttar Washington Post. Starfsmaður þess sagði þó í síðustu viku að þrípunktarnir væru til marks um „muldur eða pásu“ og sagði það hefðbundna starfshætti að nota þrípunkta. Embættismennirnir sem rætt var við segja það þó öðruvísi starfshætti en þekkjast. Þeir segja að þegar forseti muldri svo aðstoðarmenn heyri ekki sé hefðin að nota [Inaudible] eða óheyrilegt. Þá séu bandstrik oftast notuð þegar hlutar setninga skiljist ekki. Sömuleiðis hefur fólk velt vöngum yfir lengd símtalsins, samanborið við lengt eftirritsins. Hvíta húsið segir símtalið hafa tekið um hálftíma. Öldungadeildarþingmaðurinn Angus King lét tvo af starfsmönnum sínum lesa textann upphátt og tók upp hve langan tíma það tók það. Sá tími var tíu mínútur og fjörutíu sekúndur. „Við spurðum okkur; Hve mikið vitum við ekki?“ sagði King um tilraunina og bætti við að nauðsynlegt væri að komast til botns í símtalinu.Umdeildur orðafjöldi Þá hafa blaðamenn Washington Post borið eftirritið saman við hefðbundnar uppskriftir símtala Trump við aðra þjóðarleiðtoga. Uppskrift 24 mínútna símtals Trump við Malcolm Turnbull, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, innihélt 3.200 orð, sem samsvarar um 133 orð á mínútur. Báðir aðilar töluðu ensku og uppskrift samtalsins innihélt ekki þrípunkta. Uppskrift 53 mínútna símtals Trump og Enrique Peña Nieto, fyrrverandi forseta Mexíkó, innihélt um 5.500 orð eða um 102 orð á mínútu. Þá notuðust báðir aðilar við túlka og uppskrift samtalsins innihélt ekki þrípunkta. Eftirrit 30 mínútna samtals Trump og Zelensky, þar sem báðir aðilar notuðust við túlka, innihélt hins vegar einungis tæplega 2.000 orð eða um 65 orð á mínútu. Það eru ýmis önnur ummerki á skjalinu sem sérfræðingar segja til marks um að samtalið hafi ekki farið í gegnum hefðbundið ferli innan Hvíta hússins. Uppljóstrarinn sagði í kvörtun sinni að starfsmönnum Hvíta hússins hafi verið skipað að fjarlægja upplýsingar um símtalið og þá sérstaklega opinbera uppskrift þess af tölvukerfi þar sem slíkar upplýsingar eru iðulega geymdar og færa þær í annað tölvukerfi sem inniheldur að mestu leynileg gögn.Sjá einnig: Fátt sem kemur í veg fyrir hefndir Trump gegn uppljóstraranum Samkvæmt uppljóstraranum var það gert þar sem starfsmenn Trump óttuðust að hann hefði brotið lög varðandi forsetaembættið í símtalinu. Búið er að staðfesta að upplýsingarnar voru færðar á milli tölvukerfa og að í kjölfarið hafi tölvukerfið verið uppfært svo hægt væri að fylgjast með því hver notaði það og skoðaði hvaða gögn. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Demókratar stefna Giuliani Demókratar hafa stefnt Rusy Giuliani, einkalögmanni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna samskipta hans og forsetans við embættismenn í Úkraínu. 30. september 2019 20:35 Trump leggur til handtöku pólitísks andstæðings Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði í dag til að handtaka skyldi pólitískan andstæðing sinn fyrir landráð vegna ummæla um samskipti Trumps við Úkraínuforseta. Forseti Úkraínu segir ríki sitt ekki þurfa að hlýða skipunum annarra. 30. september 2019 18:30 Þvertekur fyrir að hafa viljað krókódíla og snáka við landamæravegginn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir fregnir um að hann hafi vilja síki með krókódílum og snákum við vegginn við landamæri Mexíkó ekki réttar. Hið sama gildi um gadda á toppi veggsins og að leiða rafmagn í hann. 2. október 2019 15:15 Trump segir Demókrata fremja valdarán Donald Trump Bandaríkjaforseti sakar demókrata á þingi um að skipuleggja valdarán með tilraunum sínum til að rannsaka embættisfærslur forsetans. 2. október 2019 09:00 Trump og repúblikanar slá met í fjáröflun Forsetaframboð Trump stefnir að því að verja um milljarði dollara í endurkjör hans, jafnvirði um 124 milljarða íslenskra króna. 1. október 2019 21:31 Pence varaforseti blandaðist inn í þrýsting Trump á Úkraínu Trump hefur farið mikinn vegna Úkraínumálsins í dag. Á blaðamannafundi með forseta Finnlands gaf hann sterklega í skyn að einn leiðtoga demókrata væri með lítil typpi. 2. október 2019 23:08 Ástralar kveðast reiðubúnir til að aðstoða við hvers kyns rannsóknir Donald Trump Bandaríkjaforseti bað forsætisráðherra Ástralíu um að rannsaka Rússarannsóknina svokölluðu 1. október 2019 19:00 Bað Boris einnig um hjálp við að grafa undan Rússarannsókninni Donald Trump hefur lengi staðið í þeirri trú að uppruna rannsóknarinnar megi að miklu leyti rekja til Bretlands og hefur hann meðal annars sakað breskar leyniþjónustur um að njósna um framboð sitt fyrir Barack Obama, forvera sinn. 2. október 2019 11:21 Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Fleiri fréttir Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Sjá meira
Núverandi og fyrrverandi starfsmenn Hvíta hússins, segja eftirrit af símtali Donald Trump og Volodymir Zelensky, forsetum Bandaríkjanna og Úkraínu, bera ummerki þess að hluti samskipta þeirra hafi verið fjarlægður. Þrátt fyrir að á það standi á fyrstu blaðsíðu skjalsins, sem Hvíta húsið opinberaði í síðustu viku, að ekki sé um nákvæma uppskrift að ræða, heldur eftirrit sem byggir meðal annars á glósum og minni þeirra sem hlustuðu og að starfsmenn Trump hafi sagt það vera samantekt, hélt Trump því fram í gær á undarlegum blaðamannafundi með forseta Finnlands að eftirritið væri hárnákvæmt. Þau ummæli og sú staðreynd að uppljóstrari sem kvartaði vegna símtalsins, vísaði í kvörtun sinni í formlega uppskrift af símtalinu hafa vakið spurningar um hvers eðlis, skjalið sem leiddi til þess að Demókratar hófu formlegt ákæruferli gegn Trump fyrir embættisbrot, sé.Sjá einnig: Demókratar vara Trump við afskiptum Hefð er fyrir því að gera tvö skjöl upp úr símtölum forseta Bandaríkjanna við aðra þjóðarleiðtoga. Uppskrift sem gert er upp úr glósum aðstoðarmanna forsetans og á í raun að innihalda hvert orð símtalsins og aðra samantekt sem dreift er á milli fleiri starfsmanna Hvíta hússins. Skjalið sem Hvíta húsið opinberaði í síðustu viku er hvorugt þeirra. Trump says the Ukraine call memo released by the White House is "exact" and "word for word" -- even though it says on the very first page that it is not in fact a transcript pic.twitter.com/xQZGHlT7Gf — Aaron Rupar (@atrupar) October 2, 2019 Washington Post ræddi við núverandi og fyrrverandi embættismenn segja ummerki í skjalinu um að það hafi verið meðhöndlað með óhefðbundnum hætti en Hvíta húsið segir það hafa verið opinberað í nafn gagnsæis.Sjá einnig: Pompeo laug um símtalið við Zelensky Meðal annars sérfræðingar WP til þrípunkta og í tvö skipti sem þeir eru notaðir í skjalinu var Trump að ræða netöryggisfyrirtækið Crowdstrike. Í Eftirritinu voru orð Trump einstaklega óljós og hefur notkun þrípunkta þar leitt til vangaveltna um að upplýsingar hafi verið fjarlægðar. Þá virðist sem að Trump hafi verið að ræða samsæriskenningu um að tölvuárásin á Landsnefnd Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna 2016 hafi verið sviðsett til að koma sök á Rússa. Fyrirtækið Crowdstrike komst á snoðir um tölvuárásina og stöðvaði hana. Forsvarsmenn fyrirtækisins sögðu útsendara Rússlands hafa gert árásina og Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, staðfesti það seinna meir.„Ég myndi vilja að þú kæmist að því hvað gerðist í öllu þessu ástandi með Úkraínu, þeir segja Crowdstrike… Ætli þú hafir ekki einn af þínu ríka fólki… Vefþjóninn, þeir segja að Úkraína hafi hann,“ sagði Trump samkvæmt eftirritinu. Í þriðja sinn sem þrípunkturinn var notaður var Trump að ræða samsæriskenningu um að Joe Biden hafi þvingað yfirvöld Úkraínu til að reka saksóknara til að hlífa syni sínum Hunter Biden frá spillingarrannsókn. Sérfræðinar og greinendur segja lítið að marka þessar ásakanir. „Biden fór um stærandi sig af því að hafa stöðvað rannsóknina svo ef þú gætir skoðað það… Mér finnst það hljóma hræðilega,“ sagði Trump samkvæmt eftirritinu.Ekki hefðbundin notkun þrípunkta Hvíta húsið vildi ekki tjá sig um þrípunktana vegna fréttar Washington Post. Starfsmaður þess sagði þó í síðustu viku að þrípunktarnir væru til marks um „muldur eða pásu“ og sagði það hefðbundna starfshætti að nota þrípunkta. Embættismennirnir sem rætt var við segja það þó öðruvísi starfshætti en þekkjast. Þeir segja að þegar forseti muldri svo aðstoðarmenn heyri ekki sé hefðin að nota [Inaudible] eða óheyrilegt. Þá séu bandstrik oftast notuð þegar hlutar setninga skiljist ekki. Sömuleiðis hefur fólk velt vöngum yfir lengd símtalsins, samanborið við lengt eftirritsins. Hvíta húsið segir símtalið hafa tekið um hálftíma. Öldungadeildarþingmaðurinn Angus King lét tvo af starfsmönnum sínum lesa textann upphátt og tók upp hve langan tíma það tók það. Sá tími var tíu mínútur og fjörutíu sekúndur. „Við spurðum okkur; Hve mikið vitum við ekki?“ sagði King um tilraunina og bætti við að nauðsynlegt væri að komast til botns í símtalinu.Umdeildur orðafjöldi Þá hafa blaðamenn Washington Post borið eftirritið saman við hefðbundnar uppskriftir símtala Trump við aðra þjóðarleiðtoga. Uppskrift 24 mínútna símtals Trump við Malcolm Turnbull, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, innihélt 3.200 orð, sem samsvarar um 133 orð á mínútur. Báðir aðilar töluðu ensku og uppskrift samtalsins innihélt ekki þrípunkta. Uppskrift 53 mínútna símtals Trump og Enrique Peña Nieto, fyrrverandi forseta Mexíkó, innihélt um 5.500 orð eða um 102 orð á mínútu. Þá notuðust báðir aðilar við túlka og uppskrift samtalsins innihélt ekki þrípunkta. Eftirrit 30 mínútna samtals Trump og Zelensky, þar sem báðir aðilar notuðust við túlka, innihélt hins vegar einungis tæplega 2.000 orð eða um 65 orð á mínútu. Það eru ýmis önnur ummerki á skjalinu sem sérfræðingar segja til marks um að samtalið hafi ekki farið í gegnum hefðbundið ferli innan Hvíta hússins. Uppljóstrarinn sagði í kvörtun sinni að starfsmönnum Hvíta hússins hafi verið skipað að fjarlægja upplýsingar um símtalið og þá sérstaklega opinbera uppskrift þess af tölvukerfi þar sem slíkar upplýsingar eru iðulega geymdar og færa þær í annað tölvukerfi sem inniheldur að mestu leynileg gögn.Sjá einnig: Fátt sem kemur í veg fyrir hefndir Trump gegn uppljóstraranum Samkvæmt uppljóstraranum var það gert þar sem starfsmenn Trump óttuðust að hann hefði brotið lög varðandi forsetaembættið í símtalinu. Búið er að staðfesta að upplýsingarnar voru færðar á milli tölvukerfa og að í kjölfarið hafi tölvukerfið verið uppfært svo hægt væri að fylgjast með því hver notaði það og skoðaði hvaða gögn.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Demókratar stefna Giuliani Demókratar hafa stefnt Rusy Giuliani, einkalögmanni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna samskipta hans og forsetans við embættismenn í Úkraínu. 30. september 2019 20:35 Trump leggur til handtöku pólitísks andstæðings Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði í dag til að handtaka skyldi pólitískan andstæðing sinn fyrir landráð vegna ummæla um samskipti Trumps við Úkraínuforseta. Forseti Úkraínu segir ríki sitt ekki þurfa að hlýða skipunum annarra. 30. september 2019 18:30 Þvertekur fyrir að hafa viljað krókódíla og snáka við landamæravegginn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir fregnir um að hann hafi vilja síki með krókódílum og snákum við vegginn við landamæri Mexíkó ekki réttar. Hið sama gildi um gadda á toppi veggsins og að leiða rafmagn í hann. 2. október 2019 15:15 Trump segir Demókrata fremja valdarán Donald Trump Bandaríkjaforseti sakar demókrata á þingi um að skipuleggja valdarán með tilraunum sínum til að rannsaka embættisfærslur forsetans. 2. október 2019 09:00 Trump og repúblikanar slá met í fjáröflun Forsetaframboð Trump stefnir að því að verja um milljarði dollara í endurkjör hans, jafnvirði um 124 milljarða íslenskra króna. 1. október 2019 21:31 Pence varaforseti blandaðist inn í þrýsting Trump á Úkraínu Trump hefur farið mikinn vegna Úkraínumálsins í dag. Á blaðamannafundi með forseta Finnlands gaf hann sterklega í skyn að einn leiðtoga demókrata væri með lítil typpi. 2. október 2019 23:08 Ástralar kveðast reiðubúnir til að aðstoða við hvers kyns rannsóknir Donald Trump Bandaríkjaforseti bað forsætisráðherra Ástralíu um að rannsaka Rússarannsóknina svokölluðu 1. október 2019 19:00 Bað Boris einnig um hjálp við að grafa undan Rússarannsókninni Donald Trump hefur lengi staðið í þeirri trú að uppruna rannsóknarinnar megi að miklu leyti rekja til Bretlands og hefur hann meðal annars sakað breskar leyniþjónustur um að njósna um framboð sitt fyrir Barack Obama, forvera sinn. 2. október 2019 11:21 Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Fleiri fréttir Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Sjá meira
Demókratar stefna Giuliani Demókratar hafa stefnt Rusy Giuliani, einkalögmanni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna samskipta hans og forsetans við embættismenn í Úkraínu. 30. september 2019 20:35
Trump leggur til handtöku pólitísks andstæðings Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði í dag til að handtaka skyldi pólitískan andstæðing sinn fyrir landráð vegna ummæla um samskipti Trumps við Úkraínuforseta. Forseti Úkraínu segir ríki sitt ekki þurfa að hlýða skipunum annarra. 30. september 2019 18:30
Þvertekur fyrir að hafa viljað krókódíla og snáka við landamæravegginn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir fregnir um að hann hafi vilja síki með krókódílum og snákum við vegginn við landamæri Mexíkó ekki réttar. Hið sama gildi um gadda á toppi veggsins og að leiða rafmagn í hann. 2. október 2019 15:15
Trump segir Demókrata fremja valdarán Donald Trump Bandaríkjaforseti sakar demókrata á þingi um að skipuleggja valdarán með tilraunum sínum til að rannsaka embættisfærslur forsetans. 2. október 2019 09:00
Trump og repúblikanar slá met í fjáröflun Forsetaframboð Trump stefnir að því að verja um milljarði dollara í endurkjör hans, jafnvirði um 124 milljarða íslenskra króna. 1. október 2019 21:31
Pence varaforseti blandaðist inn í þrýsting Trump á Úkraínu Trump hefur farið mikinn vegna Úkraínumálsins í dag. Á blaðamannafundi með forseta Finnlands gaf hann sterklega í skyn að einn leiðtoga demókrata væri með lítil typpi. 2. október 2019 23:08
Ástralar kveðast reiðubúnir til að aðstoða við hvers kyns rannsóknir Donald Trump Bandaríkjaforseti bað forsætisráðherra Ástralíu um að rannsaka Rússarannsóknina svokölluðu 1. október 2019 19:00
Bað Boris einnig um hjálp við að grafa undan Rússarannsókninni Donald Trump hefur lengi staðið í þeirri trú að uppruna rannsóknarinnar megi að miklu leyti rekja til Bretlands og hefur hann meðal annars sakað breskar leyniþjónustur um að njósna um framboð sitt fyrir Barack Obama, forvera sinn. 2. október 2019 11:21