Fótbolti

Albert frá í 4-5 mánuði

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Albert studdur af velli gegn Heracles á sunnudaginn.
Albert studdur af velli gegn Heracles á sunnudaginn. vísir/getty
Albert Guðmundsson, leikmaður AZ Alkmaar og íslenska landsliðsins, verður frá keppni næstu 4-5 mánuðina vegna meiðsla.

Albert fór meiddur af velli eftir tæpan hálftíma í 2-0 sigri AZ á Heracles í hollensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.

Við skoðun kom í ljós að bein í ökkla Alberts brotnaði. Hann gengst undir aðgerð í Amsterdam í næstu viku. Guðmundur Benediktsson, faðir Alberts, greinir frá þessu á Twitter í dag.



Albert missir því af síðustu fjórum leikjum Íslands í undankeppni EM 2020.

Hann hefur komið við sögu í fjórum leikjum í hollensku deildinni það sem af er tímabili.

Albert, sem er 22 ára, gekk í raðir AZ frá PSV Eindhoven í fyrra.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×