Orð og ábyrgð Ólöf Skaftadóttir skrifar 3. október 2019 07:00 Ég fékk hálfgert áfall þegar ég heyrði umræðurnar í þinginu, og trúið mér, það þarf nokkuð mikið til að koma mér úr jafnvægi í þeim efnum,“ sagði Brendan Cox, ekkill bresku þingkonunnar Jo Cox, sem myrt var við vinnu í kjördæmi sínu í aðdraganda Brexit-kosninganna árið 2016. Umræðurnar sem Cox vísar til áttu sér stað þegar þingmenn komu saman aftur eftir að Hæstiréttur landsins hafði úrskurðað ákvörðun forsætisráðherrans um að fresta þinghaldi ólögmæta. Einu sinni sem oftar var Brexit bitbeinið. Boris Johnson kallar lög sem skylda hann til að sækja um frekari frestun á útgöngu Breta „Uppgjafarlögin“, sem hefur auðvitað skýra hernaðarlega tilvísun hjá gamla heimsveldinu. Andstæðingar Johnsons saka hann á móti um „valdarán“ og uppnefna hann „einræðisherra“. Gífuryrðin ganga á víxl og á sama tíma hækkar hitastigið meðal kjósenda. Hótanir í garð stjórnmálamanna verða sífellt algengari og, líkt og Brendan Cox getur vitnað um, eru því miður dæmi um að gjörðir fylgi orðum. „Þessi pólaríseraða orðræða er að valda varanlegu tjóni á stjórnmálunum,“ segir hann. Orðum fylgir nefnilega ábyrgð. Við Íslendingar þurfum þó ekki að líta til Bretlands til að finna sambærileg dæmi um orðaflaum. Ofgnótt er í heimabyggð. Formaður Miðflokksins sagði til að mynda orkupakka þrjú, tiltölulega saklausa innleiðingu á samevrópsku regluverki, vera „stórhættulegan“ og vísaði ítrekað í „fullveldið“ og sambærileg hugtök: „[…] að okkur verður sótt af hagsmunaaðilum og pólitískum andstæðingum,“ bætti hann við. Formaðurinn er heldur ekki einn um stóryrði. Oddviti sama flokks í borgarstjórn telur embættismannakerfið í Ráðhúsinu „áreita“ sig. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins talar um „einræði og harðstjórn í Reykjavík“, og það í tengslum við umræður um samgöngumál! Gífuryrðin æsa svo í vanstilltum nærbuxnariddurum á samfélagsmiðlum og kommentakerfum. Þannig heldur hringrásin áfram. Sjálfnærandi. Auðvitað er það beinlínis eðli stjórnmálanna að tekist sé á. Það má hins vegar ekki vera á kostnað almennrar kurteisi og háttvísi í samskiptum. Ýmislegt má vafalaust segja um Dag B. Eggertsson en fullyrða má að hann er hvorki einræðisherra né harðstjóri. Stjórnmálamenn og aðrir sem tjá sig á opinberum vettvangi verða að geta sýnt stillingu. Það getur ekki talist hluti af eðlilegum skoðanaskiptum að sjá andstæðinga í hverju horni, eða setja kollega sína í flokk með helstu grimmdarmennum tuttugustu aldarinnar. Kannski skorar slíkt tal stundarpunkta í því sem stundum er kallað grasrót. En til lengri tíma er hreinlega verið að vinna stjórnmálunum tjón og beinlínis hætta á að vanstilltir einstaklingar grípi til örþrifaráða. Orðum fylgir nefnilega ábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Sérfræðingar í vonlausum aðstæðum Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar. Takið eftir Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Að deyja fyrir að vera öðruvísi Arna Magnea Danks Skoðun Arðrán um hábjartan dag? Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég vil ekki að þeim líði illa Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfið - plan Samfylkingarinnar eða sinnuleysi Sjálfstæðisflokksins? Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Á minningardegi trans fólks Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dulin mein íslenskt stjórnkerfis Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Byggjum upp örugga sjúkraflutninga fyrir landið og miðin Alma D. Möller skrifar Skoðun Eldri borgarar. Takið eftir Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Að deyja fyrir að vera öðruvísi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Á minningardegi trans fólks Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Arðrán um hábjartan dag? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ég vil ekki að þeim líði illa Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfið - plan Samfylkingarinnar eða sinnuleysi Sjálfstæðisflokksins? Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Sérfræðingar í vonlausum aðstæðum Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Engir náttúruverndarsinnar á Alþingi eftir kosningar? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Kunnugleg rödd og kosningaloforð Sigvarður Ari Huldarsson skrifar Skoðun Czy masz poczucie, że jesteś ważny? Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson skrifar Skoðun Að lifa með reisn Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andleg heilsa er dauðans alvara Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Píslarganga lántakandans - Dæmi Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Af hverju ættum við að trúa? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Svik við launafólk: Loforð um samráð brotin með gegndarlausum gjaldskrárhækkunum Anna Júlíusdóttir skrifar Skoðun Nýtt fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóhann Páll Jóhannsson,Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi og mannréttindabrot á Íslandi ekki forgangsmál þingmanna Grímur Atlason skrifar Skoðun Börnum fórnað fyrir bætt kjör Guðný Hrafnkelsdóttir skrifar Skoðun Sérhagsmunafúsk á Alþingi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir skrifar Skoðun Hérna eru aukalega 6000 íbúðir. Veskú Ævar Rafn Hafþórsson skrifar Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson skrifar Skoðun Af hverju að gefa sósíalistum séns? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Er aðgangur að sérfræðiþjónustu jafnaður óháð búsetu? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég fékk hálfgert áfall þegar ég heyrði umræðurnar í þinginu, og trúið mér, það þarf nokkuð mikið til að koma mér úr jafnvægi í þeim efnum,“ sagði Brendan Cox, ekkill bresku þingkonunnar Jo Cox, sem myrt var við vinnu í kjördæmi sínu í aðdraganda Brexit-kosninganna árið 2016. Umræðurnar sem Cox vísar til áttu sér stað þegar þingmenn komu saman aftur eftir að Hæstiréttur landsins hafði úrskurðað ákvörðun forsætisráðherrans um að fresta þinghaldi ólögmæta. Einu sinni sem oftar var Brexit bitbeinið. Boris Johnson kallar lög sem skylda hann til að sækja um frekari frestun á útgöngu Breta „Uppgjafarlögin“, sem hefur auðvitað skýra hernaðarlega tilvísun hjá gamla heimsveldinu. Andstæðingar Johnsons saka hann á móti um „valdarán“ og uppnefna hann „einræðisherra“. Gífuryrðin ganga á víxl og á sama tíma hækkar hitastigið meðal kjósenda. Hótanir í garð stjórnmálamanna verða sífellt algengari og, líkt og Brendan Cox getur vitnað um, eru því miður dæmi um að gjörðir fylgi orðum. „Þessi pólaríseraða orðræða er að valda varanlegu tjóni á stjórnmálunum,“ segir hann. Orðum fylgir nefnilega ábyrgð. Við Íslendingar þurfum þó ekki að líta til Bretlands til að finna sambærileg dæmi um orðaflaum. Ofgnótt er í heimabyggð. Formaður Miðflokksins sagði til að mynda orkupakka þrjú, tiltölulega saklausa innleiðingu á samevrópsku regluverki, vera „stórhættulegan“ og vísaði ítrekað í „fullveldið“ og sambærileg hugtök: „[…] að okkur verður sótt af hagsmunaaðilum og pólitískum andstæðingum,“ bætti hann við. Formaðurinn er heldur ekki einn um stóryrði. Oddviti sama flokks í borgarstjórn telur embættismannakerfið í Ráðhúsinu „áreita“ sig. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins talar um „einræði og harðstjórn í Reykjavík“, og það í tengslum við umræður um samgöngumál! Gífuryrðin æsa svo í vanstilltum nærbuxnariddurum á samfélagsmiðlum og kommentakerfum. Þannig heldur hringrásin áfram. Sjálfnærandi. Auðvitað er það beinlínis eðli stjórnmálanna að tekist sé á. Það má hins vegar ekki vera á kostnað almennrar kurteisi og háttvísi í samskiptum. Ýmislegt má vafalaust segja um Dag B. Eggertsson en fullyrða má að hann er hvorki einræðisherra né harðstjóri. Stjórnmálamenn og aðrir sem tjá sig á opinberum vettvangi verða að geta sýnt stillingu. Það getur ekki talist hluti af eðlilegum skoðanaskiptum að sjá andstæðinga í hverju horni, eða setja kollega sína í flokk með helstu grimmdarmennum tuttugustu aldarinnar. Kannski skorar slíkt tal stundarpunkta í því sem stundum er kallað grasrót. En til lengri tíma er hreinlega verið að vinna stjórnmálunum tjón og beinlínis hætta á að vanstilltir einstaklingar grípi til örþrifaráða. Orðum fylgir nefnilega ábyrgð.
Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir Skoðun
Heilbrigðiskerfið - plan Samfylkingarinnar eða sinnuleysi Sjálfstæðisflokksins? Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun
Skoðun Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfið - plan Samfylkingarinnar eða sinnuleysi Sjálfstæðisflokksins? Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Svik við launafólk: Loforð um samráð brotin með gegndarlausum gjaldskrárhækkunum Anna Júlíusdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldi og mannréttindabrot á Íslandi ekki forgangsmál þingmanna Grímur Atlason skrifar
Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson skrifar
Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir Skoðun
Heilbrigðiskerfið - plan Samfylkingarinnar eða sinnuleysi Sjálfstæðisflokksins? Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun