Tók endurtekið myndbönd af nöktum stúlkum í kvennaklefanum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. október 2019 15:34 Málið er til meðferðar í Héraðsdómi Vestfjarða á Ísafirði. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann á Vestfjörðum fyrir endurtekin kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum í sundlaug og íþróttamiðstöð á Vestfjörðum. Fréttastofa hefur ekki upplýsingar um hvar á landinu brotin áttu sér stað en karlmanninum er gefið að sök að hafa tekið upp myndskeið á snjallsíma sinn af ungum stúlkum, ungum dreng og fullorðnum konum. Í ákæru á hendur karlmanninum kemur fram að maðurinn staðsetti sig í búningsklefa karla í umræddri sundlaug þar sem hann gat lyft snjallsíma símum yfir skilrúm á milli búningsklefa karla og kvenna. Stúlkurnar fimm sem hann tók myndbönd af voru fæddar á á árunum 2003 til 2008, ungi drengurinn fæddur árið 2013 en hann var í sundi með móður sinni. Brotin áttu sér stað árið 2017 og í upphafi árs 2018 en þá var karlmaðurinn handtekinn. Á snjallsíma hans fannst fjöldi myndbanda sem sýndu fyrrnefnd fólk nakið. Í sex tilfellum er karlmaðurinn ákærður fyrir kynferðisbrot, blygðunarsemisbrot nánar tiltekið, og brot á barnaverndarlögum. Í þrjú skipti er hann ákærður fyrir að særa blygðunarsemi þeirra kvenna sem komnar eru á fullorðinsaldur. Bótakröfurnar hljóða samanlagt upp á 10,5 milljónir króna. Krafist er einnar milljónar króna í bætur fyrir sjö brotaþola í málinu, 1,5 milljónir króna fyrir eina stúlkuna og tvær milljónir króna fyrir aðra stúlkuna. Þá krefst héraðssaksóknari þess að sími karlmannsins, spjaldtölva og þrír minnislyklar verði gerðir upptækir. Málið hefur verið þingfest við Héraðsdóm Vestfjarða. Ákærði tók ekki afstöðu til ákæruefnisins og var málinu frestað til 25. október.Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn(hja)visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Erlent Fleiri fréttir Bregðast af hörku við ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann á Vestfjörðum fyrir endurtekin kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum í sundlaug og íþróttamiðstöð á Vestfjörðum. Fréttastofa hefur ekki upplýsingar um hvar á landinu brotin áttu sér stað en karlmanninum er gefið að sök að hafa tekið upp myndskeið á snjallsíma sinn af ungum stúlkum, ungum dreng og fullorðnum konum. Í ákæru á hendur karlmanninum kemur fram að maðurinn staðsetti sig í búningsklefa karla í umræddri sundlaug þar sem hann gat lyft snjallsíma símum yfir skilrúm á milli búningsklefa karla og kvenna. Stúlkurnar fimm sem hann tók myndbönd af voru fæddar á á árunum 2003 til 2008, ungi drengurinn fæddur árið 2013 en hann var í sundi með móður sinni. Brotin áttu sér stað árið 2017 og í upphafi árs 2018 en þá var karlmaðurinn handtekinn. Á snjallsíma hans fannst fjöldi myndbanda sem sýndu fyrrnefnd fólk nakið. Í sex tilfellum er karlmaðurinn ákærður fyrir kynferðisbrot, blygðunarsemisbrot nánar tiltekið, og brot á barnaverndarlögum. Í þrjú skipti er hann ákærður fyrir að særa blygðunarsemi þeirra kvenna sem komnar eru á fullorðinsaldur. Bótakröfurnar hljóða samanlagt upp á 10,5 milljónir króna. Krafist er einnar milljónar króna í bætur fyrir sjö brotaþola í málinu, 1,5 milljónir króna fyrir eina stúlkuna og tvær milljónir króna fyrir aðra stúlkuna. Þá krefst héraðssaksóknari þess að sími karlmannsins, spjaldtölva og þrír minnislyklar verði gerðir upptækir. Málið hefur verið þingfest við Héraðsdóm Vestfjarða. Ákærði tók ekki afstöðu til ákæruefnisins og var málinu frestað til 25. október.Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn(hja)visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Erlent Fleiri fréttir Bregðast af hörku við ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Sjá meira