Elskar Reykjavíkurdætur en verður að halda áfram að segja brandarann Stefán Árni Pálsson skrifar 2. október 2019 15:30 Björn og Anna Svava mættu til Ómars á X-inu í morgun. „Ég held að það sé alltaf betra að tala og gera grín fyrst og fremst að sjálfum sér og það var það sem mig langaði að gera. Sú hugmynd kom bara strax og mig langaði alltaf bara að gera þetta með Önnu Svövu og engum öðrum,“ segir Björn Bragi Arnarsson sem vann lengi að nýrri uppistandssýningu sem hann stendur fyrir með Önnu Svövu um þessar mundir í Gamla Bíó. Nýja sýningin Björn Bragi Djöfulsson hefur slegið í gegn að undanförnu. Þar koma þau Björn Bragi og Anna Svava fram. Anna Svava vakti athygli á dögunum þegar Reykjavíkurdætur gagnrýndu hana fyrir uppistandið þar sem hún gerir grín að þeim í sínu upphitunaratriði. Eins og alþjóð þekkir káfaði Björn Bragi á ungri konu á djamminu í fyrra en atvikið náðist á myndaband og fór eins og eldur í sinu um landið. Bæði Björn og Anna Svava mættu í útvarpsþáttinn Ómar Úlfur á X-inu í dag og ræddu sýninguna en Björn Bragi langaði mest að taka sjálfan sig í geng eftir atburðina með því að koma fram. Hann segir að fólk hlæi alltaf mest að því sem það tengi við. Fyrst hafi átt að setja upp tvær sýningar en viðtökurnar voru það góðar að nú selst upp á hverja sýninguna á fætur annarri. Anna Svava segir að það hafi verið erfitt að vera krossfest fyrir brandara og vísar til gríns sem hún gerði að Reykjavíkurdætrum. „Mér fannst það mjög leiðinlegt. Ég er ekki eins og Bjössi, ég er ekki alltaf í blöðunum,“ segir Anna Svava og hlær.Reykjavíkurdætur þekkja það vel að koma fram á stórum tónlistarhátíðum erlendis.„Mér fannst það svo sérstaklega leiðinlegt því það var hægt að hringja í mig og ég hefði bara tekið þetta út. Svo var þetta orðið svo mikið mál að ég bara get ekki tekið þetta út núna. Mér finnst alltaf mjög óþægilegt að segja þennan brandara núna en ég verð einhvern veginn að gera það. Ég elska þessar stelpur og það hefur ekkert með það að gera,“ segir Anna. „Þessi þróun að einhver mæti og skrifar upp brandara í einhverja frétt, algjörlega samhengislaust, er alveg út í hött. Þannig er hægt að misskilja allt og þú ert ekki með neitt samhengi,“ segir Björn.Viðtalið má heyra hér að neðan.„Fólk hefur bara lesið fyrri hlutann á brandaranum og þegar fólk kemur á sýninguna er það bara óóó…. ég las í blaðinu að þetta væri bara um konur. Svo er ég líka að tala um karlmenn og úthúða þeim,“ segir Anna. „Allt listform á að vera pínu ögrandi, ekki bara grín. Þú vilt að þetta hreyfi við einhverjum tilfinningum og meðal annars láta ögra þér eitthvað,“ segir Björn. „Ég er karakterinn Anna þegar ég er með uppistand. Ég er alltaf að tala um hvað ég þoli ekki manninn minn í uppistandi og það er karakterinn minn, ekki endilega mín skoðun,“ segir Anna Svava.Björn Bragi ræddi málið sem setti þjóðfélagið á hliðina í Íslandi í dag á dögunum. Uppistand Tengdar fréttir Reykjavíkurdætur ósáttar við Önnu Svövu: „Ljótt og ömurlegt djók“ Þau Björn Bragi Arnarsson og Anna Svava fóru af stað með uppistandið Björn Bragi Djöfulsson á dögunum og hefur verið vel mætt á sýninguna. 18. september 2019 12:00 „Orðið ótrúlega langþreytt, fordómafullt og mesta bull sem ég hef heyrt“ „Ég hef ekki séð þetta uppistand en Lestin á Rás1 fjallaði um uppistandið og þar kom þetta fram. Fyrstu viðbrögðin mín voru svona sterk aðallega þar sem hún segir að það sé enga góða kvenrappara að finna á Íslandi.“ 18. september 2019 14:30 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Edrú í eitt ár Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira
„Ég held að það sé alltaf betra að tala og gera grín fyrst og fremst að sjálfum sér og það var það sem mig langaði að gera. Sú hugmynd kom bara strax og mig langaði alltaf bara að gera þetta með Önnu Svövu og engum öðrum,“ segir Björn Bragi Arnarsson sem vann lengi að nýrri uppistandssýningu sem hann stendur fyrir með Önnu Svövu um þessar mundir í Gamla Bíó. Nýja sýningin Björn Bragi Djöfulsson hefur slegið í gegn að undanförnu. Þar koma þau Björn Bragi og Anna Svava fram. Anna Svava vakti athygli á dögunum þegar Reykjavíkurdætur gagnrýndu hana fyrir uppistandið þar sem hún gerir grín að þeim í sínu upphitunaratriði. Eins og alþjóð þekkir káfaði Björn Bragi á ungri konu á djamminu í fyrra en atvikið náðist á myndaband og fór eins og eldur í sinu um landið. Bæði Björn og Anna Svava mættu í útvarpsþáttinn Ómar Úlfur á X-inu í dag og ræddu sýninguna en Björn Bragi langaði mest að taka sjálfan sig í geng eftir atburðina með því að koma fram. Hann segir að fólk hlæi alltaf mest að því sem það tengi við. Fyrst hafi átt að setja upp tvær sýningar en viðtökurnar voru það góðar að nú selst upp á hverja sýninguna á fætur annarri. Anna Svava segir að það hafi verið erfitt að vera krossfest fyrir brandara og vísar til gríns sem hún gerði að Reykjavíkurdætrum. „Mér fannst það mjög leiðinlegt. Ég er ekki eins og Bjössi, ég er ekki alltaf í blöðunum,“ segir Anna Svava og hlær.Reykjavíkurdætur þekkja það vel að koma fram á stórum tónlistarhátíðum erlendis.„Mér fannst það svo sérstaklega leiðinlegt því það var hægt að hringja í mig og ég hefði bara tekið þetta út. Svo var þetta orðið svo mikið mál að ég bara get ekki tekið þetta út núna. Mér finnst alltaf mjög óþægilegt að segja þennan brandara núna en ég verð einhvern veginn að gera það. Ég elska þessar stelpur og það hefur ekkert með það að gera,“ segir Anna. „Þessi þróun að einhver mæti og skrifar upp brandara í einhverja frétt, algjörlega samhengislaust, er alveg út í hött. Þannig er hægt að misskilja allt og þú ert ekki með neitt samhengi,“ segir Björn.Viðtalið má heyra hér að neðan.„Fólk hefur bara lesið fyrri hlutann á brandaranum og þegar fólk kemur á sýninguna er það bara óóó…. ég las í blaðinu að þetta væri bara um konur. Svo er ég líka að tala um karlmenn og úthúða þeim,“ segir Anna. „Allt listform á að vera pínu ögrandi, ekki bara grín. Þú vilt að þetta hreyfi við einhverjum tilfinningum og meðal annars láta ögra þér eitthvað,“ segir Björn. „Ég er karakterinn Anna þegar ég er með uppistand. Ég er alltaf að tala um hvað ég þoli ekki manninn minn í uppistandi og það er karakterinn minn, ekki endilega mín skoðun,“ segir Anna Svava.Björn Bragi ræddi málið sem setti þjóðfélagið á hliðina í Íslandi í dag á dögunum.
Uppistand Tengdar fréttir Reykjavíkurdætur ósáttar við Önnu Svövu: „Ljótt og ömurlegt djók“ Þau Björn Bragi Arnarsson og Anna Svava fóru af stað með uppistandið Björn Bragi Djöfulsson á dögunum og hefur verið vel mætt á sýninguna. 18. september 2019 12:00 „Orðið ótrúlega langþreytt, fordómafullt og mesta bull sem ég hef heyrt“ „Ég hef ekki séð þetta uppistand en Lestin á Rás1 fjallaði um uppistandið og þar kom þetta fram. Fyrstu viðbrögðin mín voru svona sterk aðallega þar sem hún segir að það sé enga góða kvenrappara að finna á Íslandi.“ 18. september 2019 14:30 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Edrú í eitt ár Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira
Reykjavíkurdætur ósáttar við Önnu Svövu: „Ljótt og ömurlegt djók“ Þau Björn Bragi Arnarsson og Anna Svava fóru af stað með uppistandið Björn Bragi Djöfulsson á dögunum og hefur verið vel mætt á sýninguna. 18. september 2019 12:00
„Orðið ótrúlega langþreytt, fordómafullt og mesta bull sem ég hef heyrt“ „Ég hef ekki séð þetta uppistand en Lestin á Rás1 fjallaði um uppistandið og þar kom þetta fram. Fyrstu viðbrögðin mín voru svona sterk aðallega þar sem hún segir að það sé enga góða kvenrappara að finna á Íslandi.“ 18. september 2019 14:30