Margt sem Íslendingar geti lært af Nýsjálendingum í ferðaþjónustu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. október 2019 13:28 Ferðaþjónustudagurinn fer fram í Silfurbergi í Hörpu og hefst klukkan tvö. Jóhannes Þór Skúlason, formaður samtaka ferðaþjónustunnar, segir að aðalmarkmiðið í dag sé að finna praktískar leiðir til að ná settum markmiðum. Vísir/vilhelm Í dag er ferðaþjónustudagurinn, árviss viðburður á vegum Samtaka ferðaþjónustunnar. Formaður samtakanna hefur fengið ferðaþjónustusérfræðing frá Nýja Sjálandi til landsins til að miðla af þekkingu sinni. Margt sé líkt með eyríkjunum tveimur. Ferðaþjónustudagurinn fer fram í Silfurbergi í Hörpu og hefst klukkan tvö. Jóhannes Þór Skúlason, formaður samtaka ferðaþjónustunnar, segir að aðalmarkmiðið í dag sé að finna praktískar leiðir til að ná settum markmiðum. „Í þetta sinn ætlum við að horfa svolítið í framrúðuna; skoða framtíðarsýnina og velta því fyrir okkar hvað við þurfum að gera til að ná þeim markmiðum sem er búið að setja fram í samvinnu stjórnvalda, atvinnugreinarinnar og sveitarfélaganna um framtíðarsýn þessarar atvinnugreinar til 2030,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Aðalfyrirlesari dagsins er hinn nýsjálenski Ray Salter, ráðgjafi hjá TRC New Zealand og fyrrverandi ráðuneytisstjóri í ferðamálaráðuneyti Nýja Sjálands. Salter hefur starfað við ferðaþjónustu og umhverfismál í 30 ár og hefur yfirgripsmikla reynslu af stefnumótun, skipulagningu, þróun, rannsóknum og fjárfestingu í greininni. Salter hefur verið innlendum stjórnvöldum innan handar við gerð hins svokallaða jafnvægisáss sem er mælitæki til að mæla álag vegna ferðamanna á umhverfi og innviði. „Hann hefur þekkingu á íslenskri ferðaþjónustu og getur borið hana saman við þessa uppbyggingu sem orðið hefur og þá þróun sem orðið hefur í stefnumótun og árangri á Nýja Sjálandi. Þessi lönd eru gríðarlega lík að mörgu leyti. Ferðaþjónustan í báðum löndum byggist á náttúru og ævintýraferðamennsku og það er margt sem þessi lönd hafa lært hvort af öðru. Við höfum dregið marga lærdóma af þróun ferðaþjónustunnar á Nýja Sjálandi á undanförnum árum og horfum töluvert þangað. Það hefur síðan komið í ljós að Nýsjálendingar hafa horft töluvert hingað lika og hafa tekið upp verkefni sem hafa heppnast vel á Íslandi,“ segir Jóhannes Þór. Ferðamennska á Íslandi Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Bein útsending: Framtíðarsýn ferðaþjónustunnar til 2030 kynnt Verkefnin Framtíðarsýn og leiðarljós íslenskrar ferðaþjónustu til ársins 2030 og Jafnvægisás ferðamála verða kynnt á opnum fundi sem ferðamálaráðherra býður til. 27. september 2019 12:30 Bein útsending: Kynna leiðir til að efla ferðaþjónustu á landsbyggðinni Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, mun kynna hugmyndir samtakanna um tíu leiðir til að efla ferðaþjónustu á landsbyggðinni klukkan 10:30 í dag. 20. september 2019 09:57 Markaðssetja þurfi vannýtt svæði á landsbyggðinni Breytt samkeppnisstaða Íslands hefur valdið því að samsetning ferðamanna og ferðahegðun á Íslandi hefur tekið breytingum. Slíkar sveiflur hafa ekki síst þrengt að ferðaþjónustufyrirtækjum á landsbyggðinni. 20. september 2019 12:59 Mest lesið Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Viðskipti innlent Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Viðskipti innlent Ingibjörg Þórdís til Elko Viðskipti innlent Fimm mætt í Kauphöllina Viðskipti innlent Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Breytingar hjá Intellecta Sjá meira
Í dag er ferðaþjónustudagurinn, árviss viðburður á vegum Samtaka ferðaþjónustunnar. Formaður samtakanna hefur fengið ferðaþjónustusérfræðing frá Nýja Sjálandi til landsins til að miðla af þekkingu sinni. Margt sé líkt með eyríkjunum tveimur. Ferðaþjónustudagurinn fer fram í Silfurbergi í Hörpu og hefst klukkan tvö. Jóhannes Þór Skúlason, formaður samtaka ferðaþjónustunnar, segir að aðalmarkmiðið í dag sé að finna praktískar leiðir til að ná settum markmiðum. „Í þetta sinn ætlum við að horfa svolítið í framrúðuna; skoða framtíðarsýnina og velta því fyrir okkar hvað við þurfum að gera til að ná þeim markmiðum sem er búið að setja fram í samvinnu stjórnvalda, atvinnugreinarinnar og sveitarfélaganna um framtíðarsýn þessarar atvinnugreinar til 2030,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Aðalfyrirlesari dagsins er hinn nýsjálenski Ray Salter, ráðgjafi hjá TRC New Zealand og fyrrverandi ráðuneytisstjóri í ferðamálaráðuneyti Nýja Sjálands. Salter hefur starfað við ferðaþjónustu og umhverfismál í 30 ár og hefur yfirgripsmikla reynslu af stefnumótun, skipulagningu, þróun, rannsóknum og fjárfestingu í greininni. Salter hefur verið innlendum stjórnvöldum innan handar við gerð hins svokallaða jafnvægisáss sem er mælitæki til að mæla álag vegna ferðamanna á umhverfi og innviði. „Hann hefur þekkingu á íslenskri ferðaþjónustu og getur borið hana saman við þessa uppbyggingu sem orðið hefur og þá þróun sem orðið hefur í stefnumótun og árangri á Nýja Sjálandi. Þessi lönd eru gríðarlega lík að mörgu leyti. Ferðaþjónustan í báðum löndum byggist á náttúru og ævintýraferðamennsku og það er margt sem þessi lönd hafa lært hvort af öðru. Við höfum dregið marga lærdóma af þróun ferðaþjónustunnar á Nýja Sjálandi á undanförnum árum og horfum töluvert þangað. Það hefur síðan komið í ljós að Nýsjálendingar hafa horft töluvert hingað lika og hafa tekið upp verkefni sem hafa heppnast vel á Íslandi,“ segir Jóhannes Þór.
Ferðamennska á Íslandi Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Bein útsending: Framtíðarsýn ferðaþjónustunnar til 2030 kynnt Verkefnin Framtíðarsýn og leiðarljós íslenskrar ferðaþjónustu til ársins 2030 og Jafnvægisás ferðamála verða kynnt á opnum fundi sem ferðamálaráðherra býður til. 27. september 2019 12:30 Bein útsending: Kynna leiðir til að efla ferðaþjónustu á landsbyggðinni Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, mun kynna hugmyndir samtakanna um tíu leiðir til að efla ferðaþjónustu á landsbyggðinni klukkan 10:30 í dag. 20. september 2019 09:57 Markaðssetja þurfi vannýtt svæði á landsbyggðinni Breytt samkeppnisstaða Íslands hefur valdið því að samsetning ferðamanna og ferðahegðun á Íslandi hefur tekið breytingum. Slíkar sveiflur hafa ekki síst þrengt að ferðaþjónustufyrirtækjum á landsbyggðinni. 20. september 2019 12:59 Mest lesið Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Viðskipti innlent Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Viðskipti innlent Ingibjörg Þórdís til Elko Viðskipti innlent Fimm mætt í Kauphöllina Viðskipti innlent Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Breytingar hjá Intellecta Sjá meira
Bein útsending: Framtíðarsýn ferðaþjónustunnar til 2030 kynnt Verkefnin Framtíðarsýn og leiðarljós íslenskrar ferðaþjónustu til ársins 2030 og Jafnvægisás ferðamála verða kynnt á opnum fundi sem ferðamálaráðherra býður til. 27. september 2019 12:30
Bein útsending: Kynna leiðir til að efla ferðaþjónustu á landsbyggðinni Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, mun kynna hugmyndir samtakanna um tíu leiðir til að efla ferðaþjónustu á landsbyggðinni klukkan 10:30 í dag. 20. september 2019 09:57
Markaðssetja þurfi vannýtt svæði á landsbyggðinni Breytt samkeppnisstaða Íslands hefur valdið því að samsetning ferðamanna og ferðahegðun á Íslandi hefur tekið breytingum. Slíkar sveiflur hafa ekki síst þrengt að ferðaþjónustufyrirtækjum á landsbyggðinni. 20. september 2019 12:59