Umfjöllun og viðtöl: KR - Keflavík 80-79 | KR vann háspennuleik í Vesturbænum Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 2. október 2019 22:30 vísir/bára KR vann nauman sigur á móti Keflavík í Dominosdeild kvenna í DHL-höllinni í kvöld 80-79. Það var viss haustbragur á leik beggja liða við upphaf leiks, enda gerðu bæði KR og Keflavík heilan helling af mistökum í fyrsta leikhluta. Hægt og rólega virtust þó gestirnir úr Keflavík finna sig og skömmu seinna fylgdu KR-ingar fordæmi þeirra. Liðin stóðu jöfn að stigum í hálfleik, 37-37. Seinni hálfleikurinn var sveiflukenndur með eindæmum þar sem liðin skiptust á að byggja upp smá forystu með áhlaupum hér og þar. Á einum kafla upplifðu Keflvíkingar mikla sóknarþurrð og gátu ekki skorað stig í heilar fimm mínútur. Þá gengu KR-ingar á lagið og sóttu stærsta forskot sitt í leiknum, 11 stig í stöðunni 58-47. Keflavík náði að klóra í bakkann í lokaleikhlutanum og síðustu fimm mínúturnar skiptust liðin á að refsa hinu fyrir mistök sín. Hörð pressuvörn gestanna kom KR í vandræði en stærð KR reyndist Suðurnesjastelpunum erfið sömuleiðis. Svo fór að lokum að Sanja Orazovic og Hildur Björg skiluðu sitt hvorum fjórum stigum til að skríða fram úr Keflavík og tryggja eins stigs sigur, 80-79.Af hverju vann KR? Þegar leikurinn var á línunni stigu Sanja Orazovic og Hildur Björg upp til að klára leikinn. Þær trufluðu leikmenn Keflavík nægilega mikið í vörn og sóttu mikilvægar körfur á lokametrunum. Keflvíkingar höfðu tækifæri til að vinna leikinn undir lokin en gátu ekki klárað dæmið.Bestu menn vallarins Sanja Orazovic var lang best hjá KR í þessum leik. Hún skoraði 25 stig (þ.a. 17 stig í þriðja leikhluta), tók tíu fráköst, stal þremur boltum og varði tvö skot. Hún skoraði seinustu fjögur stig KR í lokafjórðungnum og tók mikilvægat sóknarfrákast til að gera út um vonir Keflvíkinga með að stela sigrinum. Hjá Keflavík var Daniela Morillo mjög öflug, enda skoraði hún 28 stig, tók 15 fráköst, gaf sjö stoðsendingar og stal sex boltum. Tölfræði sem vakti athygli Bæði lið voru afskaplega dugleg að tapa boltum (22 tapaðir hjá KR og 18 hjá Keflavík) sem er kannski eðlilegt í ljósi þess að þetta er fyrsti deildarleikur tímabilsins. Fráköst reyndust mikilvæg fyrir KR sem hittu illa á löngum köflum í leiknum, en heimastúlkur tóku 46 fráköst gegn aðeins 38 hjá Keflavík.Hvað gekk illa? Framan af þá gekk allt illa, liðin voru að tapa mörgum boltum, taka léleg skot og almennt ekki að spila af miklu öryggi. Bæði lið fengu nóg af tækifærum til að vinna leikinn en KR gerði færri mistök á lokasekúndunum og það var það sem skildi á milli.Hvað næst? KR mun næst heimsækja Breiðablik í Smáranum á meðan að Keflavík heimsækir næst Hauka í nýjum Ólafssal á Ásvöllum.Benni Gumm: Það small í smá stund Benedikt Guðmundsson, títt nefndur Benni Gumm, var sáttur með sigur KR á Keflavík eftir sveiflukenndan leik þar sem munaði minnstu að gestirnir stælu sigrinum á lokasekúndunum. Þó að margt hafa mátt vera betra í spili KR var hafði Benni engar sérstakar áhyggjur af sínu liði. „Nei, við eigum bara eftir að slípa okkur saman. Það voru ekki margir góðir kaflar hjá okkur en við þurfum bara meiri tími til að slípa okkur saman og búa til meiri liðsheild,“ segir Benni en KR vann með eins stigs mun eftir að hafa tekið forystuna í miðjum þriðja leikhluta. „Það small í smá stund og svo fór það bara aftur í sundur.“ Daniela Morillo var allt í öllu fyrir Keflavík í leiknum og KR-stúlkurnar virtust eiga í mestu vandræðum með að stoppa hana. Benna leist ekkert á blikuna enda skipaði hann Sönju Orazovic, erlendum leikmanni sínum, að reyna takmarka hana eins mikið og hún gæti. „Ég var með skipanir seinustu tvær mínúturnar við Sönju að halda boltanum úr höndunum hennar. Við bara réðum ekkert við hana. Ég sá hana setja 30 stig á sunnudaginn [í Meistara meistaranna] og vissi að hún yrði erfið. Hörku leikmaður.“ Varðandi framhaldið og næstu leiki vill Benni sjá liðið sitt sýna meiri hörku. „Já, ég vil sjá strax að við séum harðari í næsta leik. Ég er ósáttur með að Keflavík hafi verið harðari en við á okkar heimavelli. Þær voru að berja okkur og við þoldum einhvern veginn enga snertingu,“ sagði hann fúll að lokum. Það er allavega alveg ljóst að KR þarf að halda áfram að herða sig ef þær vilja ekki tapa leik sem þessum þegar að þær mæta reyndari liðum eins og Val og Haukum.Kamilla Sól: Ekki rétt tjúnaðar Kamilla Sól Viktorsdóttir var að vonum svekkt með tap í fyrsta leik Keflavíkur gegn KR á tímabilinu, enda voru þær aðeins einu stigi frá. Það var þó ekki allt afleitt og hún gat séð ljósa punkta í ekkert æðislegum leik. „Við vorum góðar í vörninni á köflum en náðum ekki að klára þetta í lokin. Ég meina, þetta gerist bara stundum. Vantaði aðeins upp á.“ Keflavík átti mjög slakan kafla í þriðja leikhluta leiksins þar sem Kamilla náði loks að opna aftur fyrir körfuna eftir fimm mínútna stigaþurrð. „Já, liðsheildin varð smá skrítin hjá okkur stundum þarna á einum kafla. Við náðum einhvern veginn ekki að skora og karfan var bara lokuð. Ekkert sérstakt sem gerðist svo sem, stundum erum við bara ekki rétt tjúnaðar og náum ekki að komast upp að körfunni,“ sagði hin 19 ára bakvörður Keflavíkur. Aðspurð hafði Kamilla litlar áhyggjur af liðinu sínu, enda var þetta bara fyrsti leikur þeirra á tímabilinu. „Vörnin var flott en við þurfum að finna aðrar leiðir til að komast að körfunni,“ sagði hún að lokum áður en hún hélt inn í búningsklefa.Sanja Orazovic: Munum bara verða betri úr þessu. Sanja Orazovic klæddist svörtu og hvítu í fyrsta sinn í kvöld með sínu nýja liði, KR. Liðið náði að merja sigur gegn Keflavík með eins stiga mun og því má að miklu leyti þakka henni. Sanja byrjaði leikinn heldur rólega en það kviknaði allsvakalega í henni í seinni hálfleik. Hún skoraði fyrstu tíu stig liðsins síns í þriðja leikhluta og endaði leikhlutann með 17 stig. „Kannski leið mér bara aðeins betur í seinni hálfleik,“ sagði hún kímin, enda skoraði hún 21 af sínum 25 stigum í seinni hálfleik. Sanja spilaði á seinasta ári með Breiðablik en skipti yfir í KR í sumar. Hún segir að ákvörðunin að spila aftur á Íslandi hafi ekki verið erfið. „Mér líður vel hérna, þess vegna kom ég aftur til Íslands. Nú er ég líka komin í betra lið,“ og vísar þar í að KR hefur verið spáð öðru sætinu á eftir Íslandsmeisturum síðasta árs, Val. KR átti brösugan leik og máttu þær svart- og hvítklæddu telja sig heppnar að missa ekki sigurinn frá sér á lokasekúndunum. Sanja hefur samt ekki miklar áhyggjur af því og skýrir andleysið með því að þær í KR hafa ekki náð að spila nægilega vel saman ennþá. „Þetta er fyrsti alvöru leikurinn okkar, við höfum ekki spilað neina æfingaleiki þannig að við munum bara verði betri úr þessu,“ segir hún en yppir öxlum að lokum og kveður á léttu nótunum: „Sigur er sigur.“ Dominos-deild kvenna
KR vann nauman sigur á móti Keflavík í Dominosdeild kvenna í DHL-höllinni í kvöld 80-79. Það var viss haustbragur á leik beggja liða við upphaf leiks, enda gerðu bæði KR og Keflavík heilan helling af mistökum í fyrsta leikhluta. Hægt og rólega virtust þó gestirnir úr Keflavík finna sig og skömmu seinna fylgdu KR-ingar fordæmi þeirra. Liðin stóðu jöfn að stigum í hálfleik, 37-37. Seinni hálfleikurinn var sveiflukenndur með eindæmum þar sem liðin skiptust á að byggja upp smá forystu með áhlaupum hér og þar. Á einum kafla upplifðu Keflvíkingar mikla sóknarþurrð og gátu ekki skorað stig í heilar fimm mínútur. Þá gengu KR-ingar á lagið og sóttu stærsta forskot sitt í leiknum, 11 stig í stöðunni 58-47. Keflavík náði að klóra í bakkann í lokaleikhlutanum og síðustu fimm mínúturnar skiptust liðin á að refsa hinu fyrir mistök sín. Hörð pressuvörn gestanna kom KR í vandræði en stærð KR reyndist Suðurnesjastelpunum erfið sömuleiðis. Svo fór að lokum að Sanja Orazovic og Hildur Björg skiluðu sitt hvorum fjórum stigum til að skríða fram úr Keflavík og tryggja eins stigs sigur, 80-79.Af hverju vann KR? Þegar leikurinn var á línunni stigu Sanja Orazovic og Hildur Björg upp til að klára leikinn. Þær trufluðu leikmenn Keflavík nægilega mikið í vörn og sóttu mikilvægar körfur á lokametrunum. Keflvíkingar höfðu tækifæri til að vinna leikinn undir lokin en gátu ekki klárað dæmið.Bestu menn vallarins Sanja Orazovic var lang best hjá KR í þessum leik. Hún skoraði 25 stig (þ.a. 17 stig í þriðja leikhluta), tók tíu fráköst, stal þremur boltum og varði tvö skot. Hún skoraði seinustu fjögur stig KR í lokafjórðungnum og tók mikilvægat sóknarfrákast til að gera út um vonir Keflvíkinga með að stela sigrinum. Hjá Keflavík var Daniela Morillo mjög öflug, enda skoraði hún 28 stig, tók 15 fráköst, gaf sjö stoðsendingar og stal sex boltum. Tölfræði sem vakti athygli Bæði lið voru afskaplega dugleg að tapa boltum (22 tapaðir hjá KR og 18 hjá Keflavík) sem er kannski eðlilegt í ljósi þess að þetta er fyrsti deildarleikur tímabilsins. Fráköst reyndust mikilvæg fyrir KR sem hittu illa á löngum köflum í leiknum, en heimastúlkur tóku 46 fráköst gegn aðeins 38 hjá Keflavík.Hvað gekk illa? Framan af þá gekk allt illa, liðin voru að tapa mörgum boltum, taka léleg skot og almennt ekki að spila af miklu öryggi. Bæði lið fengu nóg af tækifærum til að vinna leikinn en KR gerði færri mistök á lokasekúndunum og það var það sem skildi á milli.Hvað næst? KR mun næst heimsækja Breiðablik í Smáranum á meðan að Keflavík heimsækir næst Hauka í nýjum Ólafssal á Ásvöllum.Benni Gumm: Það small í smá stund Benedikt Guðmundsson, títt nefndur Benni Gumm, var sáttur með sigur KR á Keflavík eftir sveiflukenndan leik þar sem munaði minnstu að gestirnir stælu sigrinum á lokasekúndunum. Þó að margt hafa mátt vera betra í spili KR var hafði Benni engar sérstakar áhyggjur af sínu liði. „Nei, við eigum bara eftir að slípa okkur saman. Það voru ekki margir góðir kaflar hjá okkur en við þurfum bara meiri tími til að slípa okkur saman og búa til meiri liðsheild,“ segir Benni en KR vann með eins stigs mun eftir að hafa tekið forystuna í miðjum þriðja leikhluta. „Það small í smá stund og svo fór það bara aftur í sundur.“ Daniela Morillo var allt í öllu fyrir Keflavík í leiknum og KR-stúlkurnar virtust eiga í mestu vandræðum með að stoppa hana. Benna leist ekkert á blikuna enda skipaði hann Sönju Orazovic, erlendum leikmanni sínum, að reyna takmarka hana eins mikið og hún gæti. „Ég var með skipanir seinustu tvær mínúturnar við Sönju að halda boltanum úr höndunum hennar. Við bara réðum ekkert við hana. Ég sá hana setja 30 stig á sunnudaginn [í Meistara meistaranna] og vissi að hún yrði erfið. Hörku leikmaður.“ Varðandi framhaldið og næstu leiki vill Benni sjá liðið sitt sýna meiri hörku. „Já, ég vil sjá strax að við séum harðari í næsta leik. Ég er ósáttur með að Keflavík hafi verið harðari en við á okkar heimavelli. Þær voru að berja okkur og við þoldum einhvern veginn enga snertingu,“ sagði hann fúll að lokum. Það er allavega alveg ljóst að KR þarf að halda áfram að herða sig ef þær vilja ekki tapa leik sem þessum þegar að þær mæta reyndari liðum eins og Val og Haukum.Kamilla Sól: Ekki rétt tjúnaðar Kamilla Sól Viktorsdóttir var að vonum svekkt með tap í fyrsta leik Keflavíkur gegn KR á tímabilinu, enda voru þær aðeins einu stigi frá. Það var þó ekki allt afleitt og hún gat séð ljósa punkta í ekkert æðislegum leik. „Við vorum góðar í vörninni á köflum en náðum ekki að klára þetta í lokin. Ég meina, þetta gerist bara stundum. Vantaði aðeins upp á.“ Keflavík átti mjög slakan kafla í þriðja leikhluta leiksins þar sem Kamilla náði loks að opna aftur fyrir körfuna eftir fimm mínútna stigaþurrð. „Já, liðsheildin varð smá skrítin hjá okkur stundum þarna á einum kafla. Við náðum einhvern veginn ekki að skora og karfan var bara lokuð. Ekkert sérstakt sem gerðist svo sem, stundum erum við bara ekki rétt tjúnaðar og náum ekki að komast upp að körfunni,“ sagði hin 19 ára bakvörður Keflavíkur. Aðspurð hafði Kamilla litlar áhyggjur af liðinu sínu, enda var þetta bara fyrsti leikur þeirra á tímabilinu. „Vörnin var flott en við þurfum að finna aðrar leiðir til að komast að körfunni,“ sagði hún að lokum áður en hún hélt inn í búningsklefa.Sanja Orazovic: Munum bara verða betri úr þessu. Sanja Orazovic klæddist svörtu og hvítu í fyrsta sinn í kvöld með sínu nýja liði, KR. Liðið náði að merja sigur gegn Keflavík með eins stiga mun og því má að miklu leyti þakka henni. Sanja byrjaði leikinn heldur rólega en það kviknaði allsvakalega í henni í seinni hálfleik. Hún skoraði fyrstu tíu stig liðsins síns í þriðja leikhluta og endaði leikhlutann með 17 stig. „Kannski leið mér bara aðeins betur í seinni hálfleik,“ sagði hún kímin, enda skoraði hún 21 af sínum 25 stigum í seinni hálfleik. Sanja spilaði á seinasta ári með Breiðablik en skipti yfir í KR í sumar. Hún segir að ákvörðunin að spila aftur á Íslandi hafi ekki verið erfið. „Mér líður vel hérna, þess vegna kom ég aftur til Íslands. Nú er ég líka komin í betra lið,“ og vísar þar í að KR hefur verið spáð öðru sætinu á eftir Íslandsmeisturum síðasta árs, Val. KR átti brösugan leik og máttu þær svart- og hvítklæddu telja sig heppnar að missa ekki sigurinn frá sér á lokasekúndunum. Sanja hefur samt ekki miklar áhyggjur af því og skýrir andleysið með því að þær í KR hafa ekki náð að spila nægilega vel saman ennþá. „Þetta er fyrsti alvöru leikurinn okkar, við höfum ekki spilað neina æfingaleiki þannig að við munum bara verði betri úr þessu,“ segir hún en yppir öxlum að lokum og kveður á léttu nótunum: „Sigur er sigur.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti